Þjóðaratkvæði takk.

 

Það er greinilegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hafa tekið sig saman um að tala fyrir icesave3.  Það er varla minnst á það að nú er um sama samning að ræða og áður með örlítið lægri vöxtum.  Og nú á að sannfæra liðið um hvað frábærum árangri hafi verið náð frá því 13,5% vextir voru fyrst í boði.

Með hverju á að borga t.d. 26 milljarðana á næstu mánuðum?  Eins og ég skil málin er sennilegast að það verði gert með því að ganga á lánin hjá AGS sem eru með 0,5% lægri vöxtum en vextirnir í síðasta icesave samning, 5,5% en AGS vextirnir eru 5%.  Þessi samningur er sennilega innan við % betri í vöxtum en sá síðasti og byggir á betri heimtum samkvæmt sögum skilanefndar Landsbankans sáluga.  Sem nú möndlar nýja hringekju til vildarvina með Icelandic sölusamtökin og segir lygilega fínar fréttir af væntanlegum tilboðum í Iceland verslunarkeðjuna.

Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með þegjandi samþykki fjölmiðla og meðmælum álitsgjafa.  Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun er, standi þjóðin frammi fyrir þeim kostum, að taka liðið af launaskrá og leifa fjölmiðlunum að verða gjaldþrota, eða lifa sjálf við stórskert lífskjör.  Að samþykkja icesave verður dýr lexía því er nauðsynlegt að þjóðin fái að segja sitt álit.


mbl.is Buðu 13,5% Icesave-vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, verst er þó hvað fjármálaráðherrann er staðfastur í því að borga þennan óhroða í óþökk þjóðarinnar. Það þarf að taka af honum tékkheftið!

Kolbrún Hilmars, 13.1.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Kolbrún, og það áður en hann skrifar tékkann.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2011 kl. 14:09

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

var ekki búið að segja NEI við þessum "óþverra"

Jón Snæbjörnsson, 13.1.2011 kl. 14:36

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árum saman hefur slagorðið "NEI þýðir NEI" verið notað sem varnaðarorð gegn nauðgun - því miður gleymdist að tengja það við nauðgun af öllu tagi...

Kolbrún Hilmars, 13.1.2011 kl. 15:19

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það virðast flestir stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar vera sammála um að þetta sé frábær samningur, þar sem skuldum gjaldþrotaeinkabanka er komið á ábyrgð almennings, með ca. 1% lægri vöxtum en í fyrri samning sem hafnað var með 93% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Nú síðast var í fréttum að þetta væru kannski ekki meira en 19 milljarðar sem skattgreiðendur þyrftu að borga að teknu tilliti til nýjustu lygasagna af væntanlegum frábærum tilboðum í eignir gjaldþrota Landsbankans.  Eins og málið snúist um upphæðir þegar óþverra misbeiting er annars vegar.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband