Á að kjósa samkvæmt könnunum?

Á steypukalla andaktinni er nú svo komið að flestir félagarnir eru orðnir málefnalegir. Stór orð um svik og landráð eiga ekki lengur upp á pallborðið, þau hafa verið sett undir kaffikönnuna. Nú ber að kjósa rétt því atkvæði má ekki kasta á glæ.

Skoðanakannanir eru smá saman að gíra okkur upp í að kjósa "kepnis" til að eiga von um að vera í liði með sigurvegaranum. Þó engin skoðanamunur sé á efstu frambjóðendum samkvæmt kjaftavaðlinum. Nú skal ekki kjósa þann frambjóðanda sem mestur samhljómur er við, heldur þann sem á mestan möguleika á að koma í veg fyrir að fá þann sísta, og komast þannig bakdyramegin í sigurlið .

Skoðanakannanir hafa sjaldan verið meira áberandi en fyrir forsetakosningarnar núna. Nánast engu máli skiptir málefnalega hver af fimm efstu í könnunum nær kosningu hvað bæði alþjóðahyggju og málskotrétt þjóðarinnar varðar. En ef ekki er kosið "keppnis" samkvæmt taktík skoðanakannananna trúum við því flestir steypukallarnir, að atkvæðinu sé kastað á glæ.

Þannig höfum við ávalt kosið til alþingis eftir að skoðanakannanir komu til sögunnar, -reyndar oftast setið á eftir uppi með marghöfða svarta Pétur, sem vellur frá hægri til vinstri eins og ölæðisæla. Vitandi samt að þjóðin á ekkert betra skilið en það sem hún kýs, og við alveg saklausir af þeirri kosningu vegna þess að aðeins flokkurinn var kosinn, -í samsteypustjórnina sem fer með landráðin.

Fleiri en einn forseta frambjóðenda hafa samt afdráttalaust sagst standa vaktina og skjóta málum til til okkar í steypunni ef þörf verður á samkvæmt stjórnarskrá. En þeir njóta því miður ekki fylgis svo ekki tjóir annað en kjósa þann næst versta sem á möguleikann af mörgum slæmum til að vera bæði í sigurliði og halda andlitinu.

Og úr nógu er að moða á þeim vettvangi; fyrrverandi flissandi , minnislaus icesaveálfur og borgarbjálfinn, -og svo Davos dúkkulýsur sem finnst eitthvað og fara um það fögru máli vel gervigreindu. Þeir sem segjast ætla að stand með þjóðinni eða efla friðinn í heiminum, jafnvel koma í veg fyrir að kjarnorkusprengju verði kastað á Ísland, -koma því miður ekki til greina í þetta sinn samkvæmt könnunum.

Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að mín stuðningsyfirlýsing verði einhverjum forsetframbjóðenda til framdráttar og læt þar við sitja, svo steyptur ótaktískur sem ég er. En finnst samt einhvernvegin að ég eigi ekki eftir að kjósa bleika lukkuriddara sem millilenda öðru hverju á landinu bláa eins hverjar aðrir hundadagakonungar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég ætla nú reyndar ekki að láta þessar "GERVISKOÐANAKANNANIR" hafa NEIN áhrif á kosninguna hjá mér og KJÓSA ÞANN EINSTAKLIN SEM ÉG TEL AÐ SÉ LANDI OG ÞJÓÐ BESTUR og svo er ég alveg klár á því að ALLIR sem kjósa EKKI sigurvegarann KASTA ATKVÆÐINU Á GLÆ.  Svo þarf ég bara að sætta mig við sigurvegarann.....

Jóhann Elíasson, 18.5.2024 kl. 09:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðan daginn Jóhann, -gerviskoðanakannanir segirðu.

Í nýjustu könnun Gallup segir; heild­ar­úr­tak könn­un­ar­inn­ar voru 2.625 manns og þátt­töku­hlut­fall 52,8%, og að ekki er töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á milli þriggja efstu.

Hver er tilgangur helstu fjölmiðlum landsins með að birta svona vísindi á hverjum degi?

Magnús Sigurðsson, 18.5.2024 kl. 10:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er góð spurning Magnús og því miður get ég ekki svarað henni.  Ég stend alveg við það að þessar "skoðanakannanir" eru með ÖLLU ÓMARKTÆKAR.  Fyrir það fyrsta hefur mér gengið mjög illa að finna út hvernig "úrtakið" var valið og þá spurning hvort stærra hlutfall einhverra hópa í könnuninni lét hjá líða að svara, það hversu fáir svara (1.386 af 2.625) er stórt áhyggjuefni og rýrir trúverðugleika könnunarinnar mikið.........

Jóhann Elíasson, 18.5.2024 kl. 11:06

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Að birta þessi vísindi dag eftir dag er skoðanamyndandi og það er einmitt það sem fjölmiðlum gengur til, sem eru flestir hverjir ríkisstyrktar áróðursmaskínur að hætti hússins.

Magnús Sigurðsson, 18.5.2024 kl. 16:06

5 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Reikna má með því að úrtakið sé alls ekki af handahófi valið, en sé af listum stjórnarflokkanna um örugga kjósenur þeirra.

Siðleysi Valdaelítunnar ríður ekki lengur við einteyming, og eru ekki lengur nokkur takmörk, hún reynir janvel ekki að fara í felur með gjörspillt áform sín.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 18.5.2024 kl. 16:42

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Afsakaðu hvað ég er seinn til svars Guðmundur, -þó það sé mér yfirleitt til ánægju að einhver takir undir með mér, þá gæti ég því miður trúað því núna að þú sért að hitta naglann á höfuðið.

Magnús Sigurðsson, 19.5.2024 kl. 05:43

7 identicon

Það þarf orðið vaxandi staðfestu til að standast áhlaup hjarðeðlis og múgsefjunar sem stafar frá skoðanamótandi skoðanakannanafyrirtækjum (aðkeyptum bissniss áróðursdeildum) þar sem hjarðeðlið er upphafið og kallað taktískt, að það sé taktískt að kjósa einhvern annan en maður hafði áður ætlað sér.

Ég ætlaði og mun kjósa Arnar Þór, en það er orðið augljóst að það þarf vaxandi staðfestu og manngildisstyrk til að láta ekki haggast, heldur kjósa þann sem manni þykir besti kosturinn, sem er Arnar Þór, til varnar fullveldi  lands og þjóðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.5.2024 kl. 11:08

8 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Hartanlega sammála ykkur öllum. Ég held að folk ætti að virkilega að leggja hausinn í bleyti áður en það ákveður hvaða forsetaframbjóðanda á að kjósa. Arnar Þór er eini frambjóðandinn sem er hægt að treysta fyrir framtíð Íslands. Hann er eini frambjóðandinn sem þekkir stjornaskrana og allar þær laga flækjur í kringum hana. Þvi miður með spillingu og óheiðarleika gera fjölmiðlar og RÚV allt sem þeir geta til að gera sem minnst úr honum.Her er eistaklingur sem virkilega leggur sig fram til þess að gera sitt besta fyrir þjoðina. 

Haraldur G Borgfjörð, 19.5.2024 kl. 22:26

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er meira en stigsmunur á lýðræði og hjarðræði. Áróður gerir út á skoðanakannanir, slaufun og hjarðeðli.

Múgsefjunin hefur alltaf verið ljótur bissnesss, eitthvað sem fæstir kannast við eftirá, -af þeirri einföldu ástæðu að hafa verið með henni hafðir að fífli.

Magnús Sigurðsson, 20.5.2024 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband