8.4.2011 | 14:01
Gleðilegt icesave.
Þar sem ég hef sagt því sem næst allt sem mér hefur til hugar komið varðandi icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun þá ætla ég að láta unga íslenska móðir eiga lokaorðin á þessar síðu vegna icesave kosninganna á morgunn.
Grein Stefaníu Sigurðardóttir birtist í Fréttablaðinu í dag og eru rökin fyrir því að meirihluti þjóðarinnar segi NEI með þeim betri sem ég hef séð í umræðunni.
Icesave með augum íslenskrar móður
Stefanía Sigurðardóttir skrifar:
Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir.
Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn.
En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi.
Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum.
Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2011 | 06:58
Treystum Evu.
Vonandi ber þjóðinni gæfa til að hlusta á Evu og hafa vit fyrir stjórnmálamönnum þessa lands eins og í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Eina svar þeirra sem vilja troða skuldum gjaldþrota einkabanka ofan í þjóðina eftir þjóðin hafnaði því í fyrra, er að koma með icesave3 samninginn sem er efnislega sá sami og sá fyrri, en hæla sér samt af betri samning.
Breytingin frá fyrri samningi er áætlaðar stór bættar heimtur úr þrotabúi, hraðari útgreiðslur, prósenti lægri vextir og reiknikúnstir með gengið. Allar eru þessar upplýsingar fengnar frá mönnum sem sem eru á mörghundruð milljóna launum hjá skattgreiðendum eða í sjálftöku í skilanefndum. Hvernig á að vera hægt að trúa sama fólkinu og gerði fyrri icesave samning sem átti að vera sá albesti sem kostur var á?
Í gær var gefið út að icesave skuldin væri horfin, þar sem þessir fjármálasnillingar í skilanefndunum, sem er að stórum hluta sama liðið og var á fínum launum við að setja Ísland á hausinn, er búin að reikna sig í að fá það mikið fyrir Icealand. Í dag má allt eins búast við að upplýsingar komi um að með því að segja Já verði stórgróði af icesave. Treystum Evu hún veit hvað hún singur og það hafa fáir sungið betur fyrir þjóðina út á við.
![]() |
Augu umheimsins á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2011 | 17:26
Hinn ógnvænlegi spákaupmennskuflokkur.
Aumingja Már nú er honum farið að skorta lýsingarorð eftir að "ruslflokkur" breytti engu fyrir hinn almenna íslending, nú heldur hann að hinn ógnvænlegi "spákaupmennskuflokkur" komi til með að fá þjóðina til að segja já við icesave og verja lífkjörins "hyskisins".
![]() |
Raddir um greiðsluþrot þagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2011 | 13:11
Öfugmælavísur.
Ekki hefur Jóhanna kjark til að verja þjóðina fyrir fjárkúgun frekar en að efna skjaldborgina fyrir heimili landsins.
Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3 Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati".
Greinin hljóðaði svona;
8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun. Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt.
Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun og hefur ríkisstjórn Jóhönnu haft kjark til að taka á málinu áður en þjóðin kvittar undir reikninginn?
![]() |
Menn verða að hafa kjark |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2011 | 12:21
Eindæmi?
![]() |
Baldur í 2 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2011 | 12:12
Þá vitum við það.
Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið. Þá vitum við það, 300 milljónir kostaði að fá þá félaga til að gera samning sem er efnislega eins og fyrri samningur en samt það góður að þeim finnst að þjóðin ætti að samþykkja hann.
![]() |
Kostaði yfir 300 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2011 | 08:05
The Economic Endgame.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2011 | 07:30
Hannaðar skoðanakannanir.
Stóru fjölmiðlarnir, liðið sem var á fínu kaupi við að setja Ísland á hausinn, afæturnar sem skattagreiðendur losna ekki við af ofur eftirlaunum, hyskið sem ákvað að heimili landsins yrðu rænd í kjölfar hrunsins og glæpamennirnir með icesave aurana , hafa keypt hverja skoðanakönnunina eftir aðra sem hafa sýnt öruggan sigur Áfram icesave. En núna er að renna upp fyrir þeim ljós, þjóðin hefur aldrei ætlað að taka á sig skuldir glæpamanna. Það hefur alltaf verið ljóst að sjálfsprottnar kannanir s.s. á facebook hafa sýnt að 70-80% kjósenda mun hafna icesavelögunum.
![]() |
54,8% ætla að segja nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2011 | 06:08
Icesave já eða nei?
Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hlusta á eigið hjarta fremur en stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og álitsgjafa sem hafa haft hvað mest áhrif á þá stöðu sem upp er komin.
Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til manna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu aðilar urðu valdar af.
Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og áttavillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.
Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.
En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðing eða stjórnmálamann, hvað þá löglærðan frímúrara, ekki einu sinni þó hann sé í flokksbundinn framsóknarmaður. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið
Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
![]() |
Greinir á um lögmæti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.4.2011 | 21:44
Er virkilega þörf á að ræða við ESB?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)