101 fyrir álfa.

Sagt er að menntakerfi nútímans komi að uppistöðu til frá Prússnesku kerfi 19. aldar kerfi sem var ætlað að búa til gott starfsfólk og hlýðna hermenn. Starfsfólk sem fylgir fyrirfram gefnum ferlum sem leiða til ákveðinnar niðurstöðu. Framúrskarandi nemendur þessa kerfis eru nær því undantekningarlaust verðlaunaðir, með vinnu við að viðhalda þeim gildum sem kerfið hefur innrætt og auka þannig skilvirkni þess.

Nú má ætla að þekkingu mannsins hafi fleytt það mikið fram að augljósar rökvillur kerfisins hafi verið leiðréttar. En er það svo? Heimurinn situr t.d. uppi með peningakerfi sem er byggt upp á þeirri staðreynd að lánuð eru verðmæti í formi peninga sem aldrei voru til sem raunveruleg verðmæti og af þeim eru innheimtir vextir. Hin viðurkennda þekking gengur út á að þessu kerfi verði viðhaldið með öllum tiltækum ráðum. Að öðrum kosti er okkur sagt að samfélagið hrynji með tilheyrandi hörmungum, það á sama tíma og allt sekkur í skuldafenið.

Skortur á frjálsri hugsun skólakerfisins hefur leitt til þess að fólk er tilbúið til að gefa stjórnvöldum sífellt meiri völd í lífi sínu. Vegna þess að því hefur verið innrætt að það búi ekki yfir nægilegri færni til að ráða við eigið líf í flóknu kerfi sem byggir á síaukinni skuldaánauð. Þess í stað er okkur ætlað að vænta þess að stjórnvöld leysi vandamálin. Með þessum hætti framseljum við frelsi okkar til stjórnvalda nútímans sem hafa sannað sig í því að vera verkfæri fjármálakerfisins að vösum almennings sem aldrei fyrr.

Séní menntakerfisins eru gerðir að ráðherrum, jafnvel eftir að þeir talandi á torgum hafa gefið almenningi von með því að tjá sig út frá innsæi hjartans. Þegar kemur að völdunum tekur ábyrgðartilfinning við og menntun rökhyggjunnar er notuð til að viðhalda kerfi skuldaánauðar og vonleysis. Þetta er sennilega gert í góðri trú um að verða að gagni, en þegar kemur að því að endurreisa kerfi sem sligast hefur undan skuldum er langsótt að sannfæra hjartað um að auknar skuldi séu besta lausnin. Þannig er fortíðar fáviska rökhyggjunnar sett ofar visku hjartans.

"Þú átt þér engan líkan, vertu einstakur", á alltaf við. Það er aldrei eins mikilvægt að láta sérstöðu sína ráða eins og á krepputímum. Þú ert einstakur og með sérstöðu þinni losar þú þig við samkeppni. Kreppa er oft ekki annað en hörð samkeppni um fánýta hluti þar sem glíman snýst um að komast af á öðru en sköpunarmætti eigin sérstöðu.

Viðurkennd þekking, þ.e.a.s. menntun tekur lítið tillit til sérstöðu einstaklingsins. Menntun gengur út á að þjálfa rökhugsun eftir ákveðnum fyrirfram gefnum leiðum, fremur en að efla sköpunargáfu og frumkvæði. Þessi tegund þekkingar hefur margoft verið til mikilla hindrana fyrir samfélagið og er oftar en ekki notuð til að halda einstaklingnum innan vissra viðurkenndra marka, burtséð frá augljósum villum.

Sem einfalt dæmi má nefna hversu lengi haldið var fram að jörðin væri flöt og hversu illa Galileo gekk að koma þeirri þekkingu á framfæri að jörðin snerist í kringum sólina, í óþökk akademískrar þekkingar þess tíma. Þannig má sjá að þekking sem aðlöguð er að fyrirfram gefnum kenningum þarf ekki að vera rétt. Sannleikurinn getur verið margbreytilegur eftir því frá hvaða sjónarhorni hann er skoðaður. Nýju föt keisarans eru annað dæmi um það.

Þegar hugsanir hjartans tengjast þeirri skapandi hugsun, sem við köllum Guð, ákvarðar hún hvað þær skapa. Það skírir hvers vegna jákvæðar hugsanir, bænir, trú og sköpunargáfa er nauðsynleg þegar nýjum markmiðum skal náð sem boða raunverulegar breytingar.  Listin við að lifa felst í að nýta hugrekki og sköpunarkraft án þess að ganga á rétt annarra, en því betur sem hverjum og einum tekst upp í því efni þeim mun meira mun hann uppskera. Það að lifa í fullu samræmi við eigið hjarta, er að gera öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér, ef þú værir þeirra sporum. Hversu erfitt sem það kann að reynast.

Það er aldrei of seint að endurheimta fjársjóð barnshjartans því hann býr innra með hverjum manni. það sem hverjum og einum finnst skemmtilegt og áhugavekjandi, á hvaða sviði sem er, þar er sá fjársjóður sem honum er ætlað að eignast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er ekki alveg sömu notunum en eg set linkin her samt

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=pc7s0julqH4

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 22:01

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er alltaf þörf á að hlusta á Gerald Celente, kannski kominn tími til að hlust á hann oftar en bara í janúar þegar hann kemur með spána fyrir árið.

Það er merkilegt hvað fólk getur átt erfitt með að átta sig á að það ríkir heimstyrjöld og hefur gert lengi, þetta er kallað allskyns nöfnum s.s. arabíska vorið, þeir staðföstu fóru inn í Írak, hryðjuverkaógnin frá Afganistan osfv.. 

Ég vinn með Afgönum og Súdana sem hafa vitað það lengi að það geisar stríð.  Á neðri hæðinni býr fólk frá Pakistan sem ég ræði stundum við um heimahagana.  Allt þetta fólk fór að heiman sem flóttafólk og sumt af því stríðshrjáð.  Af okkur vinnufélögunum eru kannski bara norðmennirnir og ég íslendingurinn sem ekki vita að það er stríð, vegna þess að það hefur ekki verið tilkynnt ennþá í sjónvarpinu.

Eins hittir Celente naglann á höfuðið þegar hann talar um að forða ungdómnum frá því að skuldasetja sig vegna menntagráðu.  Ömurlegri fjárfesting er varla til eins og staðan er, nánast ávísun á skuldaþrældóm ævina á enda.  Takk fyrir áhugaverðan link.

Magnús Sigurðsson, 26.9.2012 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband