Ingibjörg Sólrún og Davíð á Núllinu.

Ingibjörg Sólrún og Davíð eiga margt sameiginlegt, starfsvettvangur þeirra og lífshlaup hefur verið í kringum Núllið í Bankastræti.  Þau eru fólkið sem er að vinna að því að koma okkur út úr kreppunni.  Þau er fólkið sem vill að þjóðin sýni samstöðu og gefi þeim vinnufrið.   Þau hafa bæði verið utanríkisráðherrar fyrir vini sína.  Þau hafa ekki gert nein mistök.  En þau eru ekki samála um að hvort þeirra gerði þau.  Í dag hafa þau keppst við að gefa út 0% yfirlýsingar þar sem ekki er hægt að greina annað en þau hafi 0% traust hvort á öðru.

Eigum við að treysta þeim til að "sigla í gegnum brimskaflinn" eða sturta þeim niður?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það eru 0% atkvæði frá mér allavega  á bæði !

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.12.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: corvus corax

Solla svikari hefur þegar kyngt sínum banabita í pólitíkinni, hann á bara eftir að standa almennilega í henni. Davíð er búinn að heimaskítsmáta hana af því að hún er svo upptekin við að hygla vinkonum sínum með bitlingum og svíkja kjósendur sínu um afnám lífeyrisforréttindaósómans. Solla er "dead meat" í pólitík!

corvus corax, 4.12.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka athugasemdirnar, það vill þannig til að ég er sammála þeim öllum.  Eins og spilað er fær hvorugt þeirra atkvæði frá mér þar er ég sammála Huldu.

Ég held að greining Doris sé rétt á því hvers vegna IGS ákvað að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem var þá orðinn gjörspilltur á langri valdasetu.  Þar gerði hún sennilega sín stærstu mistök í pólitík, IGS er þar að auki orrustu pólitíkus þess vegna er afleitt fyrir hana að þurfa að standa í stríði við samherjana.  Auk þess yfirgaf Samfylkingin þá stöðu að vera höfuð andstæðingur Sjálfstæðisflokksins og gerði fjölda kjósenda sinna landlausa í pólitík.

Eins og Corvus Corax bendir á hefur ISG ekki komið lífeyrisfáréttindalögunum úr gildi og hefur ekki getað sýnt neitt frumkvæði í því.  Síðan gefur hún þann höggstað á sér að gera "vinkonu" sína að sendiherra án sendiráðs um svipað leiti og hún kynnir niðurskurð í ráðuneyti sínu.  Þegar niðurskurðurinn er skoðaður þá er hann gerður útfrá áætlaðri aukningu á milli ára sem aðeins minkar við niðurskurðinn en hann kemur allur fram í þróuaraðstoð Íslands. 

Magnús Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband