Björgunarpakki til skuldugra fyrirtækja.

Það er spurning hvaða fyrirtæki voru höfð í huga þegar björgunarpakki ríkisstjórnarinnar var settur saman.  Það sem helst má sjá út úr þessu að bjarga eigi eignarhaldsfélögunum og bönkum sem hafa ekkert með beina atvinnustarfsemi að hafa.  Allavega er það alveg ljóst að fyrirtæki þurfa að vera í botnlausum skuldum til að hafa einhverja möguleika í þessum björgunarpakka eða í það minnsta að hafa einbeittan vilja til að stofna til þeirra.

Ég atvinnurekandi beið milli vonar og ótta eftir því hvað þessi björgunaráætlun hefði að geyma.  Nú þegar hún er fram kominn sé ég ekki eitt atriði sem gagnast gæti mínum rekstri eins og staðan er, enda varla von þar sem mitt fyrirtæki er verktakafyrirtæki.  Nú sem oftar virðast bara þau fyrirtæki sem skulda það mikið að bankarnir veigra sér við að gera upp eiga bestu lífsmöguleikana.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband