28.4.2009 | 21:08
Eru hagfræðingarnir okkar í tilvistarkreppu?
Það er átakanlegt að fylgjast með því hvað hagfræðingarnir okkar virðast vera komnir í mikla tilvistarkreppu. Haraldur Líndal "faraldur" orðinn einn helsti vinur litla mannsins, eftir að Nýsi sleppti. Tryggvi Þór, ásamt fjölda annarra hagfræðinga, kominn í lásí þingmannsstarf í samkeppni við lögfræðingana.
Það er spurning hvort sömu hagfræðikenningarnar eiga eftir að koma þjóðinni upp úr skuldunum og komu henni í þær. En mér finnst það ósmekklegt af hagfræðingastóðinu að tala nú um þjóðarskuldir. Mig minnir að þjóðin hafi lítið haft með gróða bankanna að gera meðan allt lék í lindi hann hafi að mestu orðið til vegna erlendra viðskipta.
En það var nú meðan allt lék lindi, hagfræðimódelin blómstruðu og söguþjóðin mátti að þakka fyrir Saga Capital.
![]() |
Erfitt að standa undir skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)