29.9.2009 | 17:42
Fínt fyrir hagfræðingana að fá enn eitt vísitölu ruglið.
Þessar hugmyndir félagsmálaráðherra eru illskiljanlegar. Helst hallast ég að skoðun Ingólfs H Ingólfssonar sem var í Kastljósi í gær, hann hefur leiðbeint fólki með það hvernig má sjá við marföldunaráhrifum verðtryggingarinnar. En hann sagði; þetta eru "hundakúnstir" sem gera alla eignalausa á mettíma.
En ég skil vel að hagfræðingar og viðskiptafræðingar gjaldþrota hugmynda þyrpist að svona hugmyndum eins og hýenur að hræi. Þeir sjá sér leik á borði við að reikna enn eina rugl vísitöluna sem verður "launavísitala greiðsluerfiðleika".
Myndir einhver kaupa 20 milljóna hús með yfirtöku á áhvílandi 50 milljóna láni, berandi þá von í brjósti að eftir 40 ár fái hann afskrifaðar 30 milljónir? Þarf hagfræðimenntaðan vísitölufræðing til að reikna út óskapnaðinn?
Til að láta sér detta svona rugl í hug þarf samvinnu stjórnmálamanna og hagfræðinga sem allir eru á framfæri hins opinbera. .
![]() |
Borgað af lánum eftir tekjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 08:36
Guð blessi Ísland - Mikið var.
Mikið var að hjarta mitt slær með forystumanni þjóðarinnar. Það hefur ekki gerst síðan Geir bað Guð um að blessa Ísland.
Vonandi merkir þetta það að Jóhanna ætlar að láta hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir. Setja Ísland í fyrsta sæti og láta AGS, ESB og icesave mæta afgangi. Þá er ég viss um að hún mun hafa þjóðina á bak við sig.
![]() |
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2009 | 08:57
Fá Jóhanna og Össur far?
Þetta er svolítið sérstök ósk hjá Steingrími í ljósi aðstæðna. Ef Steingrímur ætlar að halda áfram í skotgröfunum ætti hann kannski að hugleiða það hvort ekki sé rétt að hann taki sér far með rútunni á leiðinni norður og niður við glymjandi fögnuð viðstaddra.
http://www.youtube.com/watch?v=aQIxn7s3ym8
![]() |
Vill senda skúrkana burt í rútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 12.10.2009 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2009 | 22:04
Is There Anybody Out There?
Hvað með stríðið gegn hryðjuverkum, verður vopnahlé á friðardaginn? Hvað skildi þetta stríð vera búið að taka mörg saklaus mannslíf? Er það kannski orðið hryðjuverkið sjálft?
http://www.youtube.com/watch?v=H-oLx8aynsY
![]() |
Enginn hernaður á Friðardaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.10.2009 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 18:09
Karl greyið.
Það er ánægulegt að Seðlabankastjóri hafi rofið fjölmiðla straffið og deili nú áhyggjum sínum um kaup og kjör með þjóðinni.
Það er náttúrulega hrikalegt almennt séð að detta niður úr "kannski fimm milljónum skattfrjálst" á mánuði niður í eina milljón með sköttum. Almennt séð er það líka erfitt að vera í greiðsluerfiðleikum og kannski að þurfa að leita á náðir þeirra sem lánuðu og maður á að standa í lappirnar gagnvart. Hvað þá ef skuldirnar hafa tvöfaldast vegna vaxtaokurs og gengistrixa, þetta geta margir tekið undir.
Þetta er náttúrulega meira en almennt séð ófært fyrir gamlan höfund stýrivaxtastefnunnar sem setti Ísland á hausinn. Enda gafst það almennt séð þá ágætlega að borga FME og Seðlabanka staffinu ofurlaun ábyrgðarinnar vegna, þau hefðu bara þurft að vera hærri.
![]() |
Peningar eru ekki allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 08:47
London Calling.
Þá eru þeir sestir við viðtækin blessaðir þingmennirnir okkar og bíða eftir nýjustu línunni frá London.
Þegar hetjur þorskastríðanna svöruðu London í verki, þá var tíðin önnur á Íslandi. Þá átti þjóðin bæði hetjur og foringja.
http://www.youtube.com/watch?v=lotkzHsIuoA
![]() |
Icesave í utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.10.2009 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.9.2009 | 08:41
"Sporin hræða"
Sennilega eiga Íslendingar eftir að glata forræðinu yfir auðlindunum hraðar en nokkurn grunar. Stjórnmálamenn sem nú sjá afkomu sinni ógnað eiga eftir að sjá fyrir því.
Sveitafélögin eru í sömu stöðu og ríkið, hallareksturinn er stjarnfræðilegur og verður ekki fjármagnaður með lántökum áfram. Þá er ekki annað til ráða en að skera niður eða selja eignir til að geta haldið kerfinu gangandi. Þar eru auðlindir s.s. háhitasvæði, hitaveitur og vatnsveitur verðmæti sem auðveldlega má koma í verð.
Það eru til dæmi þess að á sama tíma og öldruðum hefur verið vísað á dyr í heilu sveitarfélagi hafa stjórnendur þess ekki séð ástæðu til að skera neitt niður í útblásnu stjórnkerfi þess, það hefði komið niður á þeirra efnahag. Það er af þessum ástæðum sem hætt er við að auðlindirnar lendi úr eigu þjóðarinnar.
Spor þeirra stjórnmálamanna sem nú sitja við völd eru vörðuð ESB aðildarumsókn, icesave samkomulagi og stórauknum álögum á almenning vegna gjaldþrota einkabanka. Á meðan hafa heimili og fyrirtæki mátt horfa upp á mesta eignabruna og skattahækkanir sögunnar.
Það má því nota orð eins stjórnmálaforingans sem hann notaði svo oft á meðan hann var í stjórnarandstöðu, "sporin hræða".
![]() |
Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 08:54
Afglapi í brúnni.
Það er slegið í og úr með gjaldeyrishöftin nú á að herða þau, hótað er hörðum viðurlögum. Minna fer fyrir því hjá Seðlabankanum að taka á sig ábyrgðina af glórulausri tilurð þeirra.
Það er ekki nem einn og hálfur mánuður síðan að þessi frétta tilkynning var send út; Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeim verður aflétt í áföngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands 31.07.2009.
Það er ekki nokkur hætta á því að gjaldeyrishöftunum verði aflétt í nánust framtíð. Þessi hagstjórnarspekingur í Seðlabankanum dettur ekki í hug að láta frá sér þau völd sem þau gefa. Enda er Seðlabankastjóri höfundur okruvaxtastefnunnar sem sem keyrði allt í þrot á Íslandi og Seðlabankinn þessa dagana að gíra sig upp í frekari vaxtahækkanir.
Það er undarlegt að vera þegn ríkis þar sem þeir sem gerst hafa sekir um mestu afglöpin gagnvart þjóðinni sitja í helstu lykilstöðum. Svo ekki séu notuð stærri orð.
![]() |
Eftirlit með gjaldeyri hert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 14:28
Sjálfvirk tortíming.
Það er athyglisvert að bera saman sýn Joseph Stiglitz og Jóhannesar Björns á aðkomu AGS í íslenskt efnahagslíf. Jóhannes hefur haldið úti síðunni www.vald.org til margra ára og hefur reynst sannspár á þróun efnahagsmála í heiminum.
Jóhannes Björn birti eftirfarandi grein á síðu sinni í dag;
Landshöfðingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi getur slakað á því eyðilegging hagkerfisins er komin í fastann farveg og kerfið sér sjálft um að koma auðlindum landsins á brunaútsölu. Vinnubrögð AGS koma ekkert á óvart-stofnunin hefur endurtekið þennan leik út um allan heim í marga áratugi-en vanhæfni íslenskra stjórnvalda virðist vera furðu takmarkalaus.
Nýi kommissarinn á svörtuloftum er bókstaftrúarmaður sem dýrkar hagfræðikenningar sem aldrei hafa skilað árangri í okkar litla hagkerfi. Þetta er gamla geðveikin sem Einstein lýsti, að endurtaka sömu mistökin í sífellu en búast í hvert skipti við nýjum árangri. Fljótandi dvergkróna, okurvextir, óréttlát verðtrygging og ólögleg gjaldeyristrygging lána-öll þessi mistök eru tilvísun á algjört hrun.
Fljótandi dvergkróna hefur aldrei staðist, enda hefur gengi hennar alltaf verið úti í hött. Stundum allt of hátt og núna of lágt. Íslensku bankarnir gátu meira að segja spilað fram og til baka með krónuna 2008. Hvað geta þá alvöru peningastofnanir úti í heimi gert krónunni ef svo ber undir? Það verður að koma í veg fyrir þessa spákaupmennsku og miða gengi krónunnar við körfu helstu gjaldmiðla. Þetta gera Kínverjar og þeir voru eina Asíuríkið sem slapp algjörlega við hrunið 1997 (sem fjármagnsfyrirtæki settu á svið) og þessi gengisstefna hefur reynst þeim vel í kreppunni sem nú gengur yfir.
Íslenskir stýrivextir eru hrein truflun. Þótt ekkert annað bjátaði á þá myndu þeir einir nægja til þess að kollvarpa hagkerfinu. Það er ekki hægt að reka neina atvinnustarfsemi af einhverju viti ef yfir þriðjungur veltunnar fer í að borga okurvexti. Menn sem eru aldir upp í vernduðu umhverfi innan veggja ríkisstofnanna skilja þetta kannski ekki, en þeir sem stunda einhvern rekstur verða að lifa við þessa martröð á hverjum degi.
Verðtrygging lána er eitthvert mesta glapræði seinni tíma. Á áratugunum fyrir 1980 ríkti algjör óstjórn á íslenskum fjármálamarkaði. Verðbólgan æddi áfram og ráðamenn annað hvort ekki skildu hvað var að gerast eða vildu ekki skilja það. Í staðinn fyrir að beita raunhæfum lausnum, t.d. draga úr útlánum bankanna með hærri bindiskyldu, þá var kerfið sett á sjálfstýringu með verðtryggingunni. Þetta var taktísk viðurkenning valdamanna á þeirri staðreynd að þeir kunnu ekki að stjórna hagkerfinu.
Verðtryggingin er ólögleg að því leyti að hún er ekki í anda eðlilegra viðskiptahátta. Hvernig getur það staðist að aðeins annar aðilinn taki alla áhættu af öllu sem kann að fara úrskeiðis í framtíðinni? Það er líka grátbroslegt að sama bankakerfi og rústaði landinu ber ábyrgð á því að verðtryggð lán hafa stórhækkað. Og nú heimtar þetta sama kerfi að fólk ekki aðeins borgi okrið heldur haldi áfram að borga af lánum af húsnæði sem það er búið að missa. Þetta er einhver hroðalegasta ósvífni allra tíma.
Meingallaða kerfi-fljótandi gengi, okurvextir og arfavitlaus verðtrygging lána-gerir starf AGS-að rústa velferðarkerfinu og hleypa erlendu fjármagni í allt bitastætt-auðvelt.
- Við fáum stór erlend gjaldeyrislán sem að miklum hluta verður sóað í að "verja" krónuna, nokkuð sem þyrfti ekki að gera ef gengið er fest. Það er alveg eins hægt að fleygja þessum gjaldeyri á öskuhaugana.
- Við verðum neydd til þess að standa við óraunhæfar skuldbindingar. Til þess að geta staðið í skilum þá verðum við að selja auðlindir landsins í vaxandi mæli. Þetta er byrjað og eykst í rólegheitum.
- Draumur AGS um niðurskurð á félagslegri þjónustu rætist. Þessi þáttur nálgast þráhyggju hjá stofnuninni og er alltaf settur á oddinn. Þótt AGS hafi þurft að biðjast afsökunar eftir að hafa rústað kerfinu í S-Kóreu 1997 þá bendir ekkert til þess að hatur sjóðsins á félagskerfinu hafið nokkuð dvínað.
- Þúsundir einstaklinga sem þjóðin hefur kosta til mennta flýr land.
Ef stjórnvöld halda áfram á sömu braut þá blasir allt annað og verra Ísland við okkur eftir nokkur ár. Okurvextir, óraunhæfar afborganir af erlendum skuldbindingum og atvinnuleysi eiga eftir að orsaka enn frekari gjaldþrot og meiri erfiðleika. Þetta er óþolandi vítahringur og þróun sem ber að stöðva.
Það verður að höggva á hnútinn. Afnema verðtrygginguna, festa krónuna og lækka stýrivexti niður í 2%. Með því að festa krónuna spörum við gjaldeyri og verjum hagkerfið fyrir erlendum spákaupmönnum. Það er líka nokkuð ljóst að verðtrygging lána og okurvextir eru helstu orsakir þrálátrar verðbólgu.
Tökum þetta kerfi úr sambandi og sjáum hver staðan verður eftir nokkra mánuði. Við höfum engu að tapa því kerfið er ónothæft í sinni núverandi mynd.
![]() |
Segir AGS standa sig betur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 27.2.2010 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2009 | 22:36
Eingin hætta er á að icesavelögunum verði hafnað.
Fyrirvarar Alþingis við icesave ganga í aðalatriðum út á að borga eins og hægt er en ekki meira. Það er eingin hætta á að Bretar og Hollendingar hafni slíku boði. Þeir munu sjálfsagt draga lappirnar og gera athugasemdir en þeir munu sætta sig við fyrirvarana. Aðalatriðið er að Alþingi íslendinga hefur unnið þann einstaka gjörning að samþykkja það að íslenskur almenningur taki ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka. Þetta vita Bretar og Hollendingar enda hafa þeir fagnað afgreiðslu Alþingis þó svo þeir hafi ekki tjáð sig um fyrirvarana.
Steingrímur ætlar að leika leikritið til enda og telja fólki trú um að varnarsigur hafi unnist að lokum. Hann talar um upplausn ef fyrirvararnir verði ekki samþykktir. Upplausnin yrði þá fyrst og fremst í stjórnkerfi elítunnar sem ekki gæti lengur fjármagnað sig með lántökum á kostnað þjóðarinnar. Almenningur hefur upplifað upplausnarástand mánuðum saman eða allt frá því að stjórnmálamenn ákváðu að láta þjóðina axla hrun bankakerfisins í stað þess að nota tækifærið og byggja upp nýtt Ísland. Það er hvorki hætta á að "Mammon" né Bretar og Hollendingar hafni svona gylliboði.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.9.2009 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)