Verður falli fagnað víða?

 

 

"Vesturlönd og Arabaheimurinn sitja á púðurtunnu sem er byrjuð að fuðra upp. Gífurlegt atvinnuleysi fólks á aldrinum 16 til 30 ára-kynslóðar sem er hlutfallslega mjög vel upplýst og í stöðugu sambandi í gegnum internetið-hefur magnað upp reiði sem er byrjuð að krauma á yfirborðinu. Það má að stórum hluta rekja byltinguna í Túnis, "(-)" fall Mubaraks í Egyptalandi og óeirðir víða í Evrópu til ungs fólks. Grasrótin í Túnis og Egyptalandi lagði grunn andófsins á Facebook, Twitter og YouTube."

"Ef fjármálahrunið sem byrjaði 2008 hefði átt sér stað fyrir 20 árum hefði almenningur mjög líklega ekki haft neina nasasjón af óréttlætinu sem fylgdi í kjölfarið. Það var ekki fyrr en með tilkomu internetsins að fólk upp til hópa byrjaði að skilja hlutverk seðlabanka ríkjanna í peningakerfi sem byggir á framleiðslu skulda. Þetta er nokkurs konar gullgerðarlist þar sem ekkert er á bak við peninga sem eru settir í umferð. Nú skilur fjöldi fólks í Evrópu og Ameríku (svæðin þar sem flestir bankar hrundu) að einkabankar græddu á glannalegum viðskiptum sem settu allt kerfið á hausinn. Frekar en að láta þetta ofurríka fólk réttilega tapa peningum þá var skuldunum velt yfir á almenning. Þetta var gert með aðferðum sem margir góðir menn hafa útskýrt á netinu, raddir sem ekki hefðu heyrst hér áður fyrr."

Þetta er úrdráttur úr greinaflokki Jóhannesar Björns, hagfræðings "Gerum þau höfðinu styttri" á http://www.vald.org/ .

 Gefðu þér 39 sekúndur til að horfa, þær eru þess virði.

 


mbl.is Fagna falli Mubaraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband