30.11.2009 | 15:18
Vitskert ríkisstjórn.
Það er nokkuð ljóst að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa sömu afleiðingar og aðgerðir bankanna í aðdraganda hrunsins. Það er að blóðmjólka kúna þar til hún dettur niður dauð. Bankarnir freistuðust til að fella gengi krónunnar og magna upp verðbólguna til að blása út efahagsreikninginn, þar til blaðran sprakk og krónan hrundi.
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nota sömu hagfræðiuppskriftina, enda komnir með alla helstu hönnuði hrunsins úr bönkunum yfir á sína launaská. Fyrirtækin hafa ákveðið að bíða ekki lengur, heldur grípa til þeirra aðgerða sem þau vonuðust til að geta komist hjá í heilt ár, þ.e. segja upp fólki í stórum stíl.
Undanfarnar vikur hafa verið fréttir af því hvernig opinberar stofnanir hafa séð sér leik á borði og lækkað starfshlutfall til að mæta kröfum um hagræðingu og síðan hefur atvinnutryggingasjóður borgað það sem upp á starfshlutfallið vantar. Jafnframt hefur komið fram að þeir sem hafa mátt þola skert starfshlutfall fá atvinnuleysisbætur hlutfallslega jafnvel þó þeir haldi ennþá launum allt að 500 þús á mánuði. Hækkun tryggingagjalds var það sem köppum kerfisins kom helst til hugar og nutu til þess stuðnings stöðugleikliðsins.
Í stað þess að stoppa trixin og taka á augljósum göllum kerfisins s.s. með því að skattleggja sjálfvirkar lífeyrisgreiðslur launafólks til stöðugleikaliðsins sem lofar atvinuppbygginu, hefur félagsmálráðherra helst gert ungt fólk og einstæðar mæður að skotspæni í hagræðingarskini. Þessar skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru endanlega að sliga fólk og fyrirtæki landsins.
En þó svo að þessar skatthækkanir gangi allar eftir, þá mun þetta engan vegin duga til að borga þær skuldir til er verið að stofna í nafni þjóðarinnar. Tekjuskatturinn einn, af öllum skattgreiðendum þessa lands, rétt dugir upp í vexti til erlendra lánadrottna.
![]() |
Uppsagnir hjá Ölgerðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)