Ljósið slokknað á álfum og bjálfum.

 

Svona fer þegar fimm gráðu sérfræðingarnir og stjórnmálamenn setja leikreglurnar.  Útkoman verður hálfvitavæðing heilu samfélagana. 

Nú er gamla ljósaperan bönnuð með lögum vegna þess að vísinda álfarnir með fimm háskólagráður komust að því að "Þær gömlu séu ekki nógu hagkvæmar þar sem þær tapi of miklum hita".  Svo er spurning hvort þeim takist að fá reglugerðarbjálfana með enn fleiri háskólagráður til að banni  fólki að verma sér við sólina vegna þess að hún geti verið völd af of miklu ljósi.

Þegar vísindaálfarnir komast að svona sérhæfðum niðurstöðum og þær settar í lög af stjórnmálabjálfunum í sparnaðar-og forvarnarskini skipta umhverfisáhrif varðandi flúormengun engu enda trúa álfarnir og bjálfarnir að flúor sé það hollur að það ætti helst að gefa hann börnum með kranavatninu eða innrætingunni í skólanum. 


mbl.is Gamla ljósaperan ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skrifaði skýrslu um þetta mál fyrir 2 árum og var hugarfar mitt áður en ég vann skýrsluna að þetta væri óþarfa afskiptasemi sem kæmi engum til góðs.

Á meðan ég aflaði mér heimilda og vann skýrsluna breytist hugarfar mitt hinsvegar heilmikið og er ég að mestu samála þvi að hraða beri útrýmingu glóperanna.

Það er ekkert óeðlilegt að pólítíkusar reyni að beina spjótum sínum að orkufrekum nytjavörum þegar mikil orkukreppa steðjar að Evrópu og öllu mannkyninu. Það er ljóst að byltingar í orkumálum er þörf á næstu 20-50 til þess að geta svalað orkuþorsta mannkyns og ef ekki þá þurfum við að breyta lífsháttum okkar verulega.

Einungis 2-5% af orkunni sem gamaldags ljósapera dregur verður að ljósgeislun sem við greinum en restin fer í að hita loftið umhverfis peruna. Á Íslandi hentar kanski ágætlega að ljósaperur hiti umhverfið sitt en á mörgum stöðum í evrópu eru önnur orkufrek tæki notuð til þess að lækka hitastigið í sömu herbergjum og eru lýst með ljósaperum þar er orkusparnaðurinn 2 faldur.

Niðurstöðurnar í skýrslunni minni voru að markmið evrópusambandsins með sparnaði á orku voru hófsöm og raunhæf. Ef ekki kæmi til aukningar á orkunotkun annarstaðar væri hægt að loka 2 500 MW kolaorkuverum strax 2015 miðað við markmið orkustofnunar evrópu.

Tryggvi (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 19:15

2 identicon

Varðandi flúorið þá er ekki flúor í sparperum og hefur ekki verið í mörg mörg ár.

Hins vegar er kvikasilfur í sparperum sem er engum hollt.

Þó er hægt að benda á að við það að brenna þau kol til þess að framleiða mismuninn á orkuþörf glóperu og sparperu losnar nokkur hundruð sinnum meira kvikasilfur út í andrúmsloftið heldur en það sem losnar út í umhverfið af notaðri sparperu.

Það er rosalega auðvelt að sitja og gagnrýna stjórnmálamenn úr fjarlægð en í þetta skiptið held ég að þeir hafi haft rétt fyrir sér.

Tryggvi (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 19:28

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Tryggvi.  Það er þetta með hitan, hjá flestum heimilum í Evrópu ber sú stund saman að kveikja ljós og hita hýbýlin, það er ekki bara á Íslandi sem loftkælingar glamra ekki yfir skammdegið og nóttina. 

Fyrir mér er þetta við fyrstu sýn forræðishyggja sem byggir á einangruðum forsemdum, en það má vel vera að ég kæmist að annarri niðurstöðu skoðaði ég þetta út frá þínum. 

En fyrir forvitnissakir; hvað fékk þig til að skrifa þessa skýrslu og hver er menntun skýrsluhöfundar?

Magnús Sigurðsson, 1.9.2011 kl. 19:41

4 identicon

Tryggvi kver borgadi ter firir skysluna

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 22:25

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er að verða ansi áleitnar spurningar Tryggvi.  Maður gæti jafnvel fengið það á tilfinninguna ef þögnin sigrar að skýrslan sé unnin af álfum og kostuð af bjálfum.

Magnús Sigurðsson, 1.9.2011 kl. 22:41

6 identicon

''vísinda álfarnir með fimm háskólagráður'' Þú lætur það hljóma eins og það sé eitthvað slæmt!

Ef að vísindamenn eru álfar og stjórnmálamenn bjálfar, hvað ert þú þá Magnús? Mig grunar ansi barnalegur kjáni!

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 23:44

7 Smámynd: Landfari

Ég hef nú heyrt að gömlu ljósaperurnar séu aframfluttar inn til Evrópu og seldar þar. En þar sem meirihluti orkunnar fer í hita en ekki ljós heita þær hitakúlur á tollskýrslum og það hefur ekki enn verið bannað að flytja til Evrópu hitagjafa.

En eins og bent hefur verið á hér að ofan er ekki alls staðar í Evrópu heitt allan sólarhringinn. Þar er hinsvegar víða engin kynding í húsum fyrr en á ákveðinni dagsetningu á haustin. Þar er kynnt með kolum í arni og allir verða að vera samtaka í blokkum því skorsteinninn þarf að ná hita til að trekkja almennilega. Þess vegna þýðir ekkert fyrir einhvarn einn að fara að kynda ef honum er kalt.

Landfari, 2.9.2011 kl. 00:01

8 identicon

Það "skrítnasta" við þetta er það að fólk í asíulöndunum þar sem framleiðsla á þessu er hvað mest er að deyja og veikjast í tugatali vegna kvikasilfursins sem er notuð í þessar sparnaðar ljósaperur. Talað er um að maður eigi að nota hanska til að fjarlægja þær ef pera af þessu tagi springur. Og ef brot/sprunga myndist í þessu á maður alls ekki að eiga við þetta...svo mikið er kvikasilfursmagnið. ESB....

Rödd (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 00:16

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Kvikasilfursmagnið í venjulegum hitamæli er um 300 sinnum meira en í einni CFL ef ég man rétt.  Flúor pípur hafa verið notaðar áratugum saman og var aldrei spurt eða spjallað um hvað væri mikið flúor eða kvikasilfur í þeim!  Þær hafa verið ráðandi í fyrirtækjalýsingu í áratugi.  Man eftir að grunnskólinn sem ég var í fyrir 1970 var með flúorpípur allsstaðar.  Ég hef notað CFL í mörg ár.  Við búum í leiguhúsnæði núna og hér eru perur sem er sennilega frá því um 2000-2002.  Síðan við fluttum hingað 2008 þá hafa tvær perur drepist.  Þær springa ekki, það bara slokknar á þeim og þar með búið.  Ég hef aldrei fengist við brotna CFL nema einu sinni þegar ég keypti peru sem var brotin, en hún hefur að líkindum brotnað í pökkun þannig að allt gas var löngu lekið úr henni.  Hér í Bandaríkjunum er hægt að fara með flúorpípur og CFL til ákveðinna verslana sem taka þær í endurvinnslu.  Glóðarperur nota aðeins um 5% eða minna af orkunni til þess að framleiða ljós, restin fer í hita.  Það er alrangt að ljósatími og hitatími fari saman, NEMA á Norðurlöndunum.  Þegar sunnar dregur er munur sumars og veturs í dagslengd minni og suður við Miðjarðarhaf er þetta tiltölulega lítil breyting (ég bjó í San Antonio, Texas í 8 ár, sem er á svipaðri breiddargráðu og Kaíró í Egyptalandi - þar er lítill munur á birtutíma eftir árstíðum) 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 2.9.2011 kl. 00:57

10 identicon

mer mindi tikja tad gott ad meiga velja og eg mindi velja solitin hita frekar en mercury

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 04:56

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón Ferdinand;  álfar eru hugguleg grey, bjálfar eru óvitar í áhrifastöðum og þegar þeir einhenda sér í að hafa vit fyrir öðrum þarf það auðvitað að vera á heimsmælikvarða vegna þess að bæði ég og hinir erum kjánar.

Landfari;  það kæmi ekki á óvart að álfarnir eigi eftir að hanna svarta glóðarperu og bjálfarnir setja í lög að aðeins frá slíkum perum megi njóta varma.  Svona svipað og þegar íslensku álfarnir fengu bjálfana við Austurvöll til að banna ljósabekki innan 18.

Rödd;  álfar og bjálfar líta ekki ódýrt vinnuafl sömu augum og álfheima.  Í álfheimum snýst þetta meira um hagvöxt og aura í rétta vasa.

Arnór;  þakka þér fyrir reynslusögur úr vesturheimi og upplýsa það að það sé heitari eftir því sem nær dregur miðbaug.  Það er náttúrulega ekkert vit í öðru en að hafa vit fyrir fólki með því að banna glóðarperuna á heimsvísu vegna okkar kjánanna sem gerum okkur enga grein fyrir að jörðin er ekki lengur flöt.  Þetta veist þú náttúrulega manna best eftir að hafa haft atvinnu af því að breyta kjánum í álfa og bjálfa. 

Helgi;  það var einmitt þetta sem ég vildi sagt hafa.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 08:37

12 identicon

Góð bekkjarmyndin þín Magnús; Þarft nú ekki að vera svona fúll þó þú hafir aldrei náð að verða vísindamaður.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 09:58

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Doctore, þetta er góð bekkjarmynd þó þetta sé reyndar ekki bekkurinn minn. 

Ekki það að ég ætli að halda því fram að við kjánarnir í bekknum mínum hafi verið gáfulegri en þau á þessar mynd.  En til allrar Guðs lukku voru vísindaálfarnir ekki búnir að finna upp á því að troða ofaní okkur rítalíni og prozac til að örva hagvöxtinn.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 11:01

14 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hvar fæ ég hitakúlur... ???

Þessi umræða hefur aldrei farið fram af neinu viti. Það trúa því allir sem nýju neti að það sé gott að nota "nýju" perurnar versus gömlu glóperururnar.

ég veit ekki hvort er rétt en ég veit að þær eru töluvert dýrari og þær eru ekki að endast mikið lengur, ég hef skrifað áþær dagsetningar þegar þær fara í og það munar kanski 10% á gömlu og nýju... ja nema ég sé að kaupa eitthvað drasl.. en hvað veit ég enda engin vísindamaður......

Ég fæ á tilfinninguna að þetta sé pínulítið svona Prius syndrome í þessu öllu.. Rétt eins og allir eru með það á hreinu að Toyota Prius sé umhverfisvænni en mosi.. . Þá er sennilega réttara og miklu umhvefisvænna að kaupa sér gamaldags Skoda dísil...

Eiður Ragnarsson, 2.9.2011 kl. 11:03

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eiður ég hef það á tilfinningunni að álfarnir og bjálfarnir séu misnotaðir.  Umhverfisvernd nútímans felst í einota drasli sem skal endurvinna til að örva hagvöxtinn.  Þessu liði hefur meir að segja komið til hugar að banna sólina..

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 11:12

16 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég er verulega sáttur við þessa breytingu og græt ekki gömlu perurnar. Þetta er framfara spor.

Eyjólfur Sturlaugsson, 2.9.2011 kl. 12:23

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eyjólfur, hefði það ekki dugað þér að fá að njóta framfara sparperunnar með þínum líkum, eða felst sátt þín í því að allir aðrir skulu skikkaðir til þess sama í leiðinni?

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 12:35

18 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

60W pera gefur frá sér 55W vatta hita. Hvaðan eiga þessi 55W af hita að koma þegar "sparperan með eittruðu geislana er komin? Nú auðvita frá orkuverinu sem áður gaf þessi 55W en bara í gegn um rafkyndinguna. Sem sagt eina hugsanlega breytingin er aukning á orkuframleiðslu. Ætli Tryggvi hafi tekið þetta með?

1% lýsingar er með glóperum. ESB hefur flokkað glóperunna í A flokk sem hitagjafa. Skipti úr glóperum í "sparperur" geta skipt heimili hundruð þúsunda. Þetta er fyrst og fremst gert fyrir peruframleiðendur.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 13:09

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristján, þetta er eins og mig grunaði álfarnir og bjálfarnir eru misnotaðir í þágu hagvaxtarins.  Þetta vissum við kjánarnir allan tímann.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 13:18

20 identicon

Verður ekki  bisness að selja  "svartar" ljósaperur :)

Sólrún (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 15:27

21 identicon

Flúor hefur aldrei verið í flúrpípum að mér vitandi. Flúorpera er líklega afbökun á flúrpera þar sem "flúr" merkir flúrljómun. Innan á glerinu í flúrperunum er hvítur fosfór sem gefur frá sér sýnilegt ljós þegar útfjólubláa ljósið sem peran framleiðir skellur á honum. Sem sagt, flúrperur ("sparperur" eru líka flúrperur) innihalda kvikasilfur og fosfór (eitur). Einnig þarf rafeindabúnað til að ræsa peruna og leiðrétta "fasvik" sem flúrperur valda. Mörgum þykir birta flúrperana ónáttúruleg og "steríl".

Fetill (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 16:32

22 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

 Skil alveg tilganginn með því að banna glóperur í löndum sem reiða sig mikið á raforku sem er framleidd með kolum og/eða heitum löndum sem þurfa ekki auka hitagjafa í húsunum sínum,   en að við Íslendingar verðum að taka þessa rugl löggjöf upp í gegnum EES er fáránlegt.

 Hérna er nóg af ódýru og hreinu rafmagni og við getum alveg, ef við viljum, notað 5% glóperurnar okkar,  og hérna er kalt liggur við allan sólarhringinn 8-9 mánuði á ári svo ekki veitir okkur af auka hitagjöfum.

 Þetta er dæmi um lög sem átti ekki að setja á alríkislevelinu heldur er þetta eitthvað sem á heima hjá löggjafarvaldi hvers og eins ríkis eftir þörfum.

 Ég vona að einhverjir fari að flytja inn "hitaperur" hérna heima því annars þarf ég að láta skipta um perustæði heima þegar litli lagerinn minn af glóperum klárast,  því einu sparperurnar sem ég fæ til að passa eru ALLTOF daufar til að vera gagnlegar.

Jóhannes H. Laxdal, 2.9.2011 kl. 17:16

23 identicon

Vá hvað það eru margir mis gáfulegir hér...

Að fara að flokka venjulegar glóperur sem einhverja hitagjafa er út í hött.
Það er mikið rétt að mesta orkan i glóperum fer í varmaorku en ekki lýsingu.

EN.  Frekar vill ég nú notast við okkar góðu hitaveitu heldur en að fara að treysta á glóperur uppá upphitun á heimilinu.  Hvurslags djö vitleysisgangur er í mörgum ykkar hérna.

Kanske viljið þið bara að fara að nota ósandi olí og lýsislampa aftur.  Það kom enþá meiri varmi frá þeim heldur en glóperunni.

OG að fara að REYNA að halda því fram að flúrperur/sparperur endist skemur en glóperur.  Er það sama og að reyna að halda því fram að hægt sé að ganga á vatni.  ÞAÐ GENGUR EKKI...

Og reynið að koma með haldbærar sannanir á orðum ykkar um hlutina.  Heldur en að vera að blaðra einhverja vitleyu út í bláinn.

Maður fer nú bara að efast um samlanda sína sum hverja...

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 17:54

24 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún;  það bregst ekki að þú sérð ljósið í hverju viðfangsefni sama hversu ástandið virðist dökkt.  En ég er ekki eins bjartsýnn og þú.  Ætli vísindaálfarnir og reglugerðarbjálfarnir kæmu sér ekki saman um mjög strangt regluverk í kringum svartar ljósaperur.  Eins og þú kannski manst komu þeir sér saman um strangt regluverk í kringum heimabakstur í góðgerðarskini þannig að ég efast ekki um að þeir geti komið í veg fyrir að hugvitsmönnum tækist að gera sér mat úr svörtum ljósaperum.

Fetill;  takk fyrir flúr upplýsingarnar þetta vissi ég ekki, en er sammála þeim sem finnst birtan frá þessum ljósgjafa hvimleið.

Jóhannes Laxdal;  vildi sagt hafa flest það sem þú segir en "Þetta er dæmi um lög sem átti ekki að setja á alríkislevelinu heldur er þetta eitthvað sem á heima hjá löggjafarvaldi hvers og eins ríkis eftir þörfum."  hér hefði ég viljað hafa ákvörðunarvaldið á hverju heimili.

Jón Ingi;  alltaf gott að fyrir okkur vitleysingana að fá álit upplýstrar mannvitsbrekku.  En geturðu frætt mig um hvort álfarnir og bjálfarnir eru búnir að banna gömlu góðu lýsislampana?

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 18:22

25 identicon

Lagabálkar og viðurlög hækka verðið á vörunni og gera hana meira spennandi.

Það verður settur séstakur saksóknari og perudómstóll þar sem bannað verður að kveikja á perunni.....

Stóra heimabakstursmálið varð reyndar til þess að sumir þingmenn allavega kveiktu snöggvast á perunni með það að væri kannski orðið full hraður gangur í færibandasamþykktum þingsins á E.U. tilskipunum en eg er hrædd um að það hafi slökknað fljótt aftur...

Sólrún (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 19:05

26 identicon

Og það er stórmerkilegt að það EINA sem að þip sjáið eru flúr/spar perur.
Havið þið ekki heyrt af Halogen perum.  Flott lýsing og ekki orkufrekar.

Og ENN BETRA.  LED.  Díóðu ljós.  Þarf svo gott sem ekkert rafmagn til að lýsa.  Mjög endingargóð ljós og orkusparandi.

Og svo má við þetta bæta börnin góð að Allar þessar perur hafa verið við lýði undanfarinn áratug eða tvo.  Nema LED.  Þær aru frekar nýjar á nálinni.  Og muna taka yfir markaðinn með tímanum.  Svo lengi sem að það verða ekki fundnar upp betri perur....

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 19:10

27 Smámynd: Landfari

Auðvitað átti þetta að bara að gerast af sjálfu sér. Ef nýju perurnar eru svona mikið hagkvæmari þá hljóta þær að taka yfir án boða og banna. En það er svo margt sem fylgir þessu því sum ljós eru hreinlega ónýt til síns brúks því nýju peurnar eru ekki nógu sterkar. Skipta þarf um dimmera því þeir gömlu virka ekki á þær nýju og svo fr.

Á staði sem alltaf er verið að kveikja og slökkva eins og í stigagöngum og inn á klósetti er óhagkvæmt að vera með nýju dýru perurnar. Þær eru hinsvegar mjög sniðugar í útiljós og þar sem ljóið er látið loga lon og don.

Landfari, 2.9.2011 kl. 19:25

28 identicon

Málið er það Landfari að margt fólk er það þröngsýnt að það getur ekki breytt neinu af sjálfsdáðum.

Og að þessar nýju perur séu óhentugar  þar sem ljósin eru kveikt og slökkt oft á dag.  Er ekki rétt.  Ég er með bæði Halogen og Spar perur í öllu húsinu.  Og hefi ekki skipt um perur í háa herrans tíð.

Þetta var vandamál í den.  En ekki lengur.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 19:32

29 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún;  nú sé ég ljósið í svörtu perunni, þetta er semsagt atvinnusköpun á öllum sviðum svipað og stóra heimabakstursmálið sem gekk ekki lengur því það var stundað í svörtu hagkerfi heimilanna.

Jón Ingi;  ég segi nú bara ja hérna enn kemurðu okkur vitleysingunum á óvart með hafsjó af fróðleik og mér sem datt í hug að það ætti kannski að fara að banna gamla góða grútarlampann.

Landfari;  ég sé ekki betur en þú sért að lýsa  hagvexti.  En eins og álfarnir og bjálfarnir vita þá verður hann ekki til nema með boðum, bönnum og skuldsetningu.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2011 kl. 19:42

30 Smámynd: Landfari

Sólrún, stóra heimabakstursmálið er ekki frá Evrópusambandinu komið heldur alegerlega heimatilbúið eftir því sem mér skilst.

Jón Ingi, eftir því sem mér skilst er bannað að flytja glóðarperur lengur til Evrópusambandsríkja. Hinsvegar er ekki bannað að flyja hverskins hitagjafa þangað og því datt einhverjum snillingnum að skrifa hitakúlur í staðin fyrir ljósaperur á innflutningsskýrslur. Það er hinsvegar ekkert sem bannar að flytjagömlu ljósaperurnar hingað. Þær eru bar ekki framleiddar lengur þar sem við höfum keypt þær þar sem lokað var á innflutningin til Evrópu.  

Hlaogen perurnar eru ekki líkt ein hagkvæmar og sparperurnar og mér hefur verið sagt að þær væru næstar á bannlistanum en ég sel það ekki dýrar en ég keypti.

Varðandi fíflin sem eru að skrifa hér þá verður nú tæpast dregin sú ályktun að meðalgreindavísitalan hafi hækkað neitt við þitt innlegg Jón Ingi. 

Landfari, 2.9.2011 kl. 19:48

31 identicon

Þegar þú nefnir það Landfari þá rámar mig í að bakkelsisvandræðin hafi upphaflega verið kennd Framsóknarflokknum en síðan hafi E.U. nykkt á því..

Sólrún (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 21:28

32 Smámynd: Alfreð K

Góð færsla, Magnús.  Þetta glóperubann er einum of langt gengið.  Fólk á að fá að ráða því sjálft, hvernig lýsingu það vill hafa heima hjá sér, sumum finnst lýsingin frá þessum sparperum hreinlega ekki standast gæðin sem koma frá glóperunni, það er líka ósamfellt (og ónotalegt) litróf í ljósinu frá sparperunum, þær flökta (þótt fæstir taki kannski eftir því), og af þeim stafar rafsegulmengun (e. electrosmog):

CFL Lamps Radiation Detected With Electrosmog Detector

sem er eitthvað sem ekki hefur verið mikið fjallað um en gæti komið niður á heilsu manna, m.a. átt sinn þátt í að fólk fær höfuðverki:

Health Effects - Compact Fluorescent Bulbs

og ertingu á húð (útfjólublá geislun sem lekur frá sparperunum):

Dirty Electricity - Part 1 - Rays of Rash

Allt þetta (ásamt kvikasilfursþættinum - auðvitað) ætti að vera meira en nóg ástæða fyrir yfirvöld í Evrópu, Kanada og víðar um allan heim til að staldra aðeins við og halda, þó ekki væri nema í bili, aftur af þessari fljótfærnu og vanhugsuðu herferð gegn meinlausum glóperum, sem eru búnar að vera þjónn/vinur mannkyns nú í meira en öld, og sem þrátt fyrir „mikla‟ orkunotkun (sem hefur í umhverfislegum skilningi ekkert að segja í löndum á borð við Ísland, þar sem öll raforkunotkun er jú „umhverfisvæn‟) er saklaus af öllum þessum vægast sagt íhugunarverðu heilsufarsvandamálum sem vitað/hugsanlegt er að tengjast sparperunni (CFL).

Landfari, halógenperurnar eyða 30% minna rafmagn en hefðbundnu perurnar (sparperurnar eyða 80% minna), og því kæmi ekki á óvart að þær yrðu næstar á bannlistanum.  Eini munurinn annars á þeim og hinum hefðbundnu er sá að ljósliturinn er aðeins hvítari (ekki alveg eins „hlýr‟).

Sjálfur hefði ég kosið að sjá sparperurnar (CFL) fara fyrstar á bannlista yfirvalda (í staðinn fyrir glóperurnar). 

Alfreð K, 3.9.2011 kl. 02:05

33 Smámynd: Landfari

Þú virðist fjölfróður um þessi mál Alfreð. Hvað segirðu okkur um díóðuljósin? Þau virðast vera tær snilld. Fylgir þar einhver böggull skamrifi?

Landfari, 3.9.2011 kl. 09:31

34 identicon

Ég hef ekki lesið mig mikið til um þetta málefni annað en það sem komið hefur fram í þessari umræðu. Ég vil samt sem áður benda á það að faðir minn hefur oft gert tilraunir með sparperur til að hafa sem utandyralýsingu og alltaf hafa þær enst mikið skemur heldur en glóperur. Ég veit ekki hvort það hefur með raka- eða hitabreytingar að gera en það skilaði sér í miklum mínus þar sem þær eru dýrari, enda markaðsettar sem sparperur (voru að minnsta kosti töluvert dýrari á þeim tíma). Glóperurnar þola bæði raka- og hitabreytingar, enda eru þær mjög heitar til að byrja með. Hvað með þessar sparperur? Eru þær ónæmar fyrir þessum tveimur hlutum líka?

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 12:19

35 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég vil þakka fyrir athugasemdirnar þær hafa margar hverjar varpað ljósi á ljósaperubannið, í það minnsta komið með nýja vinkla og gagnlegar upplýsingar.  Það góða við bloggið í netheimum er að þar má fá upplýsingar sem fást ekki í fréttum fjölmiðlanna.  Vonandi er engin sár eftir þennan þráð og hikar ekki við að láta ljós sitt skína við hvert tækifæri sem gefst í framtíðinni.  Takk fyrir mig.

Magnús Sigurðsson, 3.9.2011 kl. 22:25

36 Smámynd: Alfreð K

Landfari, ég veit minna um díóðuljósin annað en að þau eru bara frekar nýtilkomin á þennan markað og virðast í örri þróun enn þá, erfitt að nálgast þau öðruvísi en að kaupa þau á netinu (og þá einna helst frá allt öðrum en RISUNUM á ljósaperumarkaðnum, OSRAM/SYLVANIA, PHILIPS og GE, sem allir virðast vera búnir að eyða mjög miklu púðri í sparperurnar, og hafa að því er virðist allt fram á seinustu misseri bara steinþagað yfir tilvist LED-ljósaperanna sem aðrir smærri framleiðendur hafa hægt og bítandi verið að innleiða á markaðinn).

Og já, díóðuljósin (LED) lofa góðu, þau eru EKKI að því er ég best veit með þessi vandamál sem plaga sparperurnar (rafsegulmengun, útfjólublá geislun, kvikasilfur), þau eyða bara örfá prósent af raforku á við glóperuna (sparperurnar eyða um 20%) og þau endast 25 þús. eða jafnvel 50 þús. klst. (dæmigerð glópera endist í 1 þús. klst. og sparpera í 5 eða *10 þús. klst. svo lengi sem engir aðrir þættir flýta andláti hennar, sbr. aths. # 34 frá Helga).

(*)  Sparpera getur dofnað aðeins með tímanum og lýsing hennar á seinni helmingi líftíma hennar (5–10 þús. klst.) því ekki endilega sambærileg við lýsinguna á fyrri helmingnum (0–5 þús. klst.).  Varðandi hvað sparperur eiga að þola utandyra, Helgi, ég hef ekki hugmynd um það, en sennilega þola þær illa mikinn raka og hitasveiflur þar sem undirbyggingin (úr plasti) á perunni hefur að geyma sérstakar rafrásir sem sjá um að knýja áfram flúrperuna.  Það hefur líka töluvert um líftíma perunnar að segja hversu oft er kveikt og slökkt á henni og það er ekki innifalið í uppgefnum líftíma hennar sem er uppgefin í klst.)

Málið með díóðuljósin fyrir heimilin (þessar sem eru skrúfaðar í) er kannski hins vegar að þau eru enn sem komið er ekki öll dimmanleg, þau eru enn þá nokkuð dýr, og fyrir utan þau kannski allra nýjustu og dýrustu lýsa þau ekki eins kröftuglega og algengustu perur á heimilum (60 W, 75 W), algengt er að „hagstæðar‟ díóðuperur (í kringum 15,- EUR) séu ekki meira en 150 Lumen, sem er minna en 25 W glópera geislar frá sér (nálægt 200 Lumen), vilji menn meiri ljósstyrk þurfa menn að vera tilbúnir kaupa peru sem kostar tvöfalt, þrefalt meira.  Að lokum varðandi díóðuperurnar, þær eru víst svolítið stefnuvirkar (lýsa meira niður en upp), fólk ætti kannski að athuga það áður en það fer að eyða 5 þús. eða meira í slíka peru (sem að mínu viti væri þó skömminni skárra heldur en að fjárfesta í svokallaða „sparperu‟ ).

Alfreð K, 3.9.2011 kl. 22:31

37 Smámynd: Landfari

Takk fyrir þetta Alfreð. Mér var nú reyndar sagt að "delux" litirnir í venjulegu flúrpeunum héldu birtumagninu nánast út líftímann sinn, Færu ekki nema niður í 90% af fullri lýsingu þegar ódýrari litirnir gætu farið alveg niður í 60% og jafnvel neðar. Sparperurnar svokölluðu eru að ég held nánast allar í delux litum eingöngu þannig að ég hef alltaf gengið út frá að þær héldu sér vel hvað birtumagn varðaði.

Helgi Heiðar, það þýðir ekki að vera með al ódýustu sparperurnar úti því sumar hverjar eru þannig að það er ekki hægt að kveikja á þeimí frosti. En mér finnst þessi reynsla föður þíns sérstök því almennt endast sparperur mjög vel í útiljósum. Kemur það til af því að það er sjaldan kveikt á þeim, bara einu sinni á dag max og svo hitt að þær þola vel tirtring sem venjulegar glóðarperur eru aftur mjög viðkvæmar fyrir. Það er nánast alltaf einhver víbringur á útiljósum, jafnvel það fínn að við sjáum hann ekki en hann hristir þráðinn í glóperunni í sundur.  Aldrei heyrt að það væri eitthvert vandamál með hitasveiflur eða raka ef um alvöru sparperur og rakaþétta lampa er að ræða.

Landfari, 3.9.2011 kl. 23:06

38 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

@Fetill í aths 21: Orðið sem þú varst að leita af sem lokaorð er "sæfandi"

Einar Örn Gissurarson, 4.9.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband