Færsluflokkur: Dægurmál

Stórviðburður í nánd?

Það er alltaf gaman að hlusta Pier Corbyn, veðurspámanninn knáa sem velgir "global Warming" trúboðunum reglulega undir uggum.  Nú bregður svo við að Corbyn telur að stórviðburðir geti verið í nánd á tímabilinu frá 26. júní til 2. júlí.  Þetta kemur fram í viðtalsbút á stöðinni Al Jazeera. 

Stóru fjölmiðlarnir hafa yfirleitt verið tregir til að birta upplýsingar um það sem vísinda menn á kantinum telja að sé að gerast á jörðinni, telja sennilega að það falli á trúverðugleikann fylgi þeir ekki rétttrúnaði vísindasamfélagsins.   En Corbyn er einn af þeim vísindamönnum sem hefur gagnrýnt trúboð vísndasamfélagsins.

Fyrir vikið er nánast ekkert í fréttum um hvað hið stóra samhengi hefur mikil áhrif á atburði sem gerast hér á jörðu, s.s. sólgos, tunglstaða og fleira sem getur haft breytingar á segulsvið jarðar.  Þagað hefur verið þunnu hljóði yfir því í fréttum að segulpólar jarðar eru á fullri ferð og tilgátur eru uppi um pólskipti geti verið hafin sem komi til með að hafa aukin áhrif á náttúruöflin þegar litið er til jarðskjálfta, eldgosa og öfga í veðri. 

 


mbl.is Stærðarinnar smástirni skammt frá jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hörmungin ein, eða hvað?


mbl.is Vandinn breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Thank you very much Steingrímur.

 

Það hafa fáir gengið lengra í að rífa niður íslensk heimili en "helferðarstjórnin" síðustu tvö árin, enda býr þar ekki "venjulegt fólk" sem hefur allt sitt á þurru á framfæri ríkisins. 

Ef 108% aukin fasteignasala í boði bankanna og aukin farþegafjöldi um Leifsstöð er til marks um velferðina þá get ég upplýst að ég hef farið 100% oftar um Leifsstöð á þessu ári en tveimur síðustu vegna brottflutnings úr landi.


mbl.is Fordæmir niðurrifsöfl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt botn frosið.

 

Nú eru sex mánuðir síðan að efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS átti að vera lokið.  Steingrímur gaf það til kynna á sínum tíma að ef hann kæmist til valda yrði AGS vísað úr landi, en efndirnar urðu þær að ríkisstjórnin hans framlengdi samstafið fram í ágúst á þessu ári og er farin að hvísla um frekari framlengingar.

Árangur 2 1/2 árs samstarfs er best lýst af AGS þar sem segjir "Að sama skapi benda þeir á í skýrslunni að hægagangur í úrlausnum á skuldavanda heimila og fyrirtækja gæti einnig hægt á vexti sem og viðvarandi atvinnuleysi."  Engin hagvöxtur allan tímann sem samstarfið hefur staðið yfir þrátt fyrir áætlanir um allt annað.  Skuldir ríkisins hafa farið síhækkandi, skatttekjur af öllum launum landsmanna duga ekki fyrir vöxtum til erlendra lánadrottna. 

Árangurinn er semsagt minni en enginn.


mbl.is AGS: Hagvöxtur háður óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæltu samsæri djöfulsins.


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og "hyskið" vill fá að vera með.


mbl.is Sukk og svall hjá framkvæmdastjórum ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasistar.

 

Hann lætur ekki að sér hæða reglugerðafasisminn á vitleysingjahælinu við Austurvöll.  Nú á skal herða tóbaksfasismann.  Í fyrra voru það sólargeislar ef þeir komu úr ljósabekkjum núna á að banna að draga djúpt andann á almannafæri ef fylgir því reykur.

Hefur þessum fasistum ekki dottið í hug að banna áfengi líkt og gerist í samfélagi Íslams.  Þar væri þó verið að banna eitt göróttasta eiturlyfi allra tíma.  Eða hefur einhver heyrt um að fólk hafi gengið af göflunum brotið rúður og keyrt á ljósastaur eftir pakka af Camel?


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að skipta um þjóð í landinu?


mbl.is Mögulega 18 mánuðir í samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartir ösku dagar.

 

 

 

Orð verða fátækleg, þetta video á visi.is sýnir ástandið í sveitum á suð-austurlandi.

http://www.visir.is/dyr-thjadust-vegna-oskufallsins/article/2011110529675

 


Thank you very much.

Undanfarið hefur Steingrímur talað um svartgallsraus allra annarra en sjálfs sín og sigra sína í kjölfar icesave.  Hann telur sig sjálfan hafa unnið gífurlega varnasigra fyrir Ísland.  Það sama hafa þeir Árni Páll og Már Seðlabankastjóra gert í fjölmiðlum víða um heim undanfarna daga. 

Þetta heitir að brengla staðreyndum, Íslenska þjóðin hafði vit fyrir þessum fíflum með því að segja nei við icesave.  Þess verður ekki langt að bíða að Já-elítan endurskrifar söguna og þakkar sjálfri sér fyrir að hafa staðið gegn icesave ánauðinni.


mbl.is Varnarsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband