Gjaldeyrishöftin í boði Samfylkingarinnar.

 

 

Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins getur ekki stillt sig um að gera að því skóna að flótti félagsmanna úr landi tengist því að á Íslandi sé ekki brennandi áhugi fyrir ESB aðild auk gengishruns og gjaldeyrishafta.  Jafnvel þó flótti félagsmannanna sé alls ekki í atvinnuleysið í ESB, heldur lands sem stendur utan við sambandið. 

Hann sleppir því hins vegar að geta þess að Samfylkingin var á hrunavaktinni sem setti á gjaldeyrishöftin og hafði enga tilburði til að sækja um ESB aðild þegar hún komst í ríkisstjórn 2007 og tók við góðu búi ríkissjóðs.


mbl.is Þúsund rafiðnaðarmenn farnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...getur hann hinsvegar útskýrt það af hverju megnið af þessu fólki flýr til Noregs en ekki í sæluríki ESB þjóða?  Tengirnar og réttlætingarnar verða súrrealískari með hverjum degi í undanhaldi landráðamannanna.

Bendi þér annars á að glugga í umræður og tengla sem komu í gær á þessu bloggi.  Þar finnst mér endanlega verið búið að fletta ofan af þessu plotti og skil ekki af hverju þingið logar ekki stafnanna á milli vegna þessa.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 07:33

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir ábendinguna Jón Steinar, þessi skýrsla verður ekki til að auka fylgið við ESB aðild.  Ég hef trú á að þingið logi ekki stafnanna á milli af sömu ástæðu og tillagan um þingrof fékk lítinn hljómgurnn, þingmenn halda ennþá að þeir geti farið á svig við þjóðina og eru hræddir við að missa vel launaða vinnu.  Þetta á við þingmenn allra flokka.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2011 kl. 07:51

3 Smámynd: JRJ

Smá innlegg í umræðuna, og svo er Guðmundur að semja um kaup og kjör fyrir sína félagsmenn, hvað skyldi koma út úr því bulli, samningar hafa verið lausir í 4 mánuði.

Nei við ESB og burt með ríkisstjórnina.

JRJ, 15.4.2011 kl. 08:10

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú gluggar í þetta Magnús, þá sérðu hvaða slagkraft þetta hefur. Stjórnlagaþing er sett til að ná í gegn heimild til að framselja fullveldið. Fyrningarleiðin er liður í því að ná fullu valdi yfir arði og yfirráðum fiskveiða til þess aðeins að framselja það svo aftur til ESB.  Þetta kemur fram þarna svart á hvítu.  Hvað gæti verið meira vert umræðu en þetta, spyr ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 08:16

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef marka er fréttir af kjaraviðræðum, sem dæmi þá fær Guðmundur væntanlega fá ca. 40.000 kr. hækkun 1.júní og Vilhjálmur hjá SA ca. 75.000 kr. á meðan rafiðnaðarmaðurinn fær ca. 16.000 og verkamaðurinn fær ca. 11.000.
Guðmundur, Gylfi og Vilhjálmur eru nú þegar á ESB launum en þeir hafa ekki þurft að lifa við ESB atvinnuleysið, það er eitthvað sem þeir ætla umbjóðendum sínum. 

Magnús Sigurðsson, 15.4.2011 kl. 08:21

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Jón Steinar, stjórnlagaþingið snýst um að vana fullveldið svo hægt sé að ganga inn í ESB, fyrningaleið Samfylkingarinnar mun ekki skila fiskimiðunum í hendur þjóðarinnar.  Þetta er blekkingaleikur, þess vegna varð maður hugsandi þegar í ljós kom hvernig alþingismenn greiddu atkvæði um þingrofstillöguna.  Það setti suma þeirra í nýtt ljós.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2011 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband