Ingibjörg Sólrún og Davíð á Núllinu.

Ingibjörg Sólrún og Davíð eiga margt sameiginlegt, starfsvettvangur þeirra og lífshlaup hefur verið í kringum Núllið í Bankastræti.  Þau eru fólkið sem er að vinna að því að koma okkur út úr kreppunni.  Þau er fólkið sem vill að þjóðin sýni samstöðu og gefi þeim vinnufrið.   Þau hafa bæði verið utanríkisráðherrar fyrir vini sína.  Þau hafa ekki gert nein mistök.  En þau eru ekki samála um að hvort þeirra gerði þau.  Í dag hafa þau keppst við að gefa út 0% yfirlýsingar þar sem ekki er hægt að greina annað en þau hafi 0% traust hvort á öðru.

Eigum við að treysta þeim til að "sigla í gegnum brimskaflinn" eða sturta þeim niður?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð, Churchill eða Mugabe norðursins?

Það er misjafnt hvað ástfóstri þjóðir taka við leiðtoga sína.  Þjóðverjar höfðu sinn Willy Brant, Frakkar De Gulle, Bretar Churchill, Cuba Castro og Simbabwe Mugabe.

Ekki verður betur séð á þessari frétt en Davíð sé að gíra sig upp.  Hann er sennilega einn mesti örlagavaldur þjóðarinnar á lýðveldistímanum, því skiptir hans óútreiknanlega hegðun þjóðina svo miklu.  Síðan verður það sagan þegar frá líður sem mun gefa honum sinn sess.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband