Færsluflokkur: Dægurmál
17.5.2011 | 10:01
Ruslaralýður.
Það er greinilegt að icesave er ekki að þvælast fyrir stöðu Íslands að mati Fitch, heldur gjaldeyrishöftin. Eins er það jafnljóst að já við icesave hefði þýtt að gjaldeyrishöftin hefðu verið enn meira aðkallandi.
Þjóðin bjargaði því sem bjargað varð með NEI-i við icesave þó svo að Steingrímur, Árni Páll og Már í seðlabankanum keppist við að útlista í fjölmiðlum hversu mikið starf þeir hafi unnið við ná stöðugleika Íslands í ruslflokki.
Þess verður ekki langt að bíða þar til að JÁ-elítan hælir sér af því að NEI hafi verið sagt við icesave.
![]() |
Í ruslflokki næstu tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2011 | 07:00
Leiksýning á heimsmælikvarða.
Annan daginn í röð heldur leiksýningin um Strauss-Khan, framkvæmdastjóra AGS áfram. Nú eru sýndar myndir í helstu fjölmiðlum heimsins þar sem "skarfurinn" er leiddur af gæslumönnum réttarríkissins í handjárnum eftir yfirheyrslur þar sem honum er gefið að sök tilraun til nauðgunar, eins og um annálaðan spretthlaupara sé að ræaða.
Hvenær skyldi koma að því "réttarríkið" hnadjárni menn vegna ásakana um að hafa gert tilraun til að hugsa um nauðgun?
![]() |
Strauss-Kahn í handjárnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.5.2011 | 07:05
Auðveldara að velja.
Það er ekki bjart yfir íslenskum vinnumarkaði þessa dagana. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt nýrri skýrslu AGS hafi samdrátturinn orðið einna mestur hér á landi í samanburði við aðra auk þess sem hagvaxtarhorfurnar fyrir þetta ár eru lakari hér á landi en í þeim ríkjum sem hafa átt í efnahagssamstarfi við AGS undanfarin ár. Annarstaðar á mbl er því spáð er að gjaldeyrisþörf íslenska hagkerfisins mun aukast verulega á næstu árum. Endurgreiðslur af erlendum lánum eru þungar og endurfjármögnun er vart í augnsýn. Gjaldeyrisþörfinni verður að óbreyttu ekki mætt með öðru en veikingu krónunnar eða notkun á gjaldeyrisforða Seðlabankans.
Á mánudaginn fékk ég atvinnu tilboð frá Noregi Þar eru mér boðin tvöföld íslensk laun og aðstoð við flytja. Eftir að hafa þurft að loka rekstrinum mínum og því sem næst 8 mánaða samfellt atvinnuleysi, í fyrsta sinn á ævinni ný orðinn fimmtugur, var auðveldara að velja en ég hafði ímyndað mér. Ég sem ætlaði ekki að láta "hyskið" hrekja mig úr landi.
![]() |
Samdrátturinn einna mestur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2011 | 07:36
Kjarni málsins?
Fram hefur komið í fréttum um samninga Íslendinganna í Norrænu að "Shipping.fo hefur sett fram nýjan kjarasamning sem brýtur á réttindum íslenskra starfsmanna samkvæmt íslenskum lögum. Sjómannafélag Íslands hefur samþykkt þennan samning. Kveður hann m.a. á um að við skulum lúta reglugerðum Sjómannafélags Íslands og samningum, borga færeyska skatta en öll önnur mánaðarleg gjöld til Íslands". Það lítur ekki út fyrir annað en það að félagsgjöldin skuli renna til íslensks verkalýðsfélags hafi verið "feiti bitinn" í þessum samning og til þess hafi verið vinnandi íslendingarnir fengju um 30% lægri laun fyrir sömu vinnu.
Formaður Sjómannasambandsins verður að gera betur þegar hann skírir sína afstöðu fyrir þeim sem hann gerði að sínum umbjóðendum, því það er ekki svo að allir þessir starfsmenn hafi séu að vinna í Norrænu í fyrsta sinn, þeir unnu margir áður á sömu kjörum og aðrir starfsmenn um borð áður en þeir voru sérstaklega greindir. "Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag greinir Rúna Vang Poulsen, framkvæmdastjóra Smyril Line, sem rekur Norrænu, og íslensku starfsmennina á um hvort Íslendingunum hafi verið gerð grein fyrir að íslensku samningarnir skyldu gilda áður en þeir hófu störf". Skyldi Jónas Garðarsson hafa greint umbjóðendum sínum frá því um hvað hann samdi, eða var bara spjallað um það yfir kaffibolla á skrifstofunni að ekki veitti af félagsgjöldunum?
![]() |
Lægri laun fyrir sömu vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 11.5.2011 kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2011 | 09:23
Hannaðar náttúruhamfarir?
Það hafa verið uppi samsæriskenningar um að náttúruhamfarir á þessu svæði séu planaðar. Allt frá fugladauðanum í Arkansas í janúar s.l. hefur af og til mátt finna blogg sem tengja New Madrid svæðið við Haarp tilraunir, jarðskjálfta og fleiri hamfarir.
'Let's first look at the evidence for the manipulation of natural disasters and the proposed government solutions, then move to the massive preparation being undertaken by FEMA indicating that something big is on the way for the area of The New Madrid Fault as indicated by the current cluster of disasters in the region. We'll then finish with the solutions at our disposal to thwart the efforts of the elite cabal of gangsters that seeks control over humanity.' Meira....
![]() |
Neyðarástand vegna flóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2011 | 08:42
Er Osama á lífi?
Verður Osama bin Laden kannski á lífi eftir að búið verður að leiðrétta allar misvísandi upplýsingar? Vonandi verður þá hægt að drepa hann í þriðja sinn í beinni útsendingu svo öll heimsbyggðin geti horft á með popp og koke.
![]() |
Birtir myndir af líkum í húsi bin Ladens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2011 | 06:12
Eingreiðslur fyrir ríkiskassann?
Ætli hafi verið samið um að fjármálaráðherra sleppa því að gera tilkall til tekjuskatts af þessum eingreiðslum?
Það má vera nokkuð ljóst af fyrri reynslu af fyrirkomulagi eingreiðslna, s.s. í tilfelli Ramma á Siglufirði og fleiri fyrirtækja sem vildu gera vel við sitt starfsfólk í s.l. desember, að á milli 70-80% af þessum eingreiðslum lenda ekki í vösum þeirra sem þeirra eiga að njóta, heldur hjá ríkinu, lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum í formi skatta og félagsgjalda.
![]() |
Þrjár eingreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.5.2011 | 07:45
Farið með veggjum með hauspoka.
Gylfi kallinn kominn í bæinn sennilega ennþá með "hauspokann" sem hann setti upp 1. maí, þegar hann ákvað að halda sína baráttu ræðu í notalegheitum í Hofinu á Akureyri.
Í hans stað stað stóð Signý varaformaður í krapa og snjó á Austurvelli með baulandi alþýðuna fyrir framan sig berandi neyðarbils sem lýstu upp ræðupúltið, enda Harpan ekki klár fyrr en í dag. Kannski heldur Gylfi 1. maí ávarpið í Hörpunni að ári.
En nú er farið að heyrast hvísl út úr "hauspokanum", að vísu er Gylfi ekki urrandi um verkföllum eins og daginn fyrir 1. maí, heldur muldrar hann Við notuðum gærdaginn [mánudaginn] og morguninn til að funda með SA. Ljóst var að gera yrði breytingar á formi samningsins og efni. Meira þurfti til,"
Til hamingju með 1% árangur, það er meira en þið hafið gert fyrir alþýðu þessa lands frá hruni.
![]() |
Bjóða 1% til viðbótar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)