29.9.2009 | 17:42
Fínt fyrir hagfræðingana að fá enn eitt vísitölu ruglið.
Þessar hugmyndir félagsmálaráðherra eru illskiljanlegar. Helst hallast ég að skoðun Ingólfs H Ingólfssonar sem var í Kastljósi í gær, hann hefur leiðbeint fólki með það hvernig má sjá við marföldunaráhrifum verðtryggingarinnar. En hann sagði; þetta eru "hundakúnstir" sem gera alla eignalausa á mettíma.
En ég skil vel að hagfræðingar og viðskiptafræðingar gjaldþrota hugmynda þyrpist að svona hugmyndum eins og hýenur að hræi. Þeir sjá sér leik á borði við að reikna enn eina rugl vísitöluna sem verður "launavísitala greiðsluerfiðleika".
Myndir einhver kaupa 20 milljóna hús með yfirtöku á áhvílandi 50 milljóna láni, berandi þá von í brjósti að eftir 40 ár fái hann afskrifaðar 30 milljónir? Þarf hagfræðimenntaðan vísitölufræðing til að reikna út óskapnaðinn?
Til að láta sér detta svona rugl í hug þarf samvinnu stjórnmálamanna og hagfræðinga sem allir eru á framfæri hins opinbera. .
![]() |
Borgað af lánum eftir tekjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 08:36
Guð blessi Ísland - Mikið var.
Mikið var að hjarta mitt slær með forystumanni þjóðarinnar. Það hefur ekki gerst síðan Geir bað Guð um að blessa Ísland.
Vonandi merkir þetta það að Jóhanna ætlar að láta hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir. Setja Ísland í fyrsta sæti og láta AGS, ESB og icesave mæta afgangi. Þá er ég viss um að hún mun hafa þjóðina á bak við sig.
![]() |
Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)