Góðærisins er sárt saknað í kosningaloforðum flokkanna.

 Þjóðráð

Nú þegar kosningar eru á næsta leiti eru kosningaloforð flokkanna fremur rýr til handa heimilunum og snúast mest um það hversu harkalega þarf að herða sultarólina næstu árin.  Undanfarnar kosningar, svo langt sem ég man, hefur dropið hunang af hverju strái í aðdraganda kosninga en nú ber svo við að allir flokka boða svartnættið eitt.  Því meira svartnætti því trúverðugri eru framboðin.

 

Þess vegna ætla ég að setja hér fram nokkur hagnýt ráð í svartnættinu til þeirra sem hafa áhuga á að komast af en sjá ekki nákvæmlega fyrir sér hvernig það á að gerast.  Sum þessara ráða eru reyndar þjóðráð og alveg óskiljanlegt að pólitíkusarnir skuli ekki hafa tekið þau upp í sínum stefnuskrám. 

 

En þar sannast hið fornkveðna "stjórnmálamenn leysa engan vanda, það eru þeir þeir sem búa hann til.  Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra, því þá kæmi það í ljós að þeir væru óþarfir. Það er nefnilega fólkið og tækni þess sem leysir vandamálin."

tree climbing goats

 

Hér koma nokkur þjóðráð sem ég sakna úr stefnuskrám stjórnmálaflokkanna:

  1. Fáðu þér landnámshænur, það má gefa þeim matarleifar og annan úrgang sem annars færi í ruslið, í staðinn færðu egg og blómaáburð.  Það eru ekki mörg ár síðan að það mátti fá landnámshænuna frítt frá Landnámshænsnafélaginu því stofninn er í útrýmingarhættu. Þetta eru lítil og sæt grey sem mætti hafa á svölunum.
  2. Íslenska geitin er falin auðlind.  Hún hefur það umfram landnámshænuna sem má fá frítt, að ríkið greiðir með henni.  Geitin gefur af sér margt af því sem heimilið þarfnast s.s. ull, mjólk og kjöt.  Ef þú býrð í þéttbýli geturðu t.d. haft geiturnar í bandi og leigt þær út sem sláttuvélar eða sem gæludýr þær gætu m.a. orðið hrókur alls fagnaðar í barnaafmælum.
  3. Útvegaðu þér kartöflugarð, það er ekki svo auðvelt að verða sér út um tífalda ávöxtun nú til dags en það má hæglega ná henni í kartöflurækt.  Auk þess má auðveldlega rækta rófur og gulrætur samhliða.
  4. Steinhættu að borga af lánunum ef þú skuldar yfir 50% í húsnæðinu þínu, það er vonlaust að þú náir að kljúfa dæmið.  Nýttu þér frest á nauðungaruppboðum til 31. október og búðu frítt í húsinu á meðan.  Allar líkur eru á bankinn kom þá til með að ganga á eftir þér með grasið í skónum og grátbiðja þig um að vera áfram í húsinu gegn vægu gjaldi, þó það væri ekki til annars en að kynda það.
  5. Vertu þér út um vin sem á trillu.  Það er virkilega gaman að fara á sjóstöng og færaskak bæði er það afslappandi og frískandi, ekki sakar að fiskur er einn hollasti matur sem völ er á.
  6. Losaðu þig við vinnuna hið snarasta ef þú hefur hana þá ennþá.  Best er að semja við atvinnurekandann um að segja þér upp svo þú getir verið í launuðu fríi í sumar við garðrækt, geitahirðingu og sportveiðar.  Samkvæmt stefnuskrá sigurstranglegustu stjórnmálaflokkanna er sá maður sem hefur atvinnu í djúpum skít.  Honum er ætluð greiðsluaðlögun skulda í hlutfalli við ráðstöfunartekjur auk þess sem skattahækkanir munu snúa út úr honum stærri hlut tekna en áður hefur þekkst, þannig að það gæti þýtt líf við hungurmörk.
  7. Lærðu að prjónaog sittu fyrir erlendum ferðamönnum með prjónaskapinn. Fyrir lopapeysu sem hægt var að fá € 90 (kr.9.500) í fyrra ætti að vera hægt að fá € 90 (kr.15.000) núna rúmlega 50% hækkun. Býður einhver betur.

 

Láttu þér ekki detta í hug eitt augnblik að taka þátt í að borga það sem stjórnmálamennirnir eru svo hátíðlegir að kalla núna fyrir kosningar, skuldir "þjóðarbúsins" og ætla ásamt IMF að láta almenning greiða í gegnum skatta og niðurskurð velferðakerfisins.  Láttu bankana, toppanna í þjóðfélaginu og stjórnmálamennina um þær "þjóðarskuldir", það er komið að þeim að  þrífa skítinn upp eftir sig. 

 

Nú er komið að þér að njóta allsnægta lífsins.  Snúðu þér að því sem þig hefur alltaf langað til að gera, nýttu þér þau þjóðráð sem til þess þarf.  Meðan það eru ekki betri kosningaloforð í boði hjá stjórnmálaflokkunum verðurðu bara láta þér nægja loforðinn frá því fyrir kosningarnar 2007 enda eru þau í fullu gildi í tvö ár í viðbót.

 

Ef þú átt fleiri þjóðráð liggðu þá ekki á liði þínu því þjóðin þarfnast þeirra.

 

www.islenskarhaenur.is/haenaifostur.html

Landnámshænur


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband