Vitskert ríkisstjórn.

 

Það er nokkuð ljóst að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa sömu afleiðingar og aðgerðir bankanna í aðdraganda hrunsins.  Það er að blóðmjólka kúna þar til hún dettur niður dauð.  Bankarnir freistuðust til að fella gengi krónunnar og magna upp verðbólguna til að blása út efahagsreikninginn, þar til blaðran sprakk og krónan hrundi.

 

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nota sömu hagfræðiuppskriftina, enda komnir með alla helstu hönnuði hrunsins úr bönkunum yfir á sína launaská.  Fyrirtækin hafa ákveðið að bíða ekki lengur, heldur grípa til þeirra aðgerða sem þau vonuðust til að geta komist hjá í heilt ár, þ.e. segja upp fólki í stórum stíl.

 

Undanfarnar vikur hafa verið fréttir af því hvernig opinberar stofnanir hafa séð sér leik á borði og lækkað starfshlutfall til að mæta kröfum um hagræðingu og síðan hefur atvinnutryggingasjóður borgað það sem upp á starfshlutfallið vantar.  Jafnframt hefur komið fram að þeir sem hafa mátt þola skert starfshlutfall fá atvinnuleysisbætur hlutfallslega jafnvel þó þeir haldi ennþá launum allt að 500 þús á mánuði.  Hækkun tryggingagjalds var það sem köppum kerfisins kom helst til hugar og nutu til þess stuðnings stöðugleikliðsins.

 

Í stað þess að stoppa trixin og taka á augljósum göllum kerfisins s.s. með því að skattleggja sjálfvirkar lífeyrisgreiðslur launafólks til stöðugleikaliðsins sem lofar atvinuppbygginu, hefur félagsmálráðherra helst gert ungt fólk og einstæðar mæður að skotspæni í hagræðingarskini.  Þessar skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru endanlega að sliga fólk og fyrirtæki landsins. 

 

En þó svo að þessar skatthækkanir gangi allar eftir, þá mun þetta engan vegin duga til að borga þær skuldir til er verið að stofna í nafni þjóðarinnar.  Tekjuskatturinn einn, af öllum skattgreiðendum þessa lands, rétt dugir upp í vexti til erlendra lánadrottna. 


mbl.is Uppsagnir hjá Ölgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef við stöndum ekki með velferðarstjórn fáum við ekki velferð. Fjöldinn og réttlætið verður að standa saman ef á að nást árangur í réttlæti.

Þessir: hinir og þeir og þessi stjórn (af sumum kölluð vanhæfa stjórn) erum bara við sjálf. Það er liðin tíð að við getum endalaust gert aðra ábyrga fyrir okkar eigin misgjörðum. Það bara virkar ekki í raunveruleikanum. Svona er raunverulega lífið gott fólk og vona ég að fólk láti ekki plata sig til að trúa rugli og lygi enn einu sinni. Það er komið nóg af slíku á Íslandi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Anna;  þakka þér fyrir innlitið. Hvaða velferð kennirðu við þessa stjórn sem þú vilt að við stöndum með?

Þessi frétt snýst um fjöldauppsagnir sem raktar eru til skattahækkana.  Það að áður hafi verið vanhæfa ríkisstjórn við völd á Íslandi gerir aðgerðir þessarar ekki betri.  Nema að þú viljir meina að oft má böl bæta með því að benda á annað verra.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 17:24

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Mángi minn, það er ekki beint geðslegt eð þakklátt starf að þrífa ýlduna upp eftir Sjálfstæðisflokkinn þinn.

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jóhannes;  þakka þér fyrir innlitið.  En þú ert illa áttaður hvað mínar skoðanir varðar, en sennilega sammála þeirri aðferðafræði "að svo skal böl bæta með því að benda á annað verra".  Í mínum huga leysir skotgrafir flakspólitíkurinnar engan vanda.  Stjórnmál ættu fyrst og síðast að snúast um velferð fólksins í landinu en ekki um að skrapa saman aurum upp í vexti handa lánadrottnum.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 18:40

5 identicon

Jóhannes Ragnarsson vill ólmur kenna Sjálfstæðisflokknum um þær skuldir sem þjóðarbúið glímir nú við. Augljóslega eru þessar skuldir tilkomnar vegna lélegrar bankamennsku, en það er svo sem þægilegt að kenna pólitískum andstæðingum sínum um eitthvað sem öllum þykir slæmt. Það sem mér finnst undarlegast við aðgerðir ríkisóstjórnarinnar er hvernig þau sneiða hjá öllu sem heitir hagræðing í opinberum rekstri en í stað þess hafa sýnt mikið frumkvæði og frumleika í skattlagningu.

Blahh (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Í mínum huga leysir skotgrafir flakspólitíkurinnar engan vanda. "

 100% sammála. Ekkert böl þjóðarinnar jafnast á við þá eyðileggingu  sem þessur flokkar hafa valdið, allir sem einn. 

Hörður Þórðarson, 30.11.2009 kl. 19:03

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er gjörsamlega þýðingarlaust fyrir ykkur, drengir mínir, að reyna að frýja Sjálfstæðisflokkinn ykkar að vera höfuðorsakavaldurinn af þeim ógöngum sem við erum í. Það var fyrst og síðast glæpsamleg stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins, sem skóp hrunið. Að vísu áttu Alþýðuflokkurinn, Samfylkingin, en einkum þó Framsóknarflokkurinn sinn þátt í afhroðinu með því að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn í að hrinda stefnu hans í framkvæmd.

Glæpir Sjálfstæðisflokksins gegn landi og þjóð eru slíkir, að undarleg má telja, að ekki sé búið að banna þessi glæpasamtök. En það hlýtur að koma að því. 

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 20:34

8 identicon

Bíddu var ekki samfylking við stjórn líka á sama tíma og sjálfstæðismennirnir??? Þeir eru nú ekki allsaklausir..

Oddný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:47

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blahh;  sammála þér það er með miklum eindæmum hvernig ríkisstjórnin sneiðir hjá öllu sem heitir hagræðing í opinberum rekstri.  Það er ekki nóg með að utanríkisþjónustunni og Alþingi sé ætlað meira fé á fjárlögum en áður heldur hafa ráðherrar þessarar velferðarstjórnar keppst við að ráða bankamennina sem aðstoðarmenn.

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hörður;  þarna ferðu nálægt sannleikanum.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 22:01

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jóhannes;  hefur þér ekki dottið í hug að með aðgerðum sínum hafa þínir menn hafa haft forgöngu um að staðfest þjóðina í skuldafeniniu, og eru þar með á góðri leið með að verða sekastir allra?

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 22:05

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Oddný;  stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar mun sagan sennilega dæma sem ömurlegustu stjórn allra tíma.  Það er svo spurning hvaða ríkistjórn verður talin sú sem reynst hefur þjóðinni verst?

Magnús Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband