30.6.2012 | 09:43
Er kirkjan komin út í móa?
![]() |
Barátta byggð á ósannindum og níðrógi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2012 | 19:23
Fimmtudags bíó - í upphafi skyldi endirinn skoða.
Aldrei þessu vant er videó kvöldsins ekki um steypu sem er að harðna heldur um niðurbrotna steypu. Það var nú akkúrat málið að þegar verkefnin voru farin að snúast um niðurbrot en ekki sement og sand sem hafði verið blandað með vatni sem þurfti að láta hendur standa fram úr ermum við móta þá skildi endirinn skoða. Því þó svo að það að brjóta niður, viða að endurnýja veggi og gólf, hjúpa svo allt saman í epoxy hafi gefið meira í vasann en að steypa heilu skýborgirnar, þá gerði það ósköp smátt fyrir sálina.
Þessar myndir fann ég nýverið og hafði aldrei séð þær frá því að ég tók þær sennilega um jólin1997. Það sem mér finnst merkilegt við þær er að þarna má sjá helstu samstarfsmenn til margra ára sem sjaldan voru allir samankomnir að verki í sama skiptið. Á þessum tíma voru samt smíðaðar skýjaborgir þó þær væru ekki úr steypu. Á árunum 1997 og 1998 tók ég þátt í epoxyfyrirtæki í Ísrael og var þar í verkefnum um tíma á árunum 1997 og 1998. En það er önnur saga.
https://www.youtube.com/watch?v=TBxyZcF0ITE
Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2012 | 20:02
Eru álfar kannski menn?
Það er misjafnt hvað það er sem vekur fólk til umhugsunar um sitt umhverfi, fæst af því er að finna í námsefni skólanna. Þar er meira um að kennt sé hvernig meðhöndlun pappírs gagnist hinum heilaga hagvexti. Auk þess sem spilað er á metnaðargirnd og sjálfhverfu einstaklingsins. Nú eru það hinar heilögu kýr neytendurnir sem halda eiga uppi hagvextinum, þetta er hægt að gera með því einu að auka framboð af drasli, hækka síðan verð og skatta.
Fyrir nokkrum árum rakst ég á sænska mynd á netinu þar sem Floyd Red Crow Westeran fer yfir lífsýn indiána N-Ameríku, spádóm Hobi ásamt fleyru. Hjá honum kom fram að indiánar N-Ameríku hefðu fækkað úr 60 milljónum niður í áttahundruð þúsund með tilkomu hvíta mannsins til Ameríku auk þess sem landið væri orðið allt annað.
Það sem vakti mig til umhugsunar fremur öðru í máli Red Crow var lýsing hans á því að hvað maðurinn gerði sér litla grein fyrir því að þegar hann fellir tré þá eyðir hann heilu samfélagi dýra og plantna sem hafa átt tilveru sína í skjóli þess.
Kannski var lífsýn indiána N-Ameríku eitthvað sem skólarnir mættu bæta við námsskrána, en hún gæti nokkhvernvegin verið svona í stuttu máli.
"Jörðin er okkar móðir, berum önn fyrir henni.
Heiðra öll þín samskipti.
Opnaðu hjarta þitt og sál til hins mikla veruleika.
Allt líf er heilagt, komdu fram við allar verur með það að leiðarljósi.
Taktu frá jörðinni þess sem þér er þörf og ekkert umfram það.
Gerðu það sem þú veist vera rétt.
Gefðu stöðuga þökk til hins mikla veruleka, fyrir hvern dag.
Leitaðu eftir velferð huga og líkama.
Helgaðu framtaki þínu ævinlega meiru af því góða.
Vertu sannar og heiðarlegur öllum stundum.
Njóttu lífsins ferðar, en skildu ekki eftir neina slóð"
Menntun og skóli | Breytt 30.6.2012 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.6.2012 | 19:07
Fimmtudags bíó - Síðustu Móhíkanarnir.
Í fimmtudagsbíói kvöldsins er um tóma steypu að ræða. Á árunum í kringum 1990 var mikið steypt á Djúpavogi, 1984 - 1988 var byggður fjöldi íbúðarhúsa auk heimavistar við grunnskólan og heilsugæslustöðvar Frá 1991 - 1994 voru byggð kirkja, íþróttahús, elliheimili auk fjölda íbúða. Flestar þessar byggingar voru úr steypu.
Eitt af því sem mörgum var ofarlega í huga var að nota það byggingarefni sem nærtækast var og því koma steypan inn í dæmið. Menn standa nánast á byggingarefninu ekki bara á Djúpavogi heldur um allt Ísland, það er allt um kring. Á þessum árum voru þrjú verktakafyrirtæki á Djúpavogi sem réðu yfir steyputækni og gátu framleitt steypu nánast hvar sem þau voru stödd. Þetta gerði það að verkum að fjöldi ungra manna var við störf vítt og breytt um Austurland á vegum þessara fyrirtækja.
Myndirnar í kvöld eru af þeim verkefnum sem Malland stóð fyrir á Djúpavogi 1991 - 1992 en á þeim má einnig sjá starfsmenn annarra fyrirtækja á Djúpavogi því oftar en ekki var um margvíslegt samvinnu að ræða. Sennilega þikja þessar steypumyndir ekki gáfulegar á 21. öldinni. Í síðasta gróðaæri var höfuð málið að reka saman íbúðarhús úr gibbsi og hraðvöxnum skógum í Eystrasaltslöndunum, þótti nóg að hönnunin væri íslensk. Flytja þau svo í opnum flatgámum til landsins, reisa þau með Pólverjum og klæða síðan með innfluttu blikki. Að vísu mun dýrari hús og ekki sambærileg að gæðum, jafnvel orðinn skemmd af raka á flutningnum yfir hafið einum saman.
Svo voru Kanadísku plasthúsin sem litu út eins og Skandinavísk timburhús geysi vinsæl í gróðærinu, þar var ekki einu sinni hönnunin íslensk. Þó svo að þessi innfluttu hús hafi aldrei verið samkeppnishæf í verði, þá hafði því þá þegar verið snaggaralega bjargað með ströngum reglugerðum um það hverjir mættu hræra steypu. Við það urðu til hin fjölbreyttustu störf reglugerða sérfræðinga og eftirlitsaðila svo megin þungi byggingariðnaðarins fluttist í hendur þeirra sem aldrei hafa byggt hús en eru algjör séní með pappír. Þannig má segja að fimmtudagsbíó kvöldsins sé um síðustu Móhíkanana.
Hús og híbýli | Breytt 18.1.2018 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.6.2012 | 19:10
Að gera stutta sögu langa.
Það er skrítið með okkur bjálfana að við eigum það til að leggja á okkur langt og leiðinlegt nám til að geta gert flóknar og yfirgripsmiklar rannsóknir til að komast að því sem við vissum í hjarta okkar allan tímann og fórum létt með að framkvæma á sandkassa aldrinum.
Bjálfinn sem gerði þessa rannsókn, í videoinu hér að neðan, á þó nokkuð eftir til að komast á sandkassa stigið aftur ef hann heldur að hestar séu hálfvitar. Það sem öll dýr eiga sameiginlegt með okkur bjálfunum er hjartað og með hjartanu heillum við þau rétt eins og ástina.
Án þess að ég ætli að fara að gera mig að sérfræðingi um bjálfa, hálvita eða hesta þá vil ég meina að ég kannast aðeins við ketti og þessi bjálfi ætti kannski að byrja á því að líta upp úr pappírnum til að sjá það sem fram í kringum hann.
14.6.2012 | 20:22
Fimmtudags bíó - .....við veginn.
Það er áfram algjör steypa þetta fimmtudagskvöld, nú mest megins við veginn sem kallaður er Hlíðarhæðin í daglegu tali á Djúpavogi. Ef ég man rétt var þessi framkvæmd á fimmtudegi fyrir 20 árum síðan og átti að taka tvo daga en þegar leið að kvöldi gátu kapparnir ekki hætt og þetta var klárað þegar kom fram á bjarta sumarnóttina.
Steypublandarinn sem var sá eini sinnar tegunda á Íslandi fékk að finna fyrir því, gekk rauðglóandi hátt í sólahring. Annars var það merkilega við þessa steypuhrærivél að það var streymið sem þurfti að ganga upp, ekkert rúmmál eða einn hluti af þessu á móti tveimur hlutum af þessu með þremur lítrum af vatni og 50 ml af loftblendi. Heldur var bara hraðinn á færibandinu og lokurnar á efniskörum, vatni og loftblendi stilltar, olíugjöfin skrúfuð í botn og tekið í eitt handfang. Einfalt en tók mig viku að komast inn í hugsunarhátt streymisins. Það tókst aldrei að koma verkfræðingi í skilning um hvernig svona tæki virkaði. Þess vegna urðu verkefnin fyrr steypuhrærivélin takmörkuð við eigin verkefni.
Matthildur á heiðurinn af því að þessi moment festust á filmu. Aldrei þessu vant má greina mig myndafælna manninn heynsklast í lamasessi eftir bílslys ársins á undan, reyndar með ráðleggingar læknis um að finna mér annað að gera. En það var bara ekki hægt að hugsa sér að vakna upp til annars en að hræra steypu með þessum köppum, það var einfaldlega tilveran og lífið sem ég vildi ekki vera án.
Stórsöngvarnaum Kalla vann ég með í 14 ár, en hann er enn að blanda saman efnum sem harðna þó svo það sé ekki sandur og sement, heldur sandur, herðir og base í epoxy. Kalli átti það til að syngja Bubba lög betur en Bubbinn sjálfur. Tók einu sinni þátt í látúnsbarka keppni Íslands. En ef ég man rétt lenti hann í öðru sæti, sú sem valin var í það fyrsta hét Birna Mjöll og er dóttir Gauksins. Mörgum fannst Gaukurinn hafa unnið látúnsbarkann það árið, því við hæfi væri að múrarinn væri í því að steypa áfram.
Litli bróðir hann Sindri var einn af köppunum í Hlíðarhæðinni, hann steypti með okkur Kalla frá 13 ára aldri en datt í hug um tvítugt að fara í háskóla, einhverskona gráðu fræði. Í einni epoxy ferðinni norður í land ákváðum við að keyra suðurleiðina og koma við hjá Sindra því að hann væri örugglega orðinn leiður á Háskólanum, tókum hann með svo hann gæti gleymt háskólanum sem hann og gerði. Hann náði sér samt í mastergráðu í verkfræði nokkrum árum seinna í dönskum tækniskóla, sem hann bjargaði sér út úr með því að hafa master ritgerðin um steypu. Eftir það hélt hann að hann gæti unnið sem fræðingur með gráðu, en gaf það upp á bátinn í miðri Hörpunni og gerðist þess í stað Budda munkur.
Hinir kapparnir eru Helgi sem nú ræktar Margarítur og heldur hænur í Ástralíu auk þess að bana þotuslóðum með göldrum. Hann var í fríi á Íslandi sumarið 1992 eins og glögglega má sjá á fimmtudags bíómyndunum. Kom heim til Íslands í fyrsta sinn eftir langa veru í Ástralíu. En þangað fór hann aleinn á íslenskunni einni saman með spjald á maganum sem á stóð " I am going to Australia" því þangað varð hann að komast til að giftast ástinni sinn henni Gyðu og rataði svo ekki heim aftur fyrr en hann mætti einn daginn í steypu með heila fjölskyldu, gott ef það var ekki á 17. júní rúmum átta árum seinna.
Svo má ekki gleyma honum Eddi Pólska sem lék við hvern sinn fingur, steypti í 13 mánuði samfellt áður en hann hélt heim til sinnar fjölskyldu í Pólandi. Síðan hefur ekkert til hans spurst, frekar en sögunni um hana Búkollu.
https://www.youtube.com/watch?v=2RX1HDXKWsI
Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
12.6.2012 | 19:41
Prófessor Transmann.
Það hefur lengi staðið til að manna sig upp í að blogga um myndina hans Max Igans, The transformation. En á útvarpsþættina hans Max Igans hef ég hlustað næstum vikulega í nokkur ár. Ef ég á að segja eins og er þá fannst mér efni myndarinnar svo yfirþirmandi að það örlaði á þunglindi við að setja sig inn hana. Samt fann ég þar púsl sem ég hef verið að birta í miðvikudagsbloggunum, þau Dr. Jill B Taylor heilasérfræðing sem fékk heilablóðfall og Justin Hall með orkuflögurnar.
Eins komst ég betur inn í hina ömurlegu framtíðarsýn sem Max setur fram í myndinni um ofurhugsuði framtíðarinnar, sem hafa verið fylltir af gagnslausum upplýsingum í svipðuðum mæli og google, með ígræddri gervi greind, þegar ég rakst svo á það hjá Ian Xel Lungold, sem ég flaggaði hérna í miðvikudagsbloggi fyrir stutt, að eina von mannkynsins væri að verða ga, ga, eða réttar sagt að fylgja visku hjartans þar sem mannshugurinn réði ekki við meira en 24 möguleika á mínútu á meðan tölvur á við leitarvél google réði við fleir milljón möguleika. Þá sá ég betur hvað Max Igan er að fara með myndinni The transformation.
Möguleg innræting einstaklingsins er að komast á nýtt stig. Hingað til hefur hver maður fæðst frjáls og dáið frjáls, jafnvel átt nokkur ár sem barn og jafnvel sem gamalmenni frjáls frá þeim heimi sem byggir algerlega á rökhyggju vinstra heilahvelsins sem er það sem nánast öll innræting frá vöggu til grafar gengur út á. Samkvæmt The tranformation er mannkinið komið á nýtt level, nú er fátt því til fyrirstöðu að einstaklingurinn fæðist fullprogrammeraður inn í þennan heim og verði haldið vandlega skóluðum út yfir gröf og dauða.
Stundum hef ég átt áhugaverðar samræður við fólk hversu dámsamlegt það er að vera barn og eins það sem kallað er elliær, semsagt ekki í prógrammi. Ég ræddi þetta við systir sem er hjúkrunarfræðingur fyrir skömmu, en hún sagði, veistu Magnús ég held ekki, fólki t.d. með allsheimer líður alls ekki vel. Ég spurði þá, er það ekki bara á meðan það er enn að rembast við að flækjast í rökhyggunni líður því svo ekki bara ágætlega þegar það er algerlega komið út úr heiminum, er það þá ekki bara okkur hinum sem ennþá brúkum prógrammið sem líður illa yfir öllu saman?
Undanfarna miðvikudaga hef ég verið að birta efni sem mér hefur þótt tengjast innrætingu og menntun. Núna ætla ég að breyta til og setja þessi miðvikudagsblogg yfir á þriðjudaga.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)