8.2.2011 | 08:44
Sérkennilegur fréttaflutningur.
Á youtube má finna myndir frá mótmælunum í Egyptalandi sem sýna sjónhorn sem lítið koma fram í fjölmiðlum. Þessar myndir eru teknar af almenningi á farsíma og síðan hlaðið inn á youtube. Hér má sjá frétt sem Ajazeera hefur sett saman um dráp hers og lögreglu á mótmælendum.
Þessar myndir gefa aðra mynd af "skjóli skriðdreka" og "sjúkrabúðum" stjórnvalda við að bjarga mótmælendum frá vosbúð langrar útiveru. Kannski ekki skrítið að Egypsk stjórnvöld hafi horn í síðu internetsins og Aljazeera.
Þriðja vika mótmæla hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.