6.4.2012 | 06:43
Norðurhjarinn.
Þau hafa verið þrálát norðurhjara élin hérna á 69°N undanfarna daga jafnvel alveg frá því í janúar. Þetta þarf ekki að vera svo slæmt veður fyrir þá sem hafa skýjaskoðun að áhugamáli því þó snjórinn sé hvítur og élin grá, þá má í dekksta lagi greina í gegnum sortann að tilveran er blá.
Í dag ætla ég að reyna að drepa tímann á þessum lengsta föstudegi ársins með því að góna í éljabakkann mér til andagiftar, jafnframt því að gefa innsýn í þær furðumyndir sem ég hef greint í gegnum élin hérna á 69°N og gert tilraun til að klína á striga. Til samanburðar eru tvær myndir frá því í fyrra sumar sem gefa til kynna muninn á vetri og sumri norðurhjarans.
Setjið bendilinn yfir mynd og smellið til að fá möguleika á að stækka.
Óvænt barst mér gúru andans á youtube sem á vel við þessa páska sem eru þeir fyrstu sem ég dvel algerlega einn og sér með sjálfum mér í mínum blues. Hann ætlar að setja nokkur púsl í heildarmyndina með nokkrum vel völdum orðum.
Menning og listir | Breytt 18.4.2012 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.4.2012 | 20:18
Látum gagnfræðinginn um sófann.
Fólk sækist ekki síður eftir virðingu en góðum launum þegar það menntar sig til gráðu. Hvers vegna virðing á að fylgja gráðu frekar en t.d. því að afreka að koma sófa með sóma á milli hæða fyrir samborgara sína er hulin ráðgáta.
Hugsanlega verður eftirspurn eftir góðum búslóðafluttninga mönnum löngu eftir að fólk áttar sig á að t.d. hagfræði dagsins í dag er uppfull af einskýrsverðum upplýsingum ef ekki hreinum rangfærslum.
En nýtur fólk sín svo eftir að það hefur mentað sig til virðingar? Hvað segir prófessorinn sir Kent Robinsson.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2012 | 18:44
Meira en hundrað þúsund hálfvitar.
Það er greinilegt að lífsviðhorf "þetta reddast" kynslóðarinnar hefur farið halloka í einu og öllu. Á Íslandi hafa verið menntaðir meira en hundrað þúsund hálfvitar sem hafa tekið yfir við að framfylgja regluverki andskotans.
Það má segja að það sé mikill missir af fólkinu með "við reddum því" mottóið og sitja þess í stað uppi með hundrað þúsund hálfvita í Satans nafni, sem er samt það vel innréttað fólk að það myndi aldrei detta í hug að haga sér svona heima hjá sér, heldur bara í vinnunni.
![]() |
Banna tertur á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2012 | 20:11
Dauðadæmd evra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)