Á að kjósa samkvæmt könnunum?

Á steypukalla andaktinni er nú svo komið að flestir félagarnir eru orðnir málefnalegir. Stór orð um svik og landráð eiga ekki lengur upp á pallborðið, þau hafa verið sett undir kaffikönnuna. Nú ber að kjósa rétt því atkvæði má ekki kasta á glæ.

Skoðanakannanir eru smá saman að gíra okkur upp í að kjósa "kepnis" til að eiga von um að vera í liði með sigurvegaranum. Þó engin skoðanamunur sé á efstu frambjóðendum samkvæmt kjaftavaðlinum. Nú skal ekki kjósa þann frambjóðanda sem mestur samhljómur er við, heldur þann sem á mestan möguleika á að koma í veg fyrir að fá þann sísta, og komast þannig bakdyramegin í sigurlið .

Skoðanakannanir hafa sjaldan verið meira áberandi en fyrir forsetakosningarnar núna. Nánast engu máli skiptir málefnalega hver af fimm efstu í könnunum nær kosningu hvað bæði alþjóðahyggju og málskotrétt þjóðarinnar varðar. En ef ekki er kosið "keppnis" samkvæmt taktík skoðanakannananna trúum við því flestir steypukallarnir, að atkvæðinu sé kastað á glæ.

Þannig höfum við ávalt kosið til alþingis eftir að skoðanakannanir komu til sögunnar, -reyndar oftast setið á eftir uppi með marghöfða svarta Pétur, sem vellur frá hægri til vinstri eins og ölæðisæla. Vitandi samt að þjóðin á ekkert betra skilið en það sem hún kýs, og við alveg saklausir af þeirri kosningu vegna þess að aðeins flokkurinn var kosinn, -í samsteypustjórnina sem fer með landráðin.

Fleiri en einn forseta frambjóðenda hafa samt afdráttalaust sagst standa vaktina og skjóta málum til til okkar í steypunni ef þörf verður á samkvæmt stjórnarskrá. En þeir njóta því miður ekki fylgis svo ekki tjóir annað en kjósa þann næst versta sem á möguleikann af mörgum slæmum til að vera bæði í sigurliði og halda andlitinu.

Og úr nógu er að moða á þeim vettvangi; fyrrverandi flissandi , minnislaus icesaveálfur og borgarbjálfinn, -og svo Davos dúkkulýsur sem finnst eitthvað og fara um það fögru máli vel gervigreindu. Þeir sem segjast ætla að stand með þjóðinni eða efla friðinn í heiminum, jafnvel koma í veg fyrir að kjarnorkusprengju verði kastað á Ísland, -koma því miður ekki til greina í þetta sinn samkvæmt könnunum.

Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að mín stuðningsyfirlýsing verði einhverjum forsetframbjóðenda til framdráttar og læt þar við sitja, svo steyptur ótaktískur sem ég er. En finnst samt einhvernvegin að ég eigi ekki eftir að kjósa bleika lukkuriddara sem millilenda öðru hverju á landinu bláa eins hverjar aðrir hundadagakonungar.


Bloggfærslur 18. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband