Best fyrir

Nú getur almenningur allt eins átt von á starfsmönnum matvælaeftirlitsins hvenær sem er inn á eldhúsgólf að lesa best fyrir dagsetningar í ísskápnum. Þetta er ein mesta matvæla rassía síðan Gæðakokkar voru bustaðir í Borgarnesi vegna kjötlausra kjötvara.

Reyndar reyndist rassían í Borgarnesi þá vera bæði vanhugsuð og fordæmalaus, sem endaði með því að Gæðakokkum voru greiddar 112 milljónir úr ríkissjóði vegna atvinnurógs, þó svo fyrirmyndin eftirlitsins væri fengin samkvæmt Evrópustaðli.

Nú virðast sérfræðingarnir hafa komist að því að ólöglegt sé að eiga matvæli, sem hafa runnið út á dagsetningum og látið eyða þeim, hvað tjónið verður mikið í þetta sinn fyrir skattgreiðendur á eftir að koma í ljós í öllu fordæmaleysinu.

Svo má velta því fyrir sér, ef svona fordæmaleysi er löglegt, hvað sektin verður há fyrir að eiga útrunnin matvæli og hvort það telst til matvælasóunar, sem gæti þá væntanlega tvöfaldað sektargreiðslur í ríkissjóð, og þá unnið upp Gæðakokka klúðrið um árið

En það má vera lýðnum ljóst af þessari frétt að hann getur allt eins átt von á því að fasisminn sé mættur í frystikistuna.


mbl.is Fordæmalaus aðgerð matvælaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I told you so

er einhver ömurlegasta orðræða sem hægt er að viðhafa. Þess vegna ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þá vexti sem fara með himinskautum úr Svörtuloftum, enda hef ég undanfarið ár svo oft komið inn á þá græðgi og illsku sem þeir eru af sprottnir. Heldur ætla ég að endurtaka tvær sögur úr sveitinni.

Þessar sögur voru sagðar hér á síðunni fyrir tæpum tveimur og hálfu ári þegar Why Iceland viðundrið hafði náð sér á flug á Svörtuloftum og gírað sig upp fyrir sína umbjóðendur. Pistillinn sagði frá glópum og síðan sölumanni skítadreifara í athugasemd. En sögurnar eru þessar með postullegri kveðju á milli.

"Það hefur varla farið fram hjá neinum að fasteigna og jarðaverð er í hæðstu hæðum, og fer hækkandi í vaxtaleysi bankanna. Þeir eru margir sem trúa á góðgeðastarfsemi fjármálastofnanna í þetta skiptið og telja sig hafa samning til margra ára um fasta lága vexti, en eru kannski ekki eins öruggir á smáletrinu um hversu fast vaxtaálag kjörvaxtanna sé.

Í svona árferði finnst flestum þeir vera að græða, kaupandi kaupir eign á lágum vöxtum á áður óþekktu verði, seljandi seldi sína eign á miklu hærra verði en hann keypti. Greiningadeildir segja að ekkert bendi til annars en verð haldi áfram að hækka, sem eru náttúrulega byggt á hinni heilögu hagfræði.

En þegar málið er skoðað þá eru skuldir á lífsnauðsynlegt þak yfir höfuðið einungis að hækka, og þegar fram í sækir gæti orðið sífellt erfiðara að standa í skilum með brauðstritinu, -það þurfa jú allir bæði að éta og þak yfir höfuðið. Þessa hundalógík þekkti gamli presturinn á Héraði. Þegar hann frétti af því að bújörð í hans sveit hefði selst á áður óþekktu yfirverði þá setti hann saman þessa vísu.

Glópur hitti glóp á ferð,

glópur beitti skrúfu.

Glópur keypti á geipiverð

græna hunda þúfu.

það tapa í raun allir á þeirri hundalógík, sem kölluð er hagvöxtur sem er ekki annað en skuldsett sóun. Hagvöxtur er fallegt orð, en hann er allt eins fenginn með kostnaðar hækkunum og verðbólgu, eða hverjum þeim ráðum sem mögulegt er að brúka við að auka skuldir fólks.

Það er aftur á móti verðhjöðnun sem gagnast venjulegu fólki og afkomendum þess, en hún er eitur í beinum þeirra auðróna sem með bókaldið hafa að gera.

Hvað á svo auðróninn að gera við þetta skuldsetta talnabókhald? -kannski flytja það aflands til að vera maður með mönnum meðal sinna líka?

Hvað á svo venjulegt fólk að gera við dýrara hús eftir að það þarf ekki að borga meira af lánunum? -ímyndar það sér kannski að afkomendurnir hafi svipaðar hugmyndir um hús?

Því fer kannski best á því að setja sig í spor bóna á Héraði. En hann hafði unnið dagana langa fram á gamals aldur, þegar sölumaður landbúnaðarvéla heimsótti hann og vildi selja honum nýjan og afkastamikinn skítadreifara.

Bóndinn svaraði honum því að gamli skítdreifarinn væri góðu standi og þó svo að afköstin væru minni þá myndi hann duga sinn búskap.

Sölumaðurinn grunaði að bóndinn ætti því sem næst fyrir nýja flotta skítadreifaranum, og væri þá ekki í vandræðum með að fjármagna afganginn.

Sölumaðurinn manaði því bóndann, "þú ættir nú að létta þér lífið í ellinni og kaupa nýjan skítadreifara - þú ferð hvort er eð ekki með peningana með þér til himna". -Bóndinn svaraði; "-þá ekki heldur skítadreifara"."


mbl.is Gengur illa að kæla fasteignamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sel þetta ekki dýrara

Þó það sé kominn október veltist túrista vaðallinn um landið, sem aldrei fyrr, og ekki er ólíklegt að hann keyri vaktir. Svona miðað við að sjaldnast eru færri en tveir í bíl, og að sjá sængina í afturrúðunni. Túristarnir virðast tímatrektir, enda meðaltíminn sem þeir gefa sér á landinu bláa rúmlega þrír sólahringar þegar einhver tölfræði var opinberuð.

Því verður að nota tíman vel til að komast hringveginn, fara í Bláalónið og veltast dag um miðbæ Reykjavíkur á milli Hallgrímskirkju og Sólfarsins, auk alls hins. Litlu lukkudýrin við Austurvöll núa nú saman lófunum yfir árangrinum, þetta er orðinn meiri vaðall en fyrir kóvítið, þó fækki gistinóttunum á hótelum á milli ára.

Heyrst hefur að kínversk ökuskírteini séu fengin úr spákúlum og spilakössum, sem gefi bílaleigunum gífurlegan gróða, jafnvel svo mikinn að þær þurfi ekki nema örfáa milljarða af skattfé almennings til stíga kolefnisporin í gegnum orkuskiptin. Reyndar heldur gamall félagi minn að á rafmagnsbíla megi bæði keyra og svína, því fyrir þá hafi ekki verið greitt til að vera á vegunum.

Ég hef verið óvenju mikið á þjóðveginum núna í september þó svo að ekki hafi verið farið langt. Það virðist vera að mikið sé af fólki á ferðinni, sem ekki kann að lækka ljós þegar bílar mætast, gerir sér þar að auki varla grein fyrir hvar á veginum bíllinn er staddur og snar stoppar jafnvel á honum miðjum.

Í vikunni sem leið var ég á leið til vinnu snemma morguns skömmu eftir birtingu í þoku og súld. Þá mætti ég bíl sem kom rásandi á milli kanta út úr þokunni og Kínverji í hverri rúðu með pestar grímuna upp undir augum sem voru svo galopin að varla sást að skrattarnir væru skáeygir.

Þetta olli mér samt einungis heilabrotum, enda náði ég að víkja til hliðar í tíma. Seinna um morguninn á vinnustað í kaffitíma þegar hagvöxtur túrismans kom til tals, spurði ég hvort einhver vissi hvað þetta fólk væri að gera hérna Íslandi, og sagði frá pestargrímu parinu sem ég hafði mætt og ekki kynnu að keyra.

Þetta hafa verið túristar sögðu félagarnir íbyggnir; -ég sagði að mig hefði grunað það, en skildi samt ekki hvað þeir væru að gera hérna tímatrektir á öðru hundraðinu í þoku og fýlu  svo þeir sæju varla veginn hvað þá glóru af landinu og þar að auki með grímur upp undir augum, annaðhvort fárveikir eða skelfingu losnir af pestarótta við innfædda.

Þá sagði sá yngsti okkar; "það eru bara alls ekki allir túristar komnir til Íslands til að skoða náttúruna eða kynnast því sem íslenskt er, margir eru komnir til að keyra bílaleigubíl í nokkra daga, því þar sem þeir eiga heima fá þeir ekki að keyra bíl." 

Ég gæti trúað að það sé talsvert til í þessu hjá unga manninum, -sel þetta samt ekki dýrara en ég keypti. -Og nú mæra málsmetandi menn opinberlega evruna sem íslenskan gjaldmiðil, sennilega svo greiðlegar gangi að flytja mismuninn af vöxtum og vaðli aflands.

 


Guð vors lands

Þegar maður og náttúra ná saman, sem lifandi heild, þá verður til tenging við vitund alheimsins og kraftur til að hafa áhrif á veruleikann.

Þessi samhugur skapar sýn á breytingar, sem lúta vilja veruleikans, -árstíðir - daglegt líf, -sama hvar er, hvort sem það er út í náttúrunni eða stofunni heima.

Því getur hver og einn með hugsunum og tifinningu hjartans haft áhrif á veruleikann. Fyrir tilstilli þessa munu efnislegir atburðir eiga sér stað án þess að við séum til staðar, -hvar sem er í heiminum.

Þannig tilfinningalega stýrða orka, sem verður til með því að nota meðvitað andlega athygli, er bæn til Guðs.

Síðdegi

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband