30.6.2025 | 13:20
Að duga eða drepast
Það finnst kannski ekki öllum þeir vera fæddir undir þeirri heillastjörnu að staður og stund samrýmist þeirra hjartans þrá. Það virðist sem samfélagsgerðin slíti alfarið á milli staðar og stundar, -svo sem frí- og vinnutíma.
Fyrir nokkrum árum hafði vinnufélagi minn, til margra ára, -með góðum fyrirvara, ákveðið að setjast í helgan stein. Ekki vegna þess að hann væri útslitinn né vegna þess að honum leiddist vinnan, -hvað þá að ekki væri lengur þörf fyrir hans framlag. - Heldur vegna þess að árin 67 sögðu að tími væri til kominn.
Þessi félagi minn hafði unnið líkamlega erfiða vinnu allan sinn starfsaldur og taldi sig heppin að halda ennþá fullri heilsu og ákvað því að hætta í tíma. Hann hafði undirbúið sig með nokkurra mánaða fyrirvara. Síðustu vikurnar hans í starfi hafði ég tekið eftir því að hann varð hljóðari með hverjum morgninum fyrir byrjaðan vinnudag, en hann hafði sama vana og ég að mæta svolítið fyrir vinnu til að spjalla.
Til að hafa eitthvað að spjalla um spurði ég félaga minn reglulega hvort hann kviði fyrir því að það styttist í starfslokin. Hann neitaði því staðfastlega enda væri hann búin að undirbúa sig með því að taka að sér samskonar verkefni og ævistarfinu höfðu verið helguð, fyrir vini og vandamenn. Ævistarfi sem á árum áður varð oftar en ekki til út frá leikjum bernskunnar, þar sem kofasmíði breytist í launaða vinnu við varanleg minnismerki í formi mannvirkja.
Síðast morguninn, sem hann mætti, spurði ég hann enn einu sinni hvernig hann héldi að dagarnir eftir þennan dag yrðu. Hann firrtist við í fyrsta skipti, og sagði byrstur: -Heldur þú virkilega að það sé eitthvað hættulegt að hætta, -ég veit ekki betur en að margir hafi gert það á undan mér.
Ég leit í augun á vinnufélaga mínum og sagði: -En ég veit ekki til þess að neinn hafi lifað það af.
Brosið færðist smá saman í augun, um leið og hann sagði: -Það er sennilega alveg rétt hjá þér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2025 | 07:41
Falsfrétt á mbl ?
Það að fólk byrji að vinna fyrir laununum sínum þann 27. júní ár hvert, en hafi fram að því verið að vinna fyrir sköttum og lögbundnum þjófnaði, -er í besta falli upplýsingaóreiða.
Hið rétta er að fólk byrjaði í gær að vinna fyrir virðisaukaskattinum og fasteignagjöldum á skuldir.
Það má í besta falli fyrirgefa fréttamönnunum á mbl fyrir að birta enn eitt endemis ruglið frá Viðskiptaráði, að hafa glapist á að rugla fólki saman við fyrirtæki, sem geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt, og borga ekki sérstakan skatt af skuldum.
Þessa dagsetningu á árinu þarf því að reikna upp á nýtt og ef erfðafjárskatturinn er tekin með í dæmið þá er hún líklegast ekki til í ljósi nýjustu aðgerða Fiskistofu varðandi þjófnað við grjótkrabbaveiðar.
![]() |
Fólk byrjar að vinna fyrir launum sínum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2025 | 19:59
Fall Íslands
Það ættu allir að kynna sér Íslendingasögurnar, jafnvel þó svo að þeir telji þær að mestu munnmæli og þjóðsögur. Sturlungu ættur allir að lesa frá orði til orðs, sér til skilnings. - Og þá því sem næst frumheimildir án túlkunar annarra. Sturlunga-saga er að mestu sett saman af samtímaheimildum margra rita, skrifuðum af mönnum sem voru þátttakendur atburða, -s.s. Sturla Þórðarson.
Samkvæmt Íslendingasögunum urðu siðaskipti árið 1000. Þá er Þorgeir Ljósvetningagoði lögsögumaður alþingis sagður hafa legið undir feldi og komist að þeirri niðurstöðu að landsmenn skildu hafa ein lög og einn sið. Þetta geðrist eftir að upp risu deilur milli kristinna og heiðinna. Áður ríkti trúfrelsi á Íslandi, en lög og uppbygging þjóðveldis var ekki að Rómar-kristnum sið.
Það má segja að algert trúfrelsi hafi ríkt fyrir siðaskiptin, sem var þá í reynd afnumið, þó svo að í orði mætti ástunda hinn gamla sið á laun. Þetta innflutta yfirboð siðarins átti eftir að verða Íslendingum dýrkeypt, lagalega, siðferðilega, -og síðast en ekki síst fjárhagslega.
Árið 1056 var fyrst settur biskupsstóll á Íslandi. Erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi árið 1122, sem réði fyrir hönd Páfa, yfir biskupsdómi á Íslandi. Biskupar gerðu sig gildandi lagalega með siðferðið að vopni, jafnvel þó enn væri svo að alþingi setti lögin.
Svo var komið um 1220 að ásælni erlends valds til lagasetningar og skattlagningar hér á landi var orðin það yfirgengileg að út braust borgarastyrjöld kennd við Sturlunga. Hver stórorrustan rak aðra þar til Íslendingar, -vígamóðir, töpuðu sjálfstæði sínu.
1253: Samþykkt alþingis um gildi landslaga gagnvart guðslögum ef þau greinir á.
1256: Biskup og höfðingjar fá bændur til að gangast undir skatt til konungs.
1260: Konungur sendir erindreka sína til íslands. Gissur Þorvaldsson lætur Rangæinga sverja sér og Hákoni konungi trúnaðareiða.
1262: Hákoni konungi svarið land og þegnar, allt nema Austfirðingafjórðungur og Rangárþing.
1263: Oddverjar sverja konungi skatt (Rangárþing).
1264: Ormur Ormsson sver Noregskonungi skatt fyrir hönd Austfirðingafjórðungs. Þorvarður Þórarinsson Austfirðingagoði, gefur ríki sitt á vald konungs, -síðasti goðinn.
1272: Járnsíða, ný lög taka gildi á Íslandi, allt nema erfðafjárbálkurinn (um eignarétt á landi).
1273: Dæmt mál Oddastaðar og Vatnfjarðar, -í Björgvin, Noregi.
1275: Kristinn réttur lögtekinn á alþingi.
1281: Jónsbók lögtekin sem ný lög á Íslandi.
1286: Herútboð konungs af Íslandi.
Báðar þjóðir, Íslendingar, -og Norðmenn síðar, máttu bíta í það súra epli að tapa sjálfstæði sína og verða skattlendur erlends valds um aldir.
Það má segja að gullaldir Íslandssögunnar hafi verið tvær, -á tímum fullveldis, bæði í þjóðveldi og lýðveldi, en þeirra á milli hörmunga hokur þar sem litlu munaði að þjóðin færist úr hungri. Þegar hvorki gekk né rak við að komast út úr hálfhrundum moldarkofum í 650 ár, sama hvort gjaldmiðillinn var Skandínavískur ríkisdalur eða Dönsk krónan.
Það var ekki fyrr en með fullveldinu 1918 og íslensku krónunni 1919 að Íslendingar komust aftur á braut til fyrri efna, -sem rík þjóð í eigin landi sinna auðlinda. Árin án fullveldis með erlendan sið, voru hörmungin ein, -en aldrei vantaði fagurgalann um siðinn.
Dægurmál | Breytt 27.6.2025 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.6.2025 | 14:25
Sprengjudúkkur í þjóðbúningum
Það vellur vitleysan upp úr ógæfufólkinu á alþing þessa dagana, jafnvel Gnarrinu er farið að blöskra, -talar um fullra kalla röfl.
Nú þegar öngla á saman í sprengur handa umboðslausa leikaranum, sem ver lýðræðið í Evrópu, telur sú sem datt í lukkupottinn það vera best gert með auðlindagjaldi á hitaveitur landsmanna.
Sú sem kennd er við kúlulán taldi fyrr í vikunni það vera stjórnarskrárbundinn rétt að innmúraðir, en óæskilegir að mati sprengjudúkkanna, séu á fullu kaupi hjá almenningi til æviloka án vinnuframlags.
Þessari skoðun sinni kom kúlulánadrottningin á framfæri þegar færi gafst á milli þess sem bókun 35 var margþvæld úr ræðustól.
Daginn áður hafði drottningin rokkað um Austurvöll í þjóðbúningi með krossinn um hálsinn, ásamt öllum hinum sprengidúkkunum, -flestar í upphlut landsmönnum til yndisauka í tilefni dagsins.
Já maður spyr sig hvort ekki sé rétt að endurnýa þjóðsönginn og taka upp júróvísjón slagararann; til hamingju Ísland með að ég fæddist hér.
![]() |
Blautir draumar og galdrafár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.7.2025 kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.6.2025 | 06:10
Hvað gerir Trump?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2025 | 05:20
Darraðar dans
Fuglinn Fönix reyndist svo eftir allt saman engin friðardúfa. Hann er bara stríðshaukur af gömlu gerðinni, sem nú þegar hefur unnið sér það helst til frægðar að gera innrás í gullna ríkið, auk þess að láta verja með vopnavaldi gullna hliðið í samstarfi við sjálfskipaða.
Já það hefur verið átakanlegt að horfa upp á það allt sitt líf hvernig gamlir skarfar verða vígvélinni að bráð, farandi um láð og lög á lyginni og enda svo sem saxaðir gaukar. Ekki það að maður byggist við miklu af þeim appelsínugullna, en maður leifði sér um stund að vona.
Forynjur hafa nú verið upp vaktar, -og valkyrjurnar okkar lofa að sögueyjan mæti til leiks. Nú skal börnunum landsins bláa ekki bara fórnað í móðurkviði heldur í raunheimum á woketímum.
Og lítið annað eftir fyrir firrta þjóð en fara með bænirnar sínar eins og hvert annað útburðarvæl.
Vítt er orpið
fyrir valfalli
rifs reiðiský,
rignir blóði.
Nú er fyrir geirum
grár upp kominn
vefr verþjóðar
er þær vinur fylla
rauðum vefti
Randvés bana.
Sjá er orpinn vefr
ýta þörmum
og harðkléaðr
höfðum manna.
Eru dreyrrekin
dörr að sköftum,
járnvarðr yllir
en örum hrælaðr.
Skulum slá sverðum
sigrvef þenna.
Gengr Hildr vefa
og Hjörþrimul,
Sanngríðr, Svipul
sverðum tognum.
Skaft mun gnesta,
skjöldr mun bresta,
mun hjálmgagar
í hlíf koma.
Vindum, vindum
vef darraðar,
þann er ungr konungr
átti fyrri.
Fram skulum ganga
og í fólk vaða
þar er vinir vorir
vopnum skipta.
Vindum, vindum
vef darraðar
og siklingi
síðan fylgjum.
Þar sjá bragna
blóðgar randir
Gunnr og Göndul
er grami hlífðu.
Vindum, vindum
vef darraðar
þar er vé vaða
vígra manna.
Látum eigi
líf hans farast,
eiga valkyrjur
vals um kosti.
Þeir munu lýðir
löndum ráða
er útskaga
áðr um byggðu.
Kveð eg ríkum gram
ráðinn dauða.
Nú er fyrir oddum
jarlmaðr hniginn.
Og munu Írar
angr um bíða,
það er aldrei
mun ýtum fyrnast.
Nú er vefr ofinn,
en völlr roðinn,
munu um lönd fara
læspjöll gota.
Nú er ógurlegt
um að litast
er dreyrug ský
dregr með himni.
Mun loft litað
lýða blóði
er sóknvarðar
syngja kunnu.
Vel kváðum vér
um konung ungan
sigrhljóða fjöld,
syngjum heilar.
En hinn nemi,
er heyrir á
geirfljóða hljóð,
og gumum segi.
Ríðum hestum
hart út berum
brugðnum sverðum
á braut heðan.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.6.2025 | 23:11
Gengu í gildruna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2025 | 05:32
Lá í loftinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.6.2025 | 05:23
Gervigreindur guð á Hvítasunnu
Þarf að beina bænum til guðs? -nú Þegar gervigreindar sviðsmyndir poppa upp úr spálíkani mennskunnar með alla snjalla möguleika. -Þarf ekki bara að velja?
-Eða er gervigreindin kannski blekking? -Já, gervigreindi snjallheimurinn er ein allsherjar blekking. En þannig er sannleikurinn samt oftast sagður. Orð eru til alls fyrst, í upphafi var orðið, -eða þannig.
Blekking þýðir ekki endilega að eitthvað sé fræði- eða siðferðilega rangt, heldur að eitthvað komi sem vitneskja inn í vitundina án raunverulegrar skynjunar, -án innsýnar, upplifunar og reynslu.
Gervigreindi sannleikurinn er á sama báti og trúarbrögðin, -þegar trúað er á brögð án þess að upplifa boðskap þeirra á eigin skinni, -án notkunar í eigin hugar- og reynsluheimi.
Til að vera heill þarf allan skala tilverunnar, -heilaga þrenningu. Faðirinn-skapara tilverunnar, soninn-frelsara kærleikans, og heilagan anda-gleðina til góðra verka. -Greind sem sem kemst í framkvæmd frá hug og hjarta.
Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður. (Lúkasarguðspjall 17.20-21)
Samkvæmt þessum orðum guðspjallsins á Hvítasunnu er guðsríki hvorki fjarlægt né gervigreint. -Guð er þrí-einn og býr í einum og sama manninum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)