Færsluflokkur: Dægurmál
6.2.2012 | 17:34
Tímabært að senda Mafíuni fingurinn.
Það eru ekki margir áratugir síðan að bæjarfélag á Íslandi greip til sömu aðgerða og þeir í Bristol, en það var á Djúpavogi rétt fyrir 1970. Þar voru Djúpavogspeningarnir aðal gjaldmiðillinn í eitt ár. Um þetta má lesa í bókinni hans Más Karlsonar, Fólkið í plássinu.
Djúpavogs peningarnir vöktu frá upphafi áhuga minn, því þegar ég heyrði af þeim fyrst, sjö ára polli á Egilsstöðum, varð ég viðþolslaus að komast á Djúpavog. Á Egilsstöðum var talað um að þeir væru farnir að versla fyrir Mattador peninga á Djúpavogi og af þeim átti ég nóg. Þó svo að ég kæmist ekki á Djúpavog á meðan sjálfstæður gjaldmiðill var þar í gildi þá bjó ég þar í 17 af mínum bestu árum. Þar kynntist ég Má og hans stór skemmtilegu sögum og mér þótti stórmerkilegt að fá frá fyrstu hendi að heyra sögu Djúpavogspeninganna. það má segja að Már hafi verið Seðlabankastjóri Djúpavogs, sem gjaldkeri Kaupfélagsins.
Rétt fyrir hrunið 2008 þegar gengið féll hvað mest komu Djúpavogspeningarnir upp í hugann og bloggaði ég um þá hér á síðunni. Það er ómetanlegt að saga þessa gjaldmiðils skuli vera komin út á prenti frá fyrstu hendi.
Bókin hans Más, Fólkið í plássinu, er að vísu löngu uppseld þó svo að það sé bara rúmt ár síðan hún kom út, en það má vafalaust nálgast hana á flestum bókasöfnum landsins.
![]() |
Bristol gefur út eigin gjaldmiðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2012 | 09:51
Baulaðu nú búkolla.
Með lýðræðinu er leyfilegt að beita öllum meðulum, fjármálalegum fasisma á vesturlöndum, þar sem skattgreiðendur eru rændir reglulega og öflugustu hernaðartækni á íbúa mið-austurlanda svo þeir upplifi dásemdir lýðræðislega fasismans, kostuðum með skattfé íbúa vesturlanda. Þær nýtast víða fasista beljurnar.
![]() |
Clinton: Sameinumst gegn einræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2012 | 20:21
Alþjóðaglæpasamfélagið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.2.2012 | 18:44
Of seint að kenna gömlum hundi að sitja.
Lífeyrissjóðirnir ætla að draga lærdóm af kúlulánasukkinu og hafa orðið fyrir óskaplega þungu höggi en vera samt sem áður það eina sem stendur eftir eftir þetta óskaplega hrun, að sögn Arnars Sigurmundarsonar. Til þess að standa af sér hrunið hafa þeir fengið veiðileyfi á íslensk heimili og blóðmjólka þau sem aldrei fyrr í gegnum verðtrygginguna.
Það er kominn tími til að löggjafinn leysi íslenskar fjölskyldur undan þessum óhroða, í það minnsta skikki ekki launafólk til að láta 12% tekna sinna renna til kúlulánahyskisins með lögum, sem hefur verið margstaðið að því að tæma sjóðina innanfrá.
![]() |
Verðum að læra af reynslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2012 | 16:54
Skyldi fólkinu líða betur?
Það er bara svona, þrjú ár síðan helferðarhyskið laug sig inn á þjóðina eftir að þjóðarskútunni hafði verið siglt í strand af náhirðinni og samspillingunni.
Besta lygasagan til að byrja með var skjaldborgin margfræga sem gufaði þó fljótlega upp og þjóðin þess í stað Sjanghæuð upp úr sökkvandi þjóðarskútunn yfir í þjóðargaleiðuna.
En skyldi fólkinu líða betur?
![]() |
Ríkisstjórn Jóhönnu þriggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2012 | 05:35
Hvað er að gerast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2012 | 18:55
Er Ísland á norðurskautinu?
Nú er tiltekin meðaltalshækkun upp á 2,28 gráður norðan 64°N á þeim slóðum sem Ísland er. Hingað til hefur Ísland ekki verið talið norðurskautið þó svo meðalhitin sé ekki hár svona ca það sama og í heimilisískáp.
Þetta er allt einn blekkingaleikur og er ágætt að fá smá fyrirlestur um hvernig hann er framkvæmdur og hvaða tilgangi hann á að þjóna.
![]() |
Nýtt hitamet á norðurskautinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2012 | 10:51
Rangur miskilningur hjá Jóni.
Og hvert talar þjóðin?
"Þess vegna talar forsetinn út þegar utanríkisráðherrann talar suður. Hvers konar stjórnsýsla er það sem býður upp á svona rugl? Ég er satt að segja kominn að þeirri niðurstöðu að það eigi að leggja þetta embætti niður. Þetta er ýmist til tómra vandræða eða einskis." segir Jón Baldvin meðal annars í gagnrýni sinni á Ólaf Ragnar."
Jón gleymir að taka það inn í dæmið að forsetinn er málssvari þjóðarinnar, ekki stjórnmálaelítunnar sem gengur eins langt og komist verður í að svíkja þjóðina, það sannaði sig best í icesave. Þess vegna er þetta rangur misskilningur hjá Jóni , nema að hann vilji geirnegla sjálfan sig sem fábjána.
![]() |
Forsetinn heldur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
6.1.2012 | 12:14
"nut case".
Fyrir þá sem vilja ekki verða andlegri hrörnun að bráð á unga aldri, eins og þessi viðamikla breska rannsókn þykir benda til, gæti verið ráð að borða hnetur. Allavega væri ráð að prófa þær áður en kemísk efni lyfjaiðnaðarins, sem svo oft eru birtar lofgreinar um í British Medical Journal, eru prófuð. Þær eru nefnilega bæði góðar og skaðlausar sem seint verður sagt um "nut case" lyfjaiðnaðarins.
Sem dæmi lítur valhneta út eins og lítill heili, með vinstri og hægri heilahvelum, efri og neðri hluta. samkvæmt fornri þekkingu örva valhnetur heilastarfsemi.
Hérna má sjá skemmtilega úttekt á fornri þekkingu sem kennir hvernig má finna flest það úr náttúrunni úti í næstu búð sem við þurfum til að halda heilsu. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að þar er ekki um iðnaðarmatvæli að ræða.
http://www.richardcassaro.com/the-ancient-doctrine-of-signatures-suppressed-by-the-elite
Svo má velta fyrir sér hvort opinberir starfsmenn komist einhvern tíma á það stig að verða eins skarpir og hann þessi:
![]() |
Andlegri getu hrakar eftir fertugt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2012 | 20:53
2012 - tími til að vakna.
Lífið er eins og ferð í skemmtigarð og þegar við ákveðum að fara um hann finnst okkur hann vera raunverulegur, vegna þess hve máttugur hugur okkar er. Og ferðin er upp og niður, hring eftir hring, með spennandi og hrollvekjandi uppákomum þar sem allt er litað skærum litum, og með háværum áherslum, og það er svo gaman - um stund.
Sumir, eftir að hafa verið á ferð um langa hríð, spurðu eftir stund er þetta raunveruleikinn eða er þetta virkilega bara ferðalag? Aðrir sem þekkja þetta ferðalag koma til baka til að segja okkur; "Hey, hérna þarft þú ekkert að óttast aldrei, eða vera hræddur, vegna þess að þetta er bara ferð" -og við drepum þetta fólk.
"Hann verður að halda kjafti! Ég hef fjárfest í þessari ferð...sérðu ekki hvað ég ég markaður áhyggjum...sjáðu hvað ég hef lagt á mig fyrir bankainnistæðurnar mínar...fyrir fjölskylduna....þetta verður að vera raunveruleikinn".
En þetta er nú samt sem áður bara ferðalag.
Við drepum alltaf góðu gæjana sem reyna að segja okkur það, og leifum djöflunum að ganga af göflunum. En það skiptir ekki máli, því þetta er bara ferðlag og við getum breytt um stefnu hvenær sem við viljum.
Allt sem við þurfum að gera er að velja.
Ekkert erfiði, engin vinna, ekkert starf, engin sparnaður né peningar - bara að velja á milli ótta og kærleika.
Með augum óttans viltu setja stærri lás fyrir útidyrnar, kaupa byssur og loka þig af - augu kærleikans sjá okkur aftur á móti öll sem eitt.
Það sem við getum gert til að breyta heiminum strax, er að taka alla peninga sem við samþykkjum að eitt sé í vopn og varnir ár hvert. Í staðinn notað þá í að fæða, klæða og uppfræða þá sem eru þurfandi í heiminum, sem væri samt mörgum sinnum meira en þyrfti og ekki ein manneskja yrði útundan, síðan kæmumst við áfram ...saman...bæði hið innra og ytra...að eilífu...í friði.
- Bill Hicks 1961 - 1994 (grínisti og uppistandari var vanur að ljúka þáttum sínum með þessari orðum).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)