17.3.2011 | 16:35
Rússneskt samsæri eða spádómur.
Hver ætli hafi hag af ofurtungls samsærinu? það er einkennilegt að tala um samsæriri þó tunglið sé nálægt jörðu nema að einhverjir búi yfir upplýsingum um hvernig hægt er færa sér það í nyt á annarra kostnað. Margir spádómar eru aftur á móti uppi um hve mikil áhrif staða himintunglanna kunni að hafa á segulsvið jarðar og vilja sumir meina að tunglið kunni að hafa áhrif á meira en sjávarföllin það gæti einnig haft áhrif á flekaskil jarðar og þá jarðhræringar.
Ofurmáni hefur ekki verið síðan 1992, við það að tunglið er svona nálægt jörðu sýnist það 14% stærra og 30% bjartara. Ekki er ósennilegt að staða annarra hnatta hafi áhrif á segulsvið jarðar og þá á fleira en flóð og fjöru. Til að mynda má víða finna áhugaverðar upplýsingar um hve norðurpóllinn (segulpóllinn) hefur færst mikið síðustu ár og nú er talað um að hann færist hraðar en áður og hafi færst um 40 km síðast árið. Margir vilja meina að þetta tengist breytingum á stöðu himintungla og Maya tímatalið hafi gert ráð fyrir þessu en þeir voru búnir að reikna út að árið 2012 væri komin upp staða himintungla sem ekki hefði verið í 23.000 ár. Þessar vangaveltur hafa ekki verið mikið í almennum fréttum en byggja engu á síður á því sem er að gerast.
Hérna er blogg um þar sem því er haldið fram að Rússneskir vísindamenn vari við ofur jarðskjálfta í Bandaríkjunum alveg á næstunni.
A new report released today in the Kremlin prepared for Prime Minister Putin by the Institute of Physics of the Earth, in Moscow, is warning that the America's are in danger of suffering a mega-quake of catastrophic proportions during the next fortnight (14 days) with a specific emphasis being placed on the United States, Mexico, Central America and South American west coast regions along with the New Madrid Fault Zone region.
This report further warns that catastrophic earthquakes in Asia and the sub-continent are, also, "more than likely to occur" with the 7.3 magnitude quake in Japan today being "one of at least 4 of this intensity" to occur during this same time period.
Raising the concerns of a mega-quake occurring, this report says, are the increasing subtle electromagnetic signals that are being detected in the Earth's upper atmosphere over many regions of the World, with the most intense being over the US Western coastal and Midwest regions. Meira....
![]() |
Samsæriskenningar um tunglstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2011 | 13:21
Aulabárðar og glæpamenn.
Hvað má þá segja um þá sem hafa gert og samþyktt icesave123 samningana. "Varstu sá auli að halda, að Íslendingar hefðu útbúið eitthvað töfrabragð, örhagkerfi þar sem bankarnir buðu ótrúlega ávöxtun? Ég held að þú hefðir verið svolítið tregur. Eitthvað hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum." segir David Ruffley Þingmaður breska Íhaldsflokksins.
Hyskið á alþingi ætlar þjóðinni að borga aulunum upp í topp, því 51% af eignum gjaldþrota Landsbankans eiga að ganga til innistæðutryggingarsjóðsins 49% af eignum eiga svo að ganga til Breta og Hollendinga upp í það sem þau ríki greiddu umfram innistæðutrygginguna, það sem svo útaf stendur eiga skattgreiðendur á Íslandi að borga. Er þetta "hyski" aular eða glæpamenn.
![]() |
Aular að láta blekkjast af íslensku bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2011 | 09:32
Með snöruna um hálsinn.
Það er nokkuð ljóst að fréttir af góðu gengi Landsvirkjunar við að fjármagna Búðarhálsvirkjun benda til að hræðsluáróðurinn fyrir því að samþykkja verði icesave til að íslensk fyrirtæki eigi möguleika á erlendum fjármálmörkuðum, eigi ekki við rök að styðjast.
Það má segja að þegar ógnunum og lygum er beitt , líkt og icesave "hyskið" hefur gert til að hræða þjóðina til þess að segja já í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, geti reynst katastroffa. Svona fréttir, rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eru því ekki góðar fyrir "hyskið", það er komið með snöruna um hálsinn.
Sennilega á "hyskið" eftir að afneita þessari fjármögnun af alefli í tilraunum sínum við að bjarga eigin lífi.
![]() |
Landsvirkjun fær lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2011 | 22:02
Það verður 80% nei við icesave.
Það kæmi verulega á óvart ef niðurstaðan úr icesave kosningunum verður ekki 80% NEI. Það þarf ótrúlegan hugsunarhátt til að segja JÁ. Þegar hugurinn er gerður upp geta ýmsar ranghugmyndir komið til álita, en þegar hjartað er spurt um hvort rétt sé að borga skuldir gjaldþrota einkabanka er svarið hjá flestum á einn veg, NEI.
Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið. Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.
Þjóðinni hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við þetta velmenntaða fólk þegar þeim er sagt að samkvæmt ísköldu hagsmunamati sé rétt að samþykkja icesave3. Sérfræðingarnir með exel þekkinguna hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyranna til að verja kerfið, þeir hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, þeir treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Þeir trúa því að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og með því haldi þeir stöðum sínum hjá kerfinu.
Staðreyndin er að stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar mistaka sinna en ekki orsakir. Staðan eftir u.þ.b. þriggja ára björgunaraðgerðir stjórnvalda er orðin þannig að hinum almenni borgara er í reynd gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta. Þetta er gert í gegnum ríkissjóð og nú á að leysa milliríkjadeilu um skuldavanda sem stjórnmálamenn og sérfræðingar þeirra hafa stofnað til í öðrum löndum með því að bæta icesave skuldbindingunni á íslenska skattgreiðendur.
Síaukin skuldaánauð hefur leitt til nútíma þrælahalds á Íslandi. Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.
En hvað er þá rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, það þarf ekki lögfræðing til að skíra út málið, hvað þá stjórnmálamann. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.
Icesave hverfur ekki með því að hafna því segja spunameistararnir. Það verður samt sem áður aldrei hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og orsakaði það. Vandamál sem við fáum ekki leyst ættum við að líta fram hjá og halda áfram með líf okkar, því hjartað veit en hugurinn glepur.
![]() |
Mjótt á mununum um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2011 | 21:43
Lögbundinn þjófnaður.
Gleymum ekki því að okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til lífeyrissjóða, því skýtur það skökku við að vísa frá tillögu um málsókn þegar tugir milljarða hafa tapast með vafasömum hætti. Glæpamenn á að draga fyrir dómstóla.
Áfram Ragnar Þór, það eru að verða tvö ár síðan hann benti á hve vafasamt væri að gera Ragnar Önundarson að formanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sá hér. Það er öllum ljóst í dag að hann hafði rétt fyrir sér. En það þurfti að grafa eftir gögnum frá Samkeppnisstofnun og birta þau fyrir alþjóð til að stjórn LV sæi sér ekki fært að verja spillinguna lengur.
![]() |
Tillögu um málssókn vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 14:24
Brothers in arms.
Hér má sjá þá félaga, Sarkozy og Gaddafi á meðan allt lék í lindi og trate-að var með olíu og vopn.
![]() |
Segir að Líbía hafi fjármagnað kosningabaráttu Sarkozy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2011 | 07:47
Jólasveinar í mars?
Lán geta lækkað um allt að 63%, þessir herramenn sem skarta skarta forláta yfirvaraskeggi til að
leggja góðu málefni lið þessa dagana standa greinilega í góðgerðastarfsemi á fleiri sviðum. En framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, telur að heildarafskriftir SP vegna endurútreikninga erlendra lána muni nema 29 milljörðum þegar upp verður staðið.
Það hefði einhver látið það vera í þeirra sporum að mikla góðverkin með myndbirtingu því það er hverjum manni ljóst að það er verið að afskrifa þýfi samkvæmt dómstólum landsins. Þó svo að yfirskeggið komist langt með að láta þá félaga líta út eins og jólasveina hefði hausboki hugsanlega gagnast þeim betur, svona eins sjá má í sjónvarpfréttum þegar blaðamenn reyna að mynda dæmda glæpamenn fyrir utan dómsstólana.
![]() |
Lán geta lækkað um allt að 63% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2011 | 18:55
Góður þessi.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að á kjarasamningum og niðurstöðu um Icesave geti oltið hagvaxtarhorfur, áform um afnám gjaldeyrishafta og þar með atvinnuuppbyggingin öll.
Semsagt; engar kauphækkanir, hærri skattar og auknar skuldir. Þá mun 2007 aftur ganga í garð með öllum sínum fjárfestinga verkefnum. Castró frestaði jólunum á sínum tíma, Jóhanna lofar jólunum 2007 gangist þjóðin við icesave.
![]() |
Boðar 2.200 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2011 | 11:21
Hörð lending / Gerald Celente
![]() |
Þingmaður líkir bandarískum ríkisfjármálum við Ponzi-svindl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 15:17
Skrípaleikur.
Eftir að þessi fyrirtæki komust á framfæri skattgreiðenda í gegnum bankana hefur viðskiptasiðferðið verið í núlli og því miður skánaði það ekkert þegar lífeyrissjóðirnir keyptu hlut í hræinu. Það hefur verið látið óátalið að heyja undirboð með Tax Free tilboðum á vörum þar sem samkeppni ríkir, vitandi allan tímann að það hefur verið okrað með samráði á þeim vörum þar sem þau sitja ein um hituna.
Hugsunarháttur Íslands dagsins í dag er eins einn "málsvari verklýðsins" sagði við mig "öll ættum við að geta verið sammála um það að sjóðum í okkar eigu ber að hámarka verðmæti eigna sinna". Það þarf svo sem ekki að búast við öðru en aðgerðir Samkeppniseftirlitsins og Efnahagsbrotadeildar sé enn einn skrípaleikurinn til að láta fólk halda að það búi í réttaríki. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum með meðalgreind hvaða "hyski" fer með völd.
![]() |
Fimmtán handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)