Færsluflokkur: Dægurmál

"Hefðum greitt allar okkar skuldir og átt góðan afgang.“

Það verður fínt fyrir þá sem eru í svipuðum rekstri og Next að fá "umboðsmann skuldara" inn í bankana til að senda fyrirspurn á vegna svona vinagreiða.

Það var leitt að vegna flókinna gjaldþrota skyldi þessir eigendur ekki eiga "afgang".  Hver skyldi hafa komið því að hjá Next í Bretlandi að þau væru eina rétta fólkið til að reka verslunina?  og mátti alls ekki loka þessari búllu Bretana vegna eða Landsbankans vegna?

Kannski er rétt fyrir þá sem eru með svipaðar verslanir og Next að koma sér upp flóknu gjaldþroti og semja svo við bankann.  Þó svo það gæti kostað að eigendur misstu af "afgangi" þá skerast af skuldir sem verður að teljast plús.  Sennilega mun einfaldara ferli en að setja sig í samband við "umboðsmann skuldara".


mbl.is Next vildi þau eða ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún og Davíð á Núllinu.

Ingibjörg Sólrún og Davíð eiga margt sameiginlegt, starfsvettvangur þeirra og lífshlaup hefur verið í kringum Núllið í Bankastræti.  Þau eru fólkið sem er að vinna að því að koma okkur út úr kreppunni.  Þau er fólkið sem vill að þjóðin sýni samstöðu og gefi þeim vinnufrið.   Þau hafa bæði verið utanríkisráðherrar fyrir vini sína.  Þau hafa ekki gert nein mistök.  En þau eru ekki samála um að hvort þeirra gerði þau.  Í dag hafa þau keppst við að gefa út 0% yfirlýsingar þar sem ekki er hægt að greina annað en þau hafi 0% traust hvort á öðru.

Eigum við að treysta þeim til að "sigla í gegnum brimskaflinn" eða sturta þeim niður?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð, Churchill eða Mugabe norðursins?

Það er misjafnt hvað ástfóstri þjóðir taka við leiðtoga sína.  Þjóðverjar höfðu sinn Willy Brant, Frakkar De Gulle, Bretar Churchill, Cuba Castro og Simbabwe Mugabe.

Ekki verður betur séð á þessari frétt en Davíð sé að gíra sig upp.  Hann er sennilega einn mesti örlagavaldur þjóðarinnar á lýðveldistímanum, því skiptir hans óútreiknanlega hegðun þjóðina svo miklu.  Síðan verður það sagan þegar frá líður sem mun gefa honum sinn sess.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Havð björgunaráætlun ríkisstjórnarinnar til fyrirtækjanna hefði þurft að innihalda.

Það má vera nokkuð ljóst að atvinuleysi er á leiðinni í áður óþekktar hæðir.  Í gærkvöldi var sú fáheyrða frétt í sjónvarpinu að þremur kennurum hefði verið sagt upp, þannig að atvinnuleysi er á leiðinni inn í greinar sem það hefur verið með öllu óþekkt áður.  Þegar allar hópuppsagnir ársins eru skoðaðar eftir atvinnugreinum kemur á daginn að langflestar þeirra koma úr mannvirkjagerð eða 42%, sem ekki þarf að koma á óvart við núverandi aðstæður.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til björgunar fyrirtækjunum eru allt of almenns eðlis til að þær komi til með að slá á atvinnuleysi.  Eina atriðið í þeim sem hugsanlega væri hægt að segja að væri markviss aðgerð til að búa til störf er að finna í lið nr.3 "Skipaður verðu óháður umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka og skipar bankaráð umboðsmanninn. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir eðlilegast að bankaráðin taki þessar ákvarðanir".  Hvort þetta kemur fyrirtækjum að gagni er alveg óvíst, þetta svipar til hugmyndarinnar um umboðs mann Alþingis og ef úrskurðarferlið verður með svipuðum hætti geta menn rétt ímyndað sér hvort það kemur til að gagnast fyrirtækum.

Björgunaráætlunin hefði þurft að innihalda;

1.  Auknar aflaheimildir og útfærslu á því hvernig þeim yrði varið til að skapa sem mesta vinnu og verðmæti innanlands.

2.  Bein tilmæli um hvaða mannaflsfrekar verklegar framkvæmdir verði á döfinni næstu sex mánuði af hálfu ríkisins, hvernig sveitarfélöginn verði aðstoðuð við að halda uppi lögbundinni þjónustu auk þess að fjármagna mannaflsfrekar framkvæmdir.

3.  Að ríkið dragi úr álögum á verslun og þjónustu t.d. með lækkun á vsk og tollum sem kæmi neytendum til góða og yrði til að fleiri þjónustuaðilar sæju ljósið í að halda áfram rekstri.

4.  Fella niður tolla á ölum aðföngum til landbúnar.

Tillögurnar sem ríkisstjórnin lagði fram í gær eru of almennar og ómarkvissar til að getað bjargað bráðavanda atvinnulífsins.  Núna þarf beinskeyttar aðgerðir sem miða að því einu að auka framleiðslu og sporna við bráða atvinnuleysi.  Þegar atvinnufyrirtækin eru kominn í þrot verður erfitt að koma þeim af stað aftur við núverandi aðstæður og tap samfélagsins verður enn meira en þegar er orðið. 


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarpakki til skuldugra fyrirtækja.

Það er spurning hvaða fyrirtæki voru höfð í huga þegar björgunarpakki ríkisstjórnarinnar var settur saman.  Það sem helst má sjá út úr þessu að bjarga eigi eignarhaldsfélögunum og bönkum sem hafa ekkert með beina atvinnustarfsemi að hafa.  Allavega er það alveg ljóst að fyrirtæki þurfa að vera í botnlausum skuldum til að hafa einhverja möguleika í þessum björgunarpakka eða í það minnsta að hafa einbeittan vilja til að stofna til þeirra.

Ég atvinnurekandi beið milli vonar og ótta eftir því hvað þessi björgunaráætlun hefði að geyma.  Nú þegar hún er fram kominn sé ég ekki eitt atriði sem gagnast gæti mínum rekstri eins og staðan er, enda varla von þar sem mitt fyrirtæki er verktakafyrirtæki.  Nú sem oftar virðast bara þau fyrirtæki sem skulda það mikið að bankarnir veigra sér við að gera upp eiga bestu lífsmöguleikana.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfnaljós í lögfræði.

Blessuð gáfnaljósin eru væntanlega búin að komast að því að mótmælendur verða líka að hafa lögfræðina á hreinu.  Það er sennilega bara pólitískir lögfræðingar á þingi og lögfræðiviðundur fjármálakerfisins sem fá að vera á gráu svæði án þess að gáfnaljósin opni síðu með áskorunum á facebook.


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar IMF að gera þjóðina eignalausa?

Í þessu efnahagslega veðravíti telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Íslenskum efnahag best borgið með svimandi háum stýrivöxtum.  Eigna- og atvinnulaus almenningur ásamt gjaldþrota fyrirtækum eiga að koma okkur út úr kreppunni.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist ætla að greiða erlendum lánadrottnum upp í topp á kostnað þjóðarinnar, í samvinnu við ríkisstjórnina.
mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt alþingi fyrir nýja Ísland.

Gjáin á milli þings og þjóðar virðist stækka.  Þeir fulltrúar sem sitja á Alþingi eru eins og umboðslaus nátttröll frá gömlum tíma.  Á það jafnt við um stjórn og stjórnarandstöðu. 

Maður hefði haldið að þegar stjórnarandstaðan eyðir þeim tíma sem í vantrausttillögu á ríkistjórnina fer, að hún hefði möguleika á að vinna einhverja stjórnarþingmenn á sitt band.  Vantrauststillagan fékk ekki einu sinni atkvæði allra þingmanna stjórnarandstöðunnar einn greiddi atkvæði með stjórninni (hugsanlega hræddur um vinnuna sína).

Það að bera upp vantrauststillögu með svona árangri getur varla flokkast undir annað en lýðskrum.  Með hverjum deginum sem líður stækkar sá hluti þjóðarinnar sem vill þessa alþingismenn burt, sama í hvaða flokki þeir standa.  Þeir buðu sig fram við aðrar aðstæður en þær sem nú ríkja og til annarra verka. 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitjandi Alþingi hefur misst umboðið.

Það má vera ljóst að enginn stjórnmálaflokkur bauð fram í síðustu kosningum með það á stefnuskrá sinni að mæta því ástandi sem nú er á Íslandi. Í ljósi ólgunnar í samfélaginu verður það því að teljast sérstakt að formenn stjórnarflokkanna telji sig hafa umboð til áframhaldandi valdasetu út kjörtímabilið án endurnýjunar.  En sérstakara er það í ljósi þess að allar aðgerðir þeirra í aðdraganda hrunsins og á eftir það orka tvímælis.

Kosningar eru vissulega engin óskastaða og kannski engin lausn.  Núverandi Þingmenn allra flokka á Alþingi gætu þurft að svara fyrir ástandið, allavega fyrir það að hafa ekki séð fyrir  hrikalegar afleiðingar neyðarlagna sem sett voru 6. október.  Með neyðarlögunum virðist ábyrgðin á bönkunum, sem voru einkafyrirtæki, hafa flust yfir á þjóðina með ófyrirsjáalegum afleiðingum.


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að hækka vextina örlítið meira?

Framan af þessum mánuði sagði forsætisráðherra það vera fjarstæðu að hér væri hætta á þjóðargjaldþroti þar sem íslenska ríkið væri svo að segja skuldlaust.  Nú hefur orðið breyting á og einnig er eitthvað orðið lítið um aura í Seðlabankanum.  Spurningin um hvort hagfræðin sem þar er fylgt sé athugaverð verður alltaf áleitnari og eins hvort tími er kominn á að menn standi upp úr stólunum.


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband