Er kreppan ímyndun?

Núna á tímum samdráttar og kreppu er auðvelt að láta neikvæðar hugsanir ná yfirráðum.  Það er sennilega aldrei jafn mikilvægt að halda huganum jákvæðum og skapandi.  Kreppa er í sjálfu sér ekki annað en hugmynd sem okkur er ætlað að trúa á, sem tók við af  hugmyndinni um góðærið sem stjórnmálamenn þreyttust ekki á að útlista fyrir okkur um margra ára skeið.  Við ráðum í raun hvort við trúum á þær hugmyndir sem að okkur er haldið og heimur okkar tekur mynd af þeim veruleika sem við veljum.

 

Á milli góðæris og kreppu gerðist í raun og veru ekki neitt, annað en hugmyndunum sem haldið er að okkur hefur veri breytt, engar náttúruhamfarir hafa átt sér stað, hallæri ríkir ekki í landinu, ekki er skortur á orku og hita, ennþá er það svo að aukakílóin halda líkamsræktarstöðvunum gangandi og verður sjálfsagt eitthvað áfram.  Það sem hefur kannski aðallega breyst er að við höfum minni vinnu og meiri skuldir, en höfum þess í stað eignast eitt það dýrmætast sem hægt er að eignast, tíma. 

 

Svo má líka líta á kreppuna út frá því sjónarhorni að svona tal á jákvæðu nótum sé ekki annað en veruleika firring.  Fjölskyldur eru að missa aleiguna með tilheyrandi upplausn, fyrirtæki séu verkefnalaus, stefni í gjaldþrot og komandi kynslóðir hafi verið skuldsettar upp í rjáfur.  Áhyggjur taka mikinn tíma og orku frá okkur án þess að koma miklu til leiðar.  Bjartsýni og skapandi hugsun ásamt vinnusemi ýtir frá okkur áhyggjunum og gerir framtíðina eftirsóknarverða.

 

Sjálfur hef ég þurft að minna mig rækilega á gildi hugsunarinnar undanfarna mánuði.  Fyrirtækið mitt starfar byggingariðnaði, þar sem flest verkefni hafa gufað upp, þarf að ganga í gegnum miklar breytingar.  Með verkefnaskorti og atvinnuleysi hefur sá tími sem ég hef til umráða tekið miklum stakka skiptum og ég hef reynt að notað hann markvist á jákvæðan hátt.  Líta á þessi tímamót sem tækifæri til að breyta til, þroskast og sjá mína framtíð.

 

Hugsun er afl sem getur framkallað frá hinu óendanlega.  Hún getur framkallað myndir og séð hlutina fyrir því er hún til alls fyrst og er upphaf þess að skapa.  Allt sem við sjáum í kringum okkur á sér upphaf í hugsun, allir hlutir urðu til fyrir hugsun. Hlutirnir taka ásýnd eins og þeir eru hugsaðir, það er hugsunin sem kemur framkvæmdinni á stað.  Þannig voru allir hlutir skapaðir, við búum í veröld hugsunarinnar þar sem hugsunin er hið skapandi afl.

 

 

Með því að hugsa út frá alsnægtum hins óendanlega getur ekkert komið í veg fyrir að við öðlumst þær.  Þetta hafa margir þeir sannað sem hafa brotist til betra lífs frá fátækt.  Munurinn á þeim og hinum sem ekki brutust úr fárækt var ekki heppni eða að þeir væru endilega betri gáfum gæddir, þeir einfaldlega sáu sig fyrir með hugsun í öðrum aðstæðum og aðstæðurnar komu til þeirra eins og fyrir töfra en gerðu það fyrir það að þeir efuðust aldrei.  Til að njóta velgengni verðum við því að hugsa á ákveðinn hátt, þetta á ekkert skylt við samkeppni eða lífsgæðakapphlaup, heldur hugsýnina um að allt sé óendanlegt og þaðan komi hlutirnir til okkar svo framarlega sem við sjáum þá í huganum án allrar vantrúar. 

 

Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera hugmyndir þínar um framtíðina að veruleika.

IMG_9696  Veðrið í vetur hefur verið frábært og svona hefur himininn kreppunnar litið út dag eftir dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Góðan dag félagi.

Auðvitað á maður að vera bjartsýnn, það reyni ég og velti fyrir mér þessu með hláturinn og grátinn. Það er líkt og það megi ekki reka upp hláturkviðu í þessu krepputali og ég ræfillinn sem á það til að hlæja all svakalega.

 Ég er eflaust í sömu sporum og þú, fyrirtæki sem  stöðvaðist í margar vikur vegna þess sem dundi yfir.  En hvað átti ég að gera? Væri ég betur sett undir sæng allan sólarhringinn?  Reyni að halda þessu gangandi með kertaljósi hehe og þrauka.  Síðan var ég svo heppin að ég fékk vinnu í fiski með þessu og það er í einu orði sagt æðislegt það er svooooooooo gaman í fiskinum og aldrei fúll dagur.

Annars er mitt bæjarfélag ok og aðeins á uppleið því kreppan sem kom um síðustu aldamót hjá okkur er búin og góðærið kom aldrei.  Nú förum við upp hér í Fjallabyggð.

Held það sem þyrfti að gera meira núna í þjóðfélaginu það er að fólk hafi betri aðgang að upplýsingum hvað gerist ef þú t.d. hættir að borga íbúðarlánin þín og skuldir.  Það er þetta sem  er að fara með fólk að mínu mati. Að vita ekki hvað tekur við.  Að sjálfsögðu deyrðu ekki og lífið er ekki búið, þess vegna er svo gott að hlæja með þessu.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka innlitið Snjólaug, það er rétt hjá þér það er vel hægt að hlæja í kreppunni jafn innilega og var hægt í góðærinu.

Eins og þú bendir á fela allar breytingar í sér ný tækifæri.  Nú er fiskurinn orðinn það mikið "inn" að það þarf að fara og veiða hann, en ekki bara selja og leigja sem aflaheimildir.  Við það verður til vinna sem fólk hefur gaman að, svo ekki sé minnst á félagskapinn.

Með árunum gerir maður sér grein fyrir að bestu ár ævinnar er alltaf núna.  Ég bjó stóran hluta af mínum bestu árum á Djúpavogi þar sem má segja að "kreppan" hafi skollið á fyrir 2000 en minna verði vart við núverandi "kreppu" vegna þess að breytingarnar þar eru kannski ekki jafn miklar og víða annarstaðar.

Það að hafa meiri upplýsingar um hvað gerist t.d. með íbúðarlánin er hluti af framtíðinni.  Ég reyni að sjá framtíðina eins og ég vil hafa hana.  Hér áður svekkti ég mig yfir að hafa búið í sjávarplássi þar sem eignaverð hrundi, flutti til Reykjavíkur seldi íbúðina þar og flutt austur áður en eignaverð náði toppi.  Nagaði mig í handabökin yfir því að sjá ekki framtíðia fyrr en eftir á, en hún er svo miklu meira en bara fjárhagsleg. 

Get þess vegna reiknað mig í að hafa orðið af tugum milljóna vegna þessa allra þessara keppa.  En það er ekki til neins, ég ætla miklu frekar að hafa það gott og þakka fyrir tækifærið til njóta þess að vera í rólegheitum í góða veðrinu. 

Það hlýtur jú að tejast "góðæri" að hafa gott veður og tíma til að njóta þess.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Kannski var það númer eitt að stoppa okkur af og kenna okkur ný gildi. Þetta var allt orðið eitthvað svo sjálfsagt að hafa allt til alls, hjá mörgum a.m.k. 

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.2.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband