31.10.2008 | 18:14
Atvinnuhorfur ekki góðar.
Ef að ástandið fer ekki að breytast verulega til hins betra hvað fjármögnun verkefna varðar gæti 7% atvinnuleysi í lok janúar verið varlega áætlað.
Það er sama við hvern er talað í bygginga og verktaka geiranum það er algjör stöðnun, fyrirhugaðar framkvæmdir að falla út og fjármögnun á því sem er í gangi í uppnámi. Flestar þjónustugreinar eins og verslun eru að fækka starfsfólki svo ekki sé talað um bankastarfsemi. Í útflutningsgreinum eins og sjávarútvegi vantar ekki fólk.
Hjá mínu litla fyrirtæki sagði ég upp meira en helming starfsmanna minna um mánaðarmótin ágúst-september, ástæðan var ekki eingöngu verkefnaskortur heldur sú að treg innheimta og tapaðar viðskiptakröfur ógnuðu rekstrinum. Í byrjun Desember verða 4 starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu en voru flestir 12 á þessu ári. Verkefnastaðan er nú í algjöru uppnámi eins og víðast hvar hjá fyrirtækum í byggingariðnaði.
Sú tilfinning hefur orðið sífellt sterkari, eftir því sem á október hefur liðið, að við séum að sigla inn í tímabil svo mikils atvinnuleysis að annað eins hafi ekki áður verið hér á landi. Því miður hafa stjórnvöld ákveðið að fara þá leið að hækka vexti og ríghalda þannig í það stjórntæki sem átt að halda niðri verðbólgu undanfarin ár en án árangurs. Þegar þessari aðferð er beitt í algjörri lausafjárþurrð getur það varla leitt til annars en keðjuverkandi gjaldþrotahrinu hjá fyrirtækjum með tilheyrandi fjölda atvinnuleysi.
![]() |
Hrina hópuppsagna hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2008 | 12:46
Er ekki rétt að hækka vextina örlítið meira?
Framan af þessum mánuði sagði forsætisráðherra það vera fjarstæðu að hér væri hætta á þjóðargjaldþroti þar sem íslenska ríkið væri svo að segja skuldlaust. Nú hefur orðið breyting á og einnig er eitthvað orðið lítið um aura í Seðlabankanum. Spurningin um hvort hagfræðin sem þar er fylgt sé athugaverð verður alltaf áleitnari og eins hvort tími er kominn á að menn standi upp úr stólunum.
![]() |
Seðlabankinn í mínus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)