26.2.2009 | 11:08
Velmegunin felst í frelsi hugans.
Sá veruleiki sem daglegi er haldið að okkur í fréttum er ekki endilega sá rétti og svo sannarlega ekki sá eini sem er í boði. Ef við komumst ekki framhjá þeim sannleika sem haldið er að okkur í fjölmiðlum þá látum við þá ráðskast með okkur.
Það er svo ótal margt fleira sem gerist í veröldinni en það sem fréttastofur sjóvarpstöðvanna halda að okkur og flest af því bæði jákvæðara og skemmtilegra. Frétta stofurnar færa okkur í megindráttum fréttir sem eiga að skipta okkur máli, fréttir sem eiga að upplýsa okkur í okkar daglega amstri.
Af hverju skildu meginefni fréttatímana vera á neikvæðum nótum, fréttir sem færa okkur stríð, hungur og efnahagshrun heim í stofu. Eru þetta aðstæðurnar í okkar nánast umhverfi? Eru þetta þær aðstæður sem við erum að upplifa á eigin skinni í augnablikinu? Þetta eru ekki fréttir sem hjálpa okkur í hinu daglega lífi. Þessum fréttum er ætlað að halda okkur innan vissra marka. Þær eiga að sýna okkur hvað við höfum það gott, sá ótta í huga okkar ef okkur skildi detta í hug að yfirgefa þann sannleika sem að okkur er haldið. Þeim er ætlað að ráða því sem við hugsum.
Prófum að slökkva á sjónvarpinu, útvarpinu, lesum ekki fréttir og við munum eignast tíma fyrir frjálsa hugsun. Við munum komast að því að lífið bíður þær allsnægtir sem við óskum okkur. Við komumst að því að við tilheyrum hinni stóru heild. Við erum ekki hólfuð niður samkvæmt þeim gildum sem fjölmiðlarnir halda að okkur í ríka, fátæka, valdamikla osfv. við eru ein heild sem tilheyrum þessum heimi.
Samsærið sem haldið er að okkur í gegnum fjölmiðla felst í því að við séum einstaklingar sér á parti og aðstæður annarra séu ekki okkar að við séum heppin og skulum því halda okkur við kassann það verði séð um okkur.
Náum tökum á okkar eigin hugsunum. Þó við getum ekki breytt umhverfinu getum breytt okkur sjálfum, þetta er sannleikur sem vill sjást yfir. Sannleikur sem er í raun jafn einfaldur og spegillinn, þú færð það ti baka sem þú sýnir honum. Ef þú stendur fyrir framan spegilinn og reynir að greiða honum breytist ekki neitt en ef þú greiðr sjálfum þér sýnir spegillinn þér það sem þú vilt sjá.
http://www.youtube.com/watch?v=ITukSyRzVxs&eurl=http://thecrowhouse.com/bigpic.html
Lífstíll | Breytt 27.2.2010 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 18:18
Er Evrópuþingið við Austurvöll?
Hvað kemur ESB þessu máli við? Eru Alþingismenn orðnir handbendi IMF og ESB? Hvernig væri að snúa sér að því að vinna á forsemdum Íslendinga.
Frelsa hugann, viðurkenna að við þurfum ekki að fylgja fjöldanum, viðurkenna að við höfum rétt til að gera mistök jafnvel hafa á röngu að standa. Gerum okkur grein fyrir því að það er okkar réttur að njóta frelsis okkar eigin frelsis ekki bara þess frelsis sem peningaöfl alþjóðavæðingarinnar halda að okkur heldur eigin frelsis til að hugsa og gera hlutina á okkar forsemdum svo framarlega sem það skaðar ekki aðra. Leifum okkur að vera eins og við erum þó svo að við verðu öðruvísi.
Við getum hugsað sem svo hvernig geta alþjóðastofnanir haft rangt fyrir sér, þær búa yfir bestu hugsanlegu upplýsingum á hverjum tíma. Við þurfum ekki að leita langt það eru ekki margar aldir síðan að yfirvöld Evrópu héldu því fram að jörðin væri flöt og það var hinn almenni sannleikur þess tíma sama hve okkur finnst það fáránlegt í dag.
Við höfum almennan sannleika í dag sem er jafn vitlaus og sá sem var haldið að okkur á fyrri öldum, það er hagkerfi nútímans. Að okkur er haldið allskonar áróðri um ágæti alþjóðavæðingar og stórfyrirtækja stórkostlegrar svikamillu talna sem ætlað er að hneppa okkur og komandi kynslóðir í þrældóm skatta. Á svipaðan hátt og okkur er einnig ætlað að trú að stríð heimsins séu háð í þágu friðar, okkur er ætlað að trúa að það að ráðast með vopnun á aðrar þjóðir sé gert í þágu friðar og frelsis. Semsagt stríð er sama og friður, frelsi er sama og þrældómur og afskiptaleysi af eigin málefnum er skinsemi.
Hvernig væri að Alþingismenn fari að starfa samkvæmt Íslenskum verleika.
Villa getur aldrei orðið að sannleika þó svo að hún sé samþykkt af fjöldanum. Eins getur sannleikurinn ekki orðið villa þó svo að enginn vilji sjá hann. Gandhi
![]() |
Taugaveikluð ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2009 | 00:25
Kreppa hvað? ....hvað annað en dýrmætur tími!
Undanfarna daga hef ég dvalið á sælureitnum mínum við sjóinn. Ég hef tekið sólarupprásina með æðarkollunum og skarfinum sem halda sig við tangann í garðinum þar sem atlantshafið leikur við flúðina. Ég hef farið í göngu ferðir um fjörurnar í nágreninu í frábæru veðri. Staðið út á palli í myrkrinu á kvöldin, reynt að telja stjörnurnar og komist að því að tveir plús tveir eru ekki fjórir frekar en mér sýnist. Ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, engin blöð, engin kreppa.
http://www.solholl.com/ kíkið á sælureitinn
Frá því í haust hef ég eins og svo margir fleiri haft kreppuna efst í huga. Í nóvember hurfu verkefnin sem fyrirtæki mitt byggði á og starfsmönnum mínum þá fækkað úr tíu í tvo frá því í sumar. Í desember snerti hún mig með atvinnuleysinu og í janúar þegar verkefni komst á dagskrá kom í ljós að ég átti við líkamstjón að stríða sem ég varð að láta laga með tilheyrandi rólegheitum. Ég fór í aðgerð og var inn á sjúkrahúsi í nokkra daga. Þrátt fyrir fréttir af niðurskurði og þjónustuskerðingu heilbrigðiskerfisins varð ég ekki var við ástandið. Því er sennilega að þakka frábæru starfsfólki heilbrigðisstofnanna og þrátt fyrir kreppu þá held ég að þar verði áfram frábært starfsfólk sem hlífi skjólstæðngum sínum við sífelldum véfréttum. Þessa daga á sjúkrahúsinu lá ég mest allan tímann með mp3 spilarann og hlustaði á Pink Floyd. Það sem ég komst næst kreppunni var þegar ég fór fram á setustofu þar sem sjónavarp var í gangi og stefnuræða ríkisstjórnarinnar var á dagskrá, Jóhanna var með síbyljuna sem staðið hefur frá því 6. okt, hvernig til stæði að lágmarka gjaldrot og upplausn þúsunda heimila í landinu. Ég flýtti mér inn og setti mp3 spilarann í eyrun og hlustaði á Shine on you crazy dimonds.
Í stuttu máli sagt þá þurfti atvinnu- og heilsuleysi til þess að ég tæki fríið sem ég er búin að ætla að taka s.l. þrjú ár. Ég hafði að vísu hugsað mér að taka gott frí í vetur eins og svo oft áður, en styttra frí og við aðrar aðstæður. En ég hef fengið ómældan tíma sem ég get notað eftir eigin höfði og hvað er tími annað en verðmæti. Eða erum við ekki oft að vinna til að eiga góðan tíma seinna fyrir okkur sjálf. Nú kom tíminn til mín óvænt og frítt.
Myndir frá góðum dögum:
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2009 | 22:34
Ísland stórasta land í heimi.
Bankamenn sem ástunda sömu vinnubrögð við innheimtu skulda og tíðkaðist fyrir gjaldþrot bankanna ættu að hugsa sinn gang. Það ættu einnig þeir að gera sem verja verðtrygginguna með kjafti og klóm. Þeir ættu í stað þess að hugleiða það að skuldir íslendinga eru af þeirri stærðargráðu að samningstaðan er skuldarans svo ekki sé minnst á réttlætið.
Það er ekki hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og orsakaði þau. Þegar við ákveðum að slíta af okkur fjötrana þá hafa eigendur þeirra ekki lengur stjórn á okkur. Fjötrarnir eru sem spilaborg og falla þegar við yfirgefum stöðu okkar því það erum við sem höldum spilaborginni uppi. Það er ekki svo að þeir sem telja sig eiga fjötrana hafi byggt þessa spilaborg heldur hafa þeir ráðskast með okkur í þeim tilgangi. Um leið og við segjum takk fyrir við höfum fengið nóg og höldum áfram með líf okkar í þá átt sem við sjálf viljum eru völd þeirra yfir okkur að engu orðin.
Enginn mun missa húsið sitt. Hvernig er hægtað missa hús í landi þar sem má finna tvöfalt meira af húsum en fólki? Þeir munu ekki geta selt húsin hvort eð er. Enginn Íslendingur muni verða heimilislaus hér á Íslandi. Hvað ættu þeir eiginlega að gera? Skilja þúsundir húsa eftir mannlaus? Það er enginn að fara bera fólk út. Ég skal segja ykkur af hverju. Enginn annar er til að flytja inn í þessi hús..." Dorrit Moussiaeff
Þetta er kjarni málsins. Máls sem er af þeirri stærðagráðu að það verður engin möguleiki fyrir gjaldþrota banka að endurrísa nema með fullu samþykki skuldaranna. Bankarnir eiga engar eignir aðrar en útistandandi skuldir. Vegna brottflutnings verða fleiri þúsundir tómar íbúðir í landinu innan árs. Það gæti farið svo að næsta vetur mættu bankar og sjóðir þakka fyrir að einhver vilji forða þeim fá skemmdum með því að vera í þeim og kinda þær. Þannig staða hefur oft komið upp áður, hér og þar um landið. En nú vill svo til að staðan er svona um allt land og af þeirri stærðargráðu að lándrottnar munu ekki hafa efni á öðru en færa niður skuldirnar.
Þangað til skulum við íhuga þetta: Dagurinn í dag er morgunndagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær. Var það þess virði? Gandhi
![]() |
Reynslulausir réðu í bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2009 | 16:21
Lögbundinn þjófnaður.
Lífeyrissjóðakerfið hefur því miður sannað sig hvað eftir annað sem lögbundinn þjófnaður og þá er ég ekki að tala um viðbótarlífeyrissparnað. Öllum er gert með lögum að greiða 12% launa sinna til lífeyrissjóða.
Á minni 48 ára æfi hafa þeir lífeyrissjóður sem ég hef greitt í nú í annað sinn rýrnað á ævintýralegan hátt. Lífeyrissjóður Austurlands hvarf að mestu leiti þegar útrásarvíkingar keyptu Stoke fótboltaliðið og er hann reyndar ekki lengur til frekar en eignarhluturinn í Stoke.
Að fenginni reynslu varð næst fyrir valinu Íslenski Lífernissjóðurinn í vörslu Landsbankans, sá lífeyrissjóður sem ég lét þessa blóðpeninga renna til, valdi Líf IV örugga leið þar sem ávöxtun var lítil og áhætta engin. Af undarlegum völdum tókst Landsbankanum að tapa mestu á þessum vörslusjóði sínum og í bréfi stjórnaformanns og framkvæmdastjóra sjóðsins kom fram að neyðarlöginn 6. október hefðu haft þessa undarlegu verkun, en ekki eigin fjárfestingastefna sem var að kaupa skuldabréf Landsbankans.
Báðir þessir menn sitja enn sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri ÍL. Þeir fara nú um landið og kynna pottþétta fjárfestingaáætlun fyrir árið 2009. Nei það þarf ekki að koma á óvart að forsvarsmenn lífeyrissjóða vari við að launþegar komist í peningana sína, því það yrði kannski minna eftir upp í ofurlaunin þeirra.
![]() |
Vara við útgreiðslu viðbótarsparnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.3.2009 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2009 | 21:38
Fokk off Davíð.
Innan skamms verði Núllið sennilega eini staðurinn í opinberri eigu við Arnarhhól sem Davíð hefur aðgang að þó honum verði tæplega falið að fara þar með lyklavöldin. Svo má spyrja hvort Jóhanna og Steingrímur eigi ekki einnig eftir að missa lyklavöldin og daga uppi sem steinrunnin nátttröll liðins tíma. Nýir vendir sópa best, eða þannig.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2009 | 12:30
Er kreppan ímyndun?
Á milli góðæris og kreppu gerðist í raun og veru ekki neitt, annað en hugmyndunum sem haldið er að okkur hefur veri breytt, engar náttúruhamfarir hafa átt sér stað, hallæri ríkir ekki í landinu, ekki er skortur á orku og hita, ennþá er það svo að aukakílóin halda líkamsræktarstöðvunum gangandi og verður sjálfsagt eitthvað áfram. Það sem hefur kannski aðallega breyst er að við höfum minni vinnu og meiri skuldir, en höfum þess í stað eignast eitt það dýrmætast sem hægt er að eignast, tíma.
Svo má líka líta á kreppuna út frá því sjónarhorni að svona tal á jákvæðu nótum sé ekki annað en veruleika firring. Fjölskyldur eru að missa aleiguna með tilheyrandi upplausn, fyrirtæki séu verkefnalaus, stefni í gjaldþrot og komandi kynslóðir hafi verið skuldsettar upp í rjáfur. Áhyggjur taka mikinn tíma og orku frá okkur án þess að koma miklu til leiðar. Bjartsýni og skapandi hugsun ásamt vinnusemi ýtir frá okkur áhyggjunum og gerir framtíðina eftirsóknarverða.
Sjálfur hef ég þurft að minna mig rækilega á gildi hugsunarinnar undanfarna mánuði. Fyrirtækið mitt starfar byggingariðnaði, þar sem flest verkefni hafa gufað upp, þarf að ganga í gegnum miklar breytingar. Með verkefnaskorti og atvinnuleysi hefur sá tími sem ég hef til umráða tekið miklum stakka skiptum og ég hef reynt að notað hann markvist á jákvæðan hátt. Líta á þessi tímamót sem tækifæri til að breyta til, þroskast og sjá mína framtíð.
Hugsun er afl sem getur framkallað frá hinu óendanlega. Hún getur framkallað myndir og séð hlutina fyrir því er hún til alls fyrst og er upphaf þess að skapa. Allt sem við sjáum í kringum okkur á sér upphaf í hugsun, allir hlutir urðu til fyrir hugsun. Hlutirnir taka ásýnd eins og þeir eru hugsaðir, það er hugsunin sem kemur framkvæmdinni á stað. Þannig voru allir hlutir skapaðir, við búum í veröld hugsunarinnar þar sem hugsunin er hið skapandi afl.
Með því að hugsa út frá alsnægtum hins óendanlega getur ekkert komið í veg fyrir að við öðlumst þær. Þetta hafa margir þeir sannað sem hafa brotist til betra lífs frá fátækt. Munurinn á þeim og hinum sem ekki brutust úr fárækt var ekki heppni eða að þeir væru endilega betri gáfum gæddir, þeir einfaldlega sáu sig fyrir með hugsun í öðrum aðstæðum og aðstæðurnar komu til þeirra eins og fyrir töfra en gerðu það fyrir það að þeir efuðust aldrei. Til að njóta velgengni verðum við því að hugsa á ákveðinn hátt, þetta á ekkert skylt við samkeppni eða lífsgæðakapphlaup, heldur hugsýnina um að allt sé óendanlegt og þaðan komi hlutirnir til okkar svo framarlega sem við sjáum þá í huganum án allrar vantrúar.
Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera hugmyndir þínar um framtíðina að veruleika.
Veðrið í vetur hefur verið frábært og svona hefur himininn kreppunnar litið út dag eftir dag.
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)