Með snöruna um hálsinn.

Það er nokkuð ljóst að fréttir af góðu gengi Landsvirkjunar við að fjármagna Búðarhálsvirkjun benda til að hræðsluáróðurinn fyrir því að samþykkja verði icesave til að íslensk fyrirtæki eigi möguleika á erlendum fjármálmörkuðum, eigi ekki við rök að styðjast.

Það má segja að þegar ógnunum og lygum er beitt , líkt og icesave "hyskið" hefur gert til að hræða þjóðina til þess að segja já í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, geti reynst katastroffa.  Svona fréttir, rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru því ekki góðar fyrir "hyskið",  það er komið með snöruna um hálsinn.

Sennilega á "hyskið" eftir að afneita þessari fjármögnun af alefli í tilraunum sínum við að bjarga eigin lífi.


mbl.is Landsvirkjun fær lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er að verða ljóta hótana bullið allt saman...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2011 kl. 10:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því hefur beinlínis verið logið að þetta lán fáist ekki afgreitt nema við samþykkjum IceSave, og er eina dæmið um slíkt sem áróðursvélin hefur getað vísað til.

Nú er komið í ljós að þetta var lygi, og hvað gerir áróðursvélin? Byrjar að halda því fram að sama eigi við um einhver önnur lán, sem aldrei fyrr hafa verið nefnd.

Þetta kallast á mannamáli að margtyggja sömu úldnu tugguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2011 kl. 12:03

3 identicon

þetta er hótun á almenning eins og allt annað .þvi ef við ekki samþykkjum Icesave ÞÁ FÆST EKKI ÞETTA LÁN   og EKKI HELDUR INNGANGA I ESB  .Ekki láta blekkjast þetta er bara hótanir á hótanir ofan um að almenningu skuli hvað sem tautar og raular ! .... segjum NEI ,NEI , NEI við Icesave

ransý (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:07

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur verið að koma betur og betur í ljós að helsta fyrirstaða íslenskra fyrirtækja á erlendum lánamörkuðum er ekki icesave, þetta er aftur og aftur að koma í ljós Marel, Össur og nú Landsvirkjun eru dæmi um það.   

Helsta fyrirstaða fjárfestinga á Íslandi er óhæf stjórnvöld, stjórnvöld sem settu á og halda uppi gjaldeiðishöftum til að verja hagsmuni jöklabréfaeigenda, stjórnvöld sem hika ekki við að ljúga skuldum upp á eigin þjóð fyrir erlenda hagsmuni og hafa í hótunum ef þjóðin kyngir ekki ógeðskokteilnum.

Magnús Sigurðsson, 17.3.2011 kl. 12:48

5 identicon

Lánið er skilyrt. Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, staðfestir þetta.

Landsvirkjun þarf semsagt að að tryggja sér 18 milljarða í viðbót með lánum. Nei við Icesave myndi þýða að aðgangur Íslands að erlendu lánsfjarmagni verður nánast frosinn næstu árin.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:30

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður trúirðu áróðrinum?  Lán annarra íslenskra fyrirtækja sem hafa þótt vera með ábatasaman rekstur hafa ekki verið skilyrt icesave lausn.  Eina erlenda fyrirgreiðslan sem er bundin allskonar skilyrðum er  til íslenska ríkisins og það er af eðlilegum orsökum, menn lána ekki til glæpamanna tvisvar. 

Það er ekki icesave sérstaklega sem stendur í veginum fyrir fjármögnun ríkisins, það sem er í veginum er fyrst og fremst að ekki er búið að hreins spillingar "hyskið" út úr íslenskri stjórnsýslu.

Magnús Sigurðsson, 17.3.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband