Sitjandi Alþingi hefur misst umboðið.

Það má vera ljóst að enginn stjórnmálaflokkur bauð fram í síðustu kosningum með það á stefnuskrá sinni að mæta því ástandi sem nú er á Íslandi. Í ljósi ólgunnar í samfélaginu verður það því að teljast sérstakt að formenn stjórnarflokkanna telji sig hafa umboð til áframhaldandi valdasetu út kjörtímabilið án endurnýjunar.  En sérstakara er það í ljósi þess að allar aðgerðir þeirra í aðdraganda hrunsins og á eftir það orka tvímælis.

Kosningar eru vissulega engin óskastaða og kannski engin lausn.  Núverandi Þingmenn allra flokka á Alþingi gætu þurft að svara fyrir ástandið, allavega fyrir það að hafa ekki séð fyrir  hrikalegar afleiðingar neyðarlagna sem sett voru 6. október.  Með neyðarlögunum virðist ábyrgðin á bönkunum, sem voru einkafyrirtæki, hafa flust yfir á þjóðina með ófyrirsjáalegum afleiðingum.


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband