Færsluflokkur: Dægurmál
20.1.2009 | 23:00
Ábyrgðin liggur hjá Alþingi.
Nú hlýtur að vera komið að því að Alþingi sýni þjóðinni þann lágmarks skilning að leysa ríkisstjórnina frá völdum. Það er átakanlegt að fylgjast með því hvernig þingmenn stjórnarflokanna koma sér undan því að bera ábyrgð á ríkisstjórninni. Sumt af því sem þeir láta út úr sér er hreint lýðskrum. Valdið liggur hjá Alþingi, hjá þingmönnum hverjum og einum sem ber að fara eftir sannfæringu sinni.
Megi Guð gefa að mótmælendur og lögregla komast óslakaddaðir frá þessum atburðum, þetta er fólk sem á við sameginlegan vanda að glíma. Það er Alþingi sem ætti að sjá sóma sinn í að koma vanhæfri ríkistjórn frá frekar en að etja borgurum þessa lands saman.
![]() |
Enn fjölgar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 21:49
Akra da dabra.
Hér gætu verið svipuð um viðskipti að ræða og hjá Glitni til Birnu bankastjóra.
Kaupþing lánar Arabahöfðinginn kaupir, Kauphöllin dásamar gjörninginn og eiginfjár staðan er styrkt til muna. Svo kemur bara í ljós að vegna mistaka gleymdist að skrá og skuldfæra lánið. Skattgreiðendur í ljótum málum.
Nema þetta hafi verið helber uppspuni frá rótum sem Kauphöllin tók þátt í að kynna sem lögmæt hlutabréfa viðskipti. Annað eins hefur nú skeð.
![]() |
25 milljarða króna greiðsla týnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2009 | 12:47
Bíum, bíum bamba.
Það er höfðinglega boðið af mótmælendum að vilja borga framlengingarsnúruna sem sviðnaði og rifnu gallabuxurnar. En það er bara ekki nóg samkvæmt fréttum Bylgjunnar telur forstjóri 365, sem ötullega hefur talað fyrir því að lögregla beiti sér líkt og í fasistaríkjum, að hann og einhverjir starfsmenn hafi misst svefn á nýársnótt og nær sé að bæta þeim það.
Þá er spurningin hvort mótmælendur verði ekki að bæti honum skaðann með því að syngja "bíum, bíum bamba" fyrir forstjórann.
![]() |
Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 21:25
Svona eiga sannir vinir að vera.
Þegar ég heyrði af því hvað ISG hafði sýnt vinkonu sinni mikla og innilega hluttekningu vegna faglegs heiðurs hennar. Þá hringdi ég í Kidda vin minn smið og bað hann lengstra orða að gleyma nú ekki að bera vinkilinn og hallamálið á milliveggjagrindina sem hann var að setja upp í dag. Svona til að passa upp á faglega heiðurinn.
Það furðulega var að ég gat ekki heyrt betur en Kiddi væri eitthvað fúll yfir þessu heilla ráði.
![]() |
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2009 | 14:19
Þarna eru misindismenn sem þarf að sparka út.
![]() |
Spiluðu knattspyrnu í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2009 | 18:25
Gott hjá mótmælendum að stoppa kryddsíldina.
Burtséð frá því hverjir brutu rúður í Nornabúðinni og af hverskonar völdum, þá verður það að teljast þakkarvert að mótmælendur skyldu leggja það á sig að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag. Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá við veisluboð í glasaglaum. Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytt kryddsíldar"show".
Kannski opinberaði þessi Kryddsíld vel veruleikafyrringu fjölmiðlafólks fyrir stöðu mála. Allavega opinberaðist það fullkomlega þegar Stöð 2 sýndir myndir af miklu eignatjóni (sviðnir kaplar) og einum mótmælenda vopnuðum vasahníf við að reyna að spenna upp glugga ásamt stafsmanni stöðvarinnar með rispu á kinn í kvöldfréttum í gær, nýársdag. Þar sem forstjóri 365 gagnrýndi lögreglu fyrir allt of vægar aðgerðir gegn vopnuðum glæpamönnum. Spurning hvort Stöð 2 ætlar áfram að vera fjölmiðill fasískra viðhorfa.
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2008 | 07:38
Tekur ný-fasismi við af ný-frjálshyggjunni?
Fasistar tuttugustu aldarinnar komust sumir hverjir til valda með tilstuðlan lýðræðisins og komust þannig hjá því að beita ofbeldisfullum valdaránum. Eftir að hafa komið sér fyrir í stjórnkerfinu breyttu þeir leikreglunum sér í hag til þess að halda völdum sama hvað á dyndi. Þeir töldu að ástandið væri svo viðsjálfvert að engum nema þeim væri treystandi. Þessar fasistastjórnir þurftu yfirleitt á sterkum einræðisherrum að halda sem þær stóðu og féllu með. Nú virðast þessi fasísku sjónarmið vera farin að skjóta rótum í lýðræðinu með nýjum hætti, nokkurskonar lýðræðislegur fasismi. Það er sama hvað fólk kýs það er aðeins eitt í boði, sjónarmið "flokksins". Þetta hefur sannast hvað best eftir síðustu kosningar hér á landi. Þó svo að allar forsendur séu gjörbreyttar situr ríkisstjórnin sem fastast og telur sig hvergi þurfa að víkja, þrátt fyrir mótmæli og skoðanakannanir sem sýna að fólkið vill breytingar. Meir að segja þó að öll kosningaloforðin hafi snúist upp í andhverfu sína.
Það virðist vera orðin viðtekin venja í lýðræðisríkum að þegar sé búið að ákveða ríkisstjórn og stefnu fyrir kosningar og fólki því aðeins talin trú um að það hafi val. David nokkur Icke segjir m.a. að afloknum forsetakosningum í Bandaríkjunum; trúir því virkilega einhver að óþekktur "maður fólksins" geti sprottið óvænt fram og sigrað í einni fjárfrekustu kosningabaráttu sem átt hefur sér stað? Eða varð hann fyrir valinu af þeim fjármagnsöflum sem eru við völd og vilja koma á alheimsvæðingu og vilja hafa völd yfir því fólki sem Obama segist ætla að gefa "von, breytingar og frelsi"?
Þegar er að gáð þá eru sömu öflin að baki Obama og Bush. Nýfrjálshyggju armur Republikana hefur staðið á bak við Bush síðustu átta árin, með stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan, Írak og nú efnahagshruni, dæmigerðum slæmum málum. Nú býður Demokrata armur sömu gilda, fram Barack Obama sem "lausnara" án þess að gefa nokkurn tíma uppi í hverju lausnirnar eiga að felast. Gefið hefur verið til kynna að þær eigi rætur í okkar eigin"von" um "breytingar" til betra lífs.
Við sem teljum okkur vera upplýst, hugsum; "hann er í það minnsta skárri en Bush".
En er svo? Allavega eru möguleikar Obama og aðstandenda hans orðnir ótakmarkaðir til að láta yfir heiminn ganga alheims-fasisma í nafni "vonar", "breytinga" og "frelsis" því svo sterk er þrá fólks orðin í annað ástand. Jarðvegurinn hefur sjaldan verið betri.
Fyrir þá sem hafa nennu til að kynna sér bakgrunn Obama þá er hér slóð:
http://www.davidicke.com/content/view/18281
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 09:48
Gleðileg jól.
Óska þeim sem líta hér inn gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar. Myndin er af Egilsstaðakirkju sem ég hef fyrir framan stofugluggann dag hvern. Myndin er tekin á aðfangadag í fyrra. Í dag er snjórinn ekki til staðar en 9 stiga hiti, milt og gott veður. Í gær ljómaði himininn í glitskýjum, útsýnið hjá mér er alltaf frábært.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2008 | 14:31
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum.
Þeir eru ekki af baki dottnir spámennirnir í greiningardeldunum. Gott að fá svona bjartsýnispá á þessum síðustu og verstu eins og birtist í niðurlaginu. Verst að þessi hagfræði þeirra gagnast innlendum skuldurum lítið.
"Með öðrum orðum er skammtímaávöxtun fjármagns í krónum meiri í mánuði hverjum heldur en búast má við að fáist næsta árið í sumum helstu myntum. Þarf því mikla svartsýni á þróun krónu til þess að kjósa að halda fjármunum sínum í öðrum myntum þessa dagana," að því er segir í Morgunkorni Glitnis."
![]() |
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2008 | 11:29
Mótmælum í dag með því að minnast lífeyrissjóðanna í þögn.
Gleymum ekki því að okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til lífeyrissjóða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)