Færsluflokkur: Dægurmál

Gjaldeyrishöftin í boði Samfylkingarinnar.

 

 

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins getur ekki stillt sig um að gera að því skóna að flótti félagsmanna úr landi tengist því að á Íslandi sé ekki brennandi áhugi fyrir ESB aðild auk gengishruns og gjaldeyrishafta.  Jafnvel þó flótti félagsmannanna sé alls ekki í atvinnuleysið í ESB, heldur lands sem stendur utan við sambandið. 

Hann sleppir því hins vegar að geta þess að Samfylkingin var á hrunavaktinni sem setti á gjaldeyrishöftin og hafði enga tilburði til að sækja um ESB aðild þegar hún komst í ríkisstjórn 2007 og tók við góðu búi ríkissjóðs.


mbl.is Þúsund rafiðnaðarmenn farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikritinu líkur.

„Hitt er alveg ljóst," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, „og um það erum við sammála, við og atvinnurekendur, að deginum á morgun verður lokið með gerð kjarasamnings, hvort sem hann verður til þriggja ára eða sex mánaða."  Ekki orð um hvað stendur til að semja, enda aukaatriði.

Þeir hafa alltaf verið sammála um að launþegar eiga að borga sínar kjarabætur sjálfir, sem skattgreiðendur, og hafa nagað þröskuldinn nótt sem nýtan dag á stjórnarráðinu í von um framkvæmdafé.   Hafa þar að auki ætlað skuldurum og skattgreiðendum að greiða afglöp hrunaliðsins sem stal lífeyrissjóðum fólksins auk þess að ræna erlenda sparifjáreigendur. 

Nú eru þeir einnig orðnir sammála um að leikritinu líkur á morgunn.  En hvað þarf þjóðin að umbera þetta "hyski" mikið lengur?


mbl.is Samið á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggur Ísland nafn sitt við geislavirk vopn?


mbl.is Þörf á fleiri herþotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þú fellir tré.

 

 

Það fer vel á að tilaga komi fram frá Suður-Ameríkulandi, þar sem indíáninn Evo Morales er í forsvari, um að SÞ viðurkenni jörðina sem lifandi veru sem menn hafi reynt að drottna yfir og arðræna.

Virðingin fyrir móðir jörð var innprentuð í menningu indíána, eins og heyra má á máltæki N-Ameríku indíána þegar fella á tré, "Þegar þú fellir tré þá fellir þú heilt samfélag".

 

 


mbl.is Móðir jörð fái réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI-ið að virka.

Það fer eins og margir spáðu skuldtryggingarálagið gat ekki annað en lækkað við það að eyða óvissunni um það að skuldir ríkissjóðs yrðu ekki auknar vegna icesave. 

Í annað sinni á rúmu ári hefur þjóðin haft vit fyrir alþingi.  Svo þykjast Jóhanna, Steingrímur og Már Seðlabankastjóri leggja nótt við dag að afstýra tjóninu sem átti að hljótast af því að hafna icesave.  Það líður ekki á löngu þar til þau fara að hæla sér af árangrinum.


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmjúkur athafnamaður.

Það er ekki annað hægt að taka undir þá gagnrýni, Björgólfs Thors á stofnanir samfélagsins, sem kemur fram í greininni s.s. stjórnmálin, stjórnsýsluna, fjölmiðlana, viðskiptalífið, háskólasamfélagið.

Ef honum hefði borðið gæfa til að sleppa nokkrum málsgreinum þá hefði einnig verið hægt að líta á greinina sem einlæga afsökunarbeiðni til þjóðar sem glímir nú við mesta atvinnuleysi frá því um 1930 í heimskreppunni miklu.

"Samt er það svo að nafn mitt má ekki birtast opinberlega án þess að fram stígi menn sem furða sig á að ég skuli ekki sitja bak við lás og slá, dæmdur fyrir einhver óhæfuverk sem þeir nefna ekki en virðast þó fullvissir um. Og þetta á ekki aðeins við mig, og ekki aðeins þá sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar, heldur má nánast allt það fólk sem hættir sér til einhverra verka á Íslandi þola þessa óværu. Sú andstyggð smitast í alla umræðu á Íslandi. Þótt flestir fjölmiðlar leggi áherslu á þá frumskyldu sína að upplýsa almenning, þá virðast aðrir fremur vilja ala á andstyggðinni en hampa sannleikanum."  Greinina í heild.

Það er ekki mikil auðmýkt í þessum orðu Björgólfs til þjóðar í sárum.


mbl.is Ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ískalt hagsmunamat eða pólítískt harakíri?

Mikið væri gott fyrir þjóðina að losna við foringja skotgrafanna af alþingi.  Síðustu fjögur árin hefur ríkt algjör upplausn á Íslandi.  Allan þann tíma hefur Jóhanna verið í ráðherrastól, ekki minkaði upplausnin og skotgrafahernaðurinn við að Steingrímur komst í ráðherrastól.  Þessir tveir stjórnmálamenn eru tákngervingar þess skotgrafahernaðar sem ætti að hafa horfið með hruninu. 

það er kominn tími til að íslendingar eignist alþingismenn sem vinna af heilindum og ómengaðir af spilltum kúlulánum, eru þess i stað tilbúnir til að standa með þjóðinni.  Fæstu af því fólki sem nú hefur grafið um sig á alþingi hefur sýnt að því sé treystandi.  Það verður fróðlegt að sjá hvort Bjarni Ben og co leggja fram þessa vantrausttillögu eftir "ískalt hagsmunamat" eða hvort þarna er á ferðinni pólitískt harakíri að hætti hússins.


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Sigmundur að hugsa?

þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í 4 ár og þrátt fyrir að vera kominn flokka lengst í að skipta út þeim þingmönnum sem voru fyrir hrun, þarf að vísu að skipta út Sif og Birki til þess að hægt sé að bjóða upp á hreint borð, þá eykst fylgið ekki neitt.

Í miðri Búsáhaldabyltingu steig Sigmundur Davíð fram á sviðið og kom í veg fyrir að sú þróun næði fram að ganga að fjórflokkurinn yrði hvíldur með því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG til kosninga.   Nú virðast framsóknarmenn enn á ný ver tilbúnir til að verja völd fjórflokksins fram til kosninga. 

Það er ekki víst að kjósendur láti fjórflokkinn plata sig aftur svo framarlega sem nýr kostur verði í boði við næstu kosningar.  Hvað þá að fylgi Framsóknar aukist við hundakúnstir.


mbl.is „Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sannleikanum verður sá reiðastur".

Sjálfsagt hefur Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank rétt fyrir sér út frá sjónarhóli fjármálageirans þegar hann segir að gagnrýni Ólafs Ragnars sé óþarflega harkaleg.  Gagnrýnin er samt sem áður sönn og þess er vert að geta, þó svo að hættan geti verið sú að "sannleikanum verður sá reiðastur".

Það sem hugsanlega væri frekar hægt að setja út á í máli forsetans á Bloomberg í gær er að nota fjárfestingar Rio Tinto sem dæmi um glæstan árangur í fjárfestingu atvinnuvega á Íslandi.  Sennilega væru fáar þjóðir sem væru tilbúnar til að nefna það fyrirtæki sérstaklega þegar kemur að jákvæðum horfum.


mbl.is Gagnrýndi forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök í höftum hugarfarsins.

Enn á ný taka þeir félagar Vihjálmur og Gylfi sig saman við að naga þröskuldinn á stjórnarráðinu.  Í dag munu þeir sameinast  ríkisstjórninni við að gráta örlög icesave samkomulagsins.  Guð blessi Ísland ef það þarf að sitja uppi mikið lengur  með þvílíkt lið.
mbl.is Funda með ríkisstjórninni um kjaramálin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband