Íslandssaga til útfluttnings

Þeir sagnfræðingarnir Karla Smári Hreinsson og Adam Nichols hafa gefið út þrjár bækur um Tyrkjaránið á ensku. Fyrir u.þ.b. viku kom efni á youtube byggt á einni bókinni, reisubók Ólafs Egilssonar. Tyrkir rændu hátt á fjórða hundrað íslendinga frá Grindavík, af Austfjörðum og úr Vestmannaeyjum sumarið 1627.

Ólafur Egilsson var prestur í Ofanleiti, Vestmannaeyjum. Hann skrifaði reisubók sína eftir að heim kom, ári eftir að hafa verið numinn af landi brott og fluttur til Alsír ásamt eiginkonu og börnum þeirra tveimur það þriðja fæddist í hafi á leiðinni til Alsír.

Myndbandið á youtpe er á rás sem kallast Raddir þess liðna. Greinilegt er á viðbrögðum youtube áhorfenda að Tyrkjaránið við Íslandsstrendur vekur verulega athygli og hefur fengið tæp 700.000 áhorf og hátt í 7000 athugasemdir.

Athugasemdirnar eru þó misáreyðanlegar og sú sem hefur fengið mesta athygli er frá The Zapan 99 sem segir; Enn er minningarskjöldur í Reykjavíkurhöfn sem segir að Tyrkir hafi drepið meira en þriðjung íbúa eyjarinnar í þessum ránum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband