Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Verkfæri djöfulsins.

Það eru sífellt fleiri að gera sér grein fyrir því að sú heimsmynd sem dregin er upp í stórum fjölmiðlum á við sjónvarp og dagblöðin er í besta falli einsleit ef ekki hreinlega lygi sem oft á tíðum er dreift í djöfullegum tilgangi.

Þess vegna er netið sífellt meira notað við að afla óháðra upplýsinga um hina ímsu viðburði, enda kemur þar margt fram sem stangast algerlega á við það sem stóru krana fjölmiðlarnir greina frá sömu atburðum, ef þeir hafa á annað borð séð ástæðu til að geta þeirra.

Það sem oft er sammerkt með þessu fréttaefni á netinu, er að það kemur frá fólki af vettvangi sem hefur oft náð að festa atburðina á mynd t.d. með gsm símum. Svona var ástandið á götum Madrid nýlega og dæmi svo hver fyrir sig hverjir hafi verið óeirðaseggirnir.


mbl.is Netið nær í sjónvarpsáhorfendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúleg vísindi.

Er lífið draumur og við ímyndun eigin hugsanna? Það sem hefur mest áhrif á hugsun okkar er það sem umhverfið býður, s.s. fjölmiðlar, vinir og fjölskylda osfv. Skilningsvit okkar setja takmörk, t.d. nemur sjónin aðeins ljósbylgjur og heyrnin aðeins hljóðbylgjur. Við vitum samt að það eru margskonar aðrar bylgjur sem geta náð til okkar t.d. útvarpsbylgjur með hjálp tækninnar. En fyrst og fremst er heimurinn eins og okkar eigin ímynd skapar hann.

Velgengnin felst í því að vera, gera og hafa. Byrjaðu á því að vera það sem þú óskar, gerðu svo það sem þarf til þess og lofaðu þér að hafa það alveg frá frá byrjun.

Með því að byrja á að vera það sem þú villt kemstu að því hvers þú raunverulega óskar þér og þú finnur hvort það er í samræmi við hjartað. Mörgum verður hált á því að byrja á því að gera áður en þeir vita hvað þeir vilja vera.

Með því að skapa aðstæður með hugsun, sjá þig fyrir í huga þér í því umhverfi sem þú óskar þér eins og þú vilt vera, þá léttir þú þér vinnuna við að gera. Þannig munt þú vita hvað þú vilt hafa og leiðin að því marki mun verða án erfiðis og sú vinna sem þú þarft að gera mun aðeins verða til ánægu.

Til að vita hvað þú vilt vera skalt þú sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér og ef tilfinningin sem þú þá finnur er góð ertu á réttri leið.

Andi þinn er undirstaðan (undirvitund) sem lagar sig að þínum kröfum.  Andinn verður að hafa fyrirmynd af því hvað hann á að skapa. Brauðdeig getur eins orðið að mjúku rúnstykki eins og að harðri tvíböku. Það skipir anda þinn litlu máli hvors þú krefst.

 


101 fyrir álfa.

Sagt er að menntakerfi nútímans komi að uppistöðu til frá Prússnesku kerfi 19. aldar kerfi sem var ætlað að búa til gott starfsfólk og hlýðna hermenn. Starfsfólk sem fylgir fyrirfram gefnum ferlum sem leiða til ákveðinnar niðurstöðu. Framúrskarandi nemendur þessa kerfis eru nær því undantekningarlaust verðlaunaðir, með vinnu við að viðhalda þeim gildum sem kerfið hefur innrætt og auka þannig skilvirkni þess.

Nú má ætla að þekkingu mannsins hafi fleytt það mikið fram að augljósar rökvillur kerfisins hafi verið leiðréttar. En er það svo? Heimurinn situr t.d. uppi með peningakerfi sem er byggt upp á þeirri staðreynd að lánuð eru verðmæti í formi peninga sem aldrei voru til sem raunveruleg verðmæti og af þeim eru innheimtir vextir. Hin viðurkennda þekking gengur út á að þessu kerfi verði viðhaldið með öllum tiltækum ráðum. Að öðrum kosti er okkur sagt að samfélagið hrynji með tilheyrandi hörmungum, það á sama tíma og allt sekkur í skuldafenið.

Skortur á frjálsri hugsun skólakerfisins hefur leitt til þess að fólk er tilbúið til að gefa stjórnvöldum sífellt meiri völd í lífi sínu. Vegna þess að því hefur verið innrætt að það búi ekki yfir nægilegri færni til að ráða við eigið líf í flóknu kerfi sem byggir á síaukinni skuldaánauð. Þess í stað er okkur ætlað að vænta þess að stjórnvöld leysi vandamálin. Með þessum hætti framseljum við frelsi okkar til stjórnvalda nútímans sem hafa sannað sig í því að vera verkfæri fjármálakerfisins að vösum almennings sem aldrei fyrr.

Séní menntakerfisins eru gerðir að ráðherrum, jafnvel eftir að þeir talandi á torgum hafa gefið almenningi von með því að tjá sig út frá innsæi hjartans. Þegar kemur að völdunum tekur ábyrgðartilfinning við og menntun rökhyggjunnar er notuð til að viðhalda kerfi skuldaánauðar og vonleysis. Þetta er sennilega gert í góðri trú um að verða að gagni, en þegar kemur að því að endurreisa kerfi sem sligast hefur undan skuldum er langsótt að sannfæra hjartað um að auknar skuldi séu besta lausnin. Þannig er fortíðar fáviska rökhyggjunnar sett ofar visku hjartans.

"Þú átt þér engan líkan, vertu einstakur", á alltaf við. Það er aldrei eins mikilvægt að láta sérstöðu sína ráða eins og á krepputímum. Þú ert einstakur og með sérstöðu þinni losar þú þig við samkeppni. Kreppa er oft ekki annað en hörð samkeppni um fánýta hluti þar sem glíman snýst um að komast af á öðru en sköpunarmætti eigin sérstöðu.

Viðurkennd þekking, þ.e.a.s. menntun tekur lítið tillit til sérstöðu einstaklingsins. Menntun gengur út á að þjálfa rökhugsun eftir ákveðnum fyrirfram gefnum leiðum, fremur en að efla sköpunargáfu og frumkvæði. Þessi tegund þekkingar hefur margoft verið til mikilla hindrana fyrir samfélagið og er oftar en ekki notuð til að halda einstaklingnum innan vissra viðurkenndra marka, burtséð frá augljósum villum.

Sem einfalt dæmi má nefna hversu lengi haldið var fram að jörðin væri flöt og hversu illa Galileo gekk að koma þeirri þekkingu á framfæri að jörðin snerist í kringum sólina, í óþökk akademískrar þekkingar þess tíma. Þannig má sjá að þekking sem aðlöguð er að fyrirfram gefnum kenningum þarf ekki að vera rétt. Sannleikurinn getur verið margbreytilegur eftir því frá hvaða sjónarhorni hann er skoðaður. Nýju föt keisarans eru annað dæmi um það.

Þegar hugsanir hjartans tengjast þeirri skapandi hugsun, sem við köllum Guð, ákvarðar hún hvað þær skapa. Það skírir hvers vegna jákvæðar hugsanir, bænir, trú og sköpunargáfa er nauðsynleg þegar nýjum markmiðum skal náð sem boða raunverulegar breytingar.  Listin við að lifa felst í að nýta hugrekki og sköpunarkraft án þess að ganga á rétt annarra, en því betur sem hverjum og einum tekst upp í því efni þeim mun meira mun hann uppskera. Það að lifa í fullu samræmi við eigið hjarta, er að gera öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér, ef þú værir þeirra sporum. Hversu erfitt sem það kann að reynast.

Það er aldrei of seint að endurheimta fjársjóð barnshjartans því hann býr innra með hverjum manni. það sem hverjum og einum finnst skemmtilegt og áhugavekjandi, á hvaða sviði sem er, þar er sá fjársjóður sem honum er ætlað að eignast.

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Trúleg vísindi.

Heilinn

Menntun gengur að mestu út á að þjálfa rökhyggju vinstra heilahvelisins og er að mestu búin að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa. 

Skólarnir eru orðnir að stærðfræði og staðreynda stofnunum sem gerir flesta á endanum að vinstra heilhvels fólki, sem er fullt af upplýsingum, en ekkert endilega visku, viti og þekkingu.

Í hægra heilahvelinu býr svo sköpunin, upplifunin og draumurinn. 

Það má kannski segja sem svo að flestir ættu að kannast við muninn á því hvenær hvaða heilahvel hefur yfirhöndina hjá viðkomandi.  Í atvinnu flestra er notast við rökhyggju vinstra heilahvelisins á meðan það hægra er brúkað í fríinu.


Bob Marley.

Don't let them fool ya,
Or even try to school ya! Oh, no!
We've got a mind of our own,
So go to hell if what you're thinking is not right!
Love would never leave us alone,
A-yin the darkness there must come out to light.

The road of life is rocky and you may stumble too,
So while you point your fingers someone else is judging you
Love your brotherman!

Don't let them change ya, oh! -
Or even rearrange ya! Oh, no!
We've got a life to live.
They say: only - only -
Only the fittest of the fittest shall survive -
Stay alive! Eh!

You ain't gonna miss your water until your well runs dry;
No matter how you treat him, the man will never be satisfied.
Say something!

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Trúleg vísindi.

Hugsunin getur framkallað myndir og séð hlutina fyrir því er hún til alls fyrst og er upphaf þess að skapa frá hinu ósýnilega. Allt sem við sjáum í kringum okkur á sér upphaf í hugsun, allir hlutir urðu til fyrir hugsun. Hlutirnir taka ásýnd eins og þeir eru hugsaðir, það er hugsunin sem kemur framkvæmdinni af stað. Þannig voru allir hlutir skapaðir, við búum í veröld hugsunarinnar þar sem hugsunin er hið skapandi afl.

Eins er það aðeins þegar við beinum athygli okkar í ákveðna átt sem hugsanir verða hagnýtanlegar sem atburður í tíma og rúmi.  Um leið og við drögum athyglina frá honum aftur, verða þær aftur að hugsunum í formi minninga.  Þannig geturðu séð að athugun þín og eftirtekt á einhverju getur hreinlega orðið að ákveðnum tímasetjanlegum atburði.

 

 

 

 


Gregg Braden.

IMGP6146 

Vísindamaðurinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn  Gregg Braden er þekktur fyrir að brúa bil vísinda og andlegra efna til samhengis við raunveruleikann.  Hann hefur átt farsælan feril sem jarðfræðingur hjá Phillips Petroleum, starfað sem yfirmaður tölvukerfa við Martin Marietta Defense Systems og verið  tæknilegur framkvæmdastjóri fyrir Cisco Systems.

Í meira en 25 ár, hefur Gregg leitað uppi og rannsakað forna texta sem geymdir eru á fáförnum stöðum s.s. í klaustrum, eins rúnir fornra mannvirkja til að afhjúpa tímalaus leyndarmál þeirra. Verkum hans hafa m.a. verið gerð skil á History Channel, Discovery Channel, National Geographic og ABC.

Hingað til hafa uppgötvanir Gregg leiddi til þess að hann hefur skrifað bækur á við God Code, The Divine Matrix, Fractal Time, og  þá nýjustu, Deep Truth.  Bækur þessar upptendra minningar um uppruna okkar, sögu og örlög.  Í dag, hafa verk hans verið gefin út á 19 tungumálum í 38 löndum, sem sýna okkur umfram allan vafa að lykillinn að framtíð okkar liggur í visku fortíðarinnar.

Gregg Braden fer yfir það í þessum fyrirlestri hér fyrir neðan á hve einstökum tímum við lifum.  Tímar sem fornir menningarheimar voru búnir að sjá fyrir og hefðu viljað gefa mikið fyrir að lifa.  Tímans hjól eru að hefja nýjan hring sá fyrri er á enda runninn eftir þúsundir ára þann 21.12.2012.  Það merkilega er að saga okkar samkvæmt ritúalinu nær aðeins yfir lítinn hluta þess tímahrings sem er að enda.

Möguleikar mankins á þessum tímamótum virðast vera magnaðir.  Einnig fer Bradd yfir það hvernig heimurinn er að breytst fyrir framan nefið á okkur án þess að því sé veitt eftirtekt en á meðan er fólki haldið uppteknu af heimsmynd Darwins í gegnum fjölmiðla og menntastofnanir með ímyndinni um það að þeir hæfustu komist af þegar reyndin er sú að markaðslögmál samkeppninnar eru að hrynja alt um kring og úlfúðin komin á það stig að eira engu, allra sýst þeim hæfustu.

Nútíma vísindi eru u.þ.b. 300 ára gömul og hafa markvisst útilokað fleiri þúsund ára þekkingu.  Þeir vísindamenn eða kennarar sem reyna að flétta andans málum inn í  rannsóknir sínar eða námsefni er umsviflaust útlokaðir í fjölmiðlum og fræðimannsamfélagi við að koma þeirri þekkingu til skila. Með því hafa vísindin sett sig á stall með sömu trúarbrögðum og ástunduðu galdrabrennur.

Þó nútíma vísindin hafa t.d. fært okkur netið og snjallsímann, hafa þau ekki getað komið með það á sannfærandi hátt hver við erum, hvaðan við komum og hvert við stefnum.  Þessi grundvallar atriði hafa þau hulið móðu og það sem þó er gefið uppi samkvæmt tilviljanakenndri þróunarkenningu stenst enga skoðun.  Það muni heldur ekki verða í stóru fjölmiðlunum eða skólunum sem upplýst verður um hin sönnu vísindi um það hvernig tilveran snýst, það mun hver maður finna í hjarta sínu.

Fyrir sérvitringum eins og mér sem slökkt hefur á sjónvarpinu og útvarpi var það að rekast á vísindi Bradens ekki svo framandi, en á hans áhugaverðu sjónarmið rakst ég á alheimsnetinu fyrir nokkrum árum.  Með því að setja vísindi Bradens við upplifanir eigin lífs finn ég hvernig hann hefur rétt fyrir sér um það hvernig allt tengist.  Hvernig lögmál alheimsins og taktur náttúrunnar eru allt um kring.  Ég hef lengi haft grun um að þessi taktur hafi verið menntaður frá fólki og falinn í fjölmiðlum.  Þeim fari fækkandi sem hann finna og stundum hefur mér dottið í hug að bændur og sjómenn sem lifa með náttúrunni þekki lögmál hans best. 

Síðasta laugardagsmorgunn þegar ég opnaði útidyrnar til að taka sólarhæðina var refur við dyrapallinn þetta var það snemma morguns að umferðin um aðal umferðaræð Harstad, sem liggur um hlaðið hjá mér var ekki byrjuð.  Ég hafði mætt rebba áður á kvöldgöngu við verslunarmiðstöðina hinu megin við götuna, þá forðaði hann sér í snatri.  En nú horfðumst við í augu um stund áður en hann skokkaði í burtu og stoppaði svo við rekkverk bílaplansins til að athuga hvað ég hefði að segja, ég spurði hann hvað ert þú að gera hér Mikki refur.

Þegar leið á morguninn fór ég í minn vanalega göngutúr í uppáhalds víkina, settist þar sem sólin merlaði sjóinn í þarabreiðunni.  Úti fyrir spegilsléttri víkinni blés kaldur vindur haustsins og fyrsti snjórinn hafði gert fjallatoppana við Vogsfjörðinn hvíta.  Það leið ekki á löngu þar til máfur kom kjagandi yfir klett sem stóð upp úr þara breiðunni.  Mér datt augnablik í hug að hann hefði ekki tekið eftir mér og spurði "hvað ert þú að gera hér Jónatan Livingston mávur".   Hann gramsaði í þaranum synti svo spölkorn út á víkina flaug svo nokkra metra og settist akkúrat þar sem sólin merlaði sjóinn í andlitið á mér í smá rjóðri í þaranum.  Síðan labbaði hann í áttina til mín; hvað skildi hann ætla langt hugsaði ég, hann stoppaði svona meter frá mér.  Þarna sátum við saman um stund og létum sólina verma okkur bæði af himni og með endurkasti merlandi sjávar.

Ég fór í vasann til að ná í myndavélina og þóttist ætla að rétta honum, hélt kannski að þetta væri brauð mávur úr bænum.  Hann hafði engan áhuga á því sem ég rétti svo ég gat tekið myndir af honum að vild það eina sem hann var svolítið óöruggur yfir voru rafmagns hljóðin í linsu myndavélarinnar.  Hann kom sér svo betur fyrir upp á steini til að taka sólarhæðina, gaf frá sér hljóð í kveðju skini og flaug út yfir spegilslétta víkina kom svo til baka yfir höfðinu á mér kominn nógu hátt til að hafa vindinn í vængina.

Mér hefði ekki þótt þessi morgunn merkilegur og hefði sennilega túlkað sem tilviljanir, að hafa bæði talað við Mikka ref og Jónatan Livingston máv fyrir hádegi ef ekki hefði komið til samtal, sem ég átti við bókara fyrirtækisins sem ég vinn hjá, daginn áður. 

"Hvað gerir þú eginlega um helgar Magnús spurði bókarinn;" - ég sagðist ekki eiga í vandræðum með helgarnar ég fengi mér gönguferðir.  "Já svo þú ert þá væntanlega búin að fara á flesta fjalltoppa hérna í nágreninu til að skoða náttúruna". - Nei, ég finn styðstu leiðina niður í fjöru og sit þar á stein og bíð eftir að náttúran komi til mín, með því móti hef ég náð að tala við elg, otur, ref, fugla og ófáa ketti". 

Ég fór ekki út í að reyna skíra það fyrir honum, eftir að ég sá undrunarsvipinn yfir sumum dýrunum sem ég hefði talað við í innanbæjarumferðinni, að eins hefði ég prufað að sitja tímunum saman og telja taktinn í hafinu á meðan flæddi að milli fjöru og flóðs.  Það merkilega væri að takturinn væri sá sami og ég hefði lesið í gamalli frásögn drengs sem hafði haft tíma í að telja þennan takt. 

En nú er ég kominn út um víða völl en ætla að mæla með þessum stórskemmtileg fyrirlestri Gregg Bradens þó svo að hann fari í stóra hringi sem ekki er auðvelt að sjá fyrir endann á um tíma er það svipað og á nótaveiðum, það er þeim meira í nótinni þegar hún snurpuð saman.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband