Geymt en ekki gleymt.

Það er nokkuð víst að aðgerðir stjórnvalda til handa heimilum á Íslandi í kjölfar hrunsins á framtíðin eftir að dæma sem mannréttindabrot og einhverjar verstu efnahagsaðgerðir sem um getur á byggðu bóli.  Það er í raun með ólíkindum að fólki skuli vera ætlað að skulda 110% í eignum sínum, að öðrum kosti sé því ógnað af stjórnvöldu með útburði. Dæmin um hvað heimilum landsins er ætlað að þola eru orðin mörg og yfirgengileg.

Dæmi: Tvær fjölskyldur, A og B kaupa fasteign í sama hverfi, tvö samskonar hús á sama verði, segjum 40 milljónir. Fjölskyldurnar eru með svipuð laun, hafa safnað álíka miklum sparnaði og eru með jafn mörg börn á framfæri.

Þessar fjölskyldur fara þó sitthvora leiðina í húsakaupum. Fjölskylda A leggur allan sparnaðinn sinn, 20 milljónir í húsakaupin og á þar með c.a. 50% í eigninni.

Fjölskylda B er svolítið grand á því og ákveður að rífa allt innan úr húsin og endurnýja það frá A-Ö. Iðnaðarmenn eru að störfum í 6 mánuði og kostnaður endar með því að vera c.a. 12 milljónir. Fjölskylduna hefur alltaf langað í húsbíl og jeppa svo hún notar 4 milljónir af sparnaðinum til að fjármagna þau kaup. Þau taka 90% lán fyrir húsinu.

Eftir fall krónunnar og misgengi verðbólgu, fasteignaverðs og launa þá er staðan svona:

Fjölskylda A skuldar 27 milljónir en fasteignin er komin í 32 milljónir. Þau eru með c.a. 85% veðsetningarhlutfall.

Fjölskylda B skuldar 48.6 milljónir en fasteignin er komin í 32 milljónir. Þau eru með c.a. 150% veðsetningarhlutfall.

Fjölskylda A fær engar afskriftir, samkvæmt 110% reglunni.

Fjölskylda B fær hámarksafskriftir, allt að 13.4 milljónir og 7 milljónir í það minnsta. Þetta gæti raunverulega verið meira en reiknað tjón sem fjölskyldan varð fyrir vegna forsendubrests (þ.e. misgengi verðbólgu og launa), en reikna má með að raunverulegt tap sé ca 6-10 milljónir.

Óréttlætið er nokkuð augljóst eins og þetta liggur fyrir núna en það má líka breyta dæminu svolítið og gefa sér það að Fjölskylda A sé með lægri laun en B (og fékk þess vegna ekki greiðslumat fyrir 90% láni). Fjölskylda A ræður því ekki við afborganir en fær enga lausn og fer á hausinn. Fjölskylda B sem réð ágætlega við sínar afborganir fær samt sem áður afskriftir á sínum lánum.

Annað dæmi: Fjölskylda tekur út séreignasparnaðinn, 2 milljónir til þess að lækka hjá sér greiðslubyrði. Við það fer viðkomandi ( t.d. ef lánið stóð í 24 milljónum) úr 120% veðsetningu niður í 110%

Þessar 2 milljónir eru glataðir peningar og hefðu allt eins geta farið beint í ruslið (eða sem framlag til styrktar einhverjum velgjörðarsamtökum), því það er akkúrat upphæðin sem viðkomandi hefði fengið afskrifað hvort sem var.

Þessi tvö ofangreind dæmi má finna í grein Þórðar Magnússonar á Svipunni.   Dæmi Þórðar eru aðeins einn angi af óskapnaðnum.  110% leiðin á eftir að komast í sögubækur sem einhver mesta misgjörð sem gerð hefur verið gagnvart eignaréttinum í hinum vestræna heimi á síðari árum.  Lögbirtingablaðið ætti að vera skyldulesning, þar má sjá hvernig lögfræðingar maka krókinn við að leiða heimili landsins svo þúsundum skiptir til nauðasamninga við að afsala sér eignum sínum til bankanna í boði stjórnvalda.  Þó er þar aðeins hálf sagan sögð.

Fleiri og vavalust ljótari dæmi um rán fjármálastofnanna á heimilum fólks í skjóli stjórnvalda:

Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 34 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 21 milljón. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 35 % samkvæmt verðtryggingu.

Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti, hún losnar í reynd við að greiða 3 milljónir af upphaflega höfuðstólnum.

Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 21 milljón og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi. 

Þessar 110% hundakúnstir kosta bankana ekkert, því verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, úr 100% veðsetningu sem var áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi.  Ef bankinn lánaði 100 % í upphafi þá væri eðlilegt að bankinn tæki sjálfur tapið af því.

Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu og aðeins ógnin um að hafa ekki þak yfir höfuðið sem heldur fólki í þannig skuldaáþján.

Það mun koma að skuldadögum hjá helferðastjórninni og hyskinu á alþingi.  Þá verður ekki hægt að skýla sér á bak við heimsku því það er löngu ljóst að hér er um hreina glæpastarfsemi að ræða. Hvers vegna í ósköpunum hyskið verðlaunar þá sem aldrei áttu neitt með110% leiðinni og hunsa þá sem áttu 50% í eign sinni en eru í dag eignarlausir er hvorki hulin ráðgáta né heimska.  Það er glæpur í boði stjórnmálamanna við að ræna heimili landsins til að þóknast fjármálaöflunum.  Glæpur sem verðu geymdur en ekki gleymdur á Íslandi um ókomin ár.

Til að taka þetta saman í örstuttu máli þá er110% leiðin er eins ranglát og hugsast getur, í dag skuldar maðurinn sem skuldaði 100% árið 2007 110%, í dag skuldar maðurinn sem skuldaði 50% árið 2007 85%.  Með 110% hundakúnstum getur sá varkári í dag skuldaðh jagnvel meira í sinni eign en sá sem aldrei átti neitt.

Hvar er réttlætið? Er ekki málið að sá sem eitt sinn skuldaði 50% og í dag skuldar 85% heldur áfram að borga og sá sem skuldaði eitt sinn skuldað100% heldur áfram að borga og glæpa hyskið sem setti allt á haus heldur áfram að fá sitt.

Hættan var upphaflega sú að sá sem alltaf skuldaði allt sitt í formi gengistryggðra lána hætti að borga þegar skuldin var komin í 200% samkvæmt ólöglegum reiknikúnstum hyskisins, sá er færður niður í 110% ásamt þeim sem tóku glannaleg verðtryggð lán, til að þess að þeir borgi áfram og aðferðin er kölluð "skjaldborg um heimilin"...

Skjaldborgin er ekki einu sinni byggð á hræsni hún er byggð á hreinni glæpastarfsemi.

 


mbl.is 300 umsóknir í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svo segir AGS ad Islenskum stjornvoldum hafi tekist vel til , teta er nu ljota hel------- pakid

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 11:31

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki að ástæðulausu Helgi, að maður hefur hrökklast úr landi.  Auk þess að geta ekki borgað brúsann á íslenskum undrmálslaunum getur maður ekki hugsað sér að sjá hyskinu fyrir skattfé.

Magnús Sigurðsson, 2.7.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Takk fyrir góðan pistil.

Það eru mörg ár síðan að reglurnar í Noregi leyfðu, að hægt var að skila lyklunum, og fara frá húseigninni á núlli, ef maður gat ekki borgað, í Noregi, sagði mer glöggur og góður vinur minn í Noregi, fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Hann skildi ekkert í því að svona bankaræningja-lögleysa viðgengist ennþá á Íslandi, síðast þegar ég talaði við hann?

Jóhanna verður að fara að vakna, og fá sér heiðarlegan aðstoðarmann!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Sigríður, nei hér í Noregi skilja þeir ekki hvernig verðtrygging virkar á Íslandi.  Eina leiðin til að skýra það út fyrir þeim er að benda þeim á að skuldir heimila eiga að hækka samhliða vöruverði og þegar gjaldmiðill fellur um 50% hjá þjóð sem flytur inn flestar sínar vörur þá geta skuldir heimila hækkað hátt í 100%, en launin standa í stað.  Það finnst þeim hreint út galið system.

Magnús Sigurðsson, 2.7.2011 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband