9.1.2010 | 09:52
Er Ólafur Ragnar málsvari almennings víðar en á Íslandi?
Það hefur verið athyglivert að fylgjast með þeirri umræðu sem icesave efur fengið í erlendum fjölmiðlum eftir að Ólafur Ragnar ákvað að leggja icesave lögin í þjóðaratkvæði. Þeir sem kynnt hafa sér málið og sett það í samhengi hafa séð hversu geggjað það er að láta almenning á Íslandi bera ábyrgð á skuldum íslensks einkabanka sem starfaði erlendis.
Stjórnmálamenn eru samt sér á báti, þeir lýsa nær undantekningalaust yfir ábyrgð ísensku þjóðarinnar. Stjórnmálamenn okkar eru eingin undantekning, þegar kemur að því grundvallaratriði hvort almenningur beri ábyrgð á gjaldþrota einkabanka. Stjórnmálamenn hafa gert sig seka um að standa með bankakerfinu gegn almenningi, eina undantekningin er Ólafur Ragnar Grímsson og eftir því hefur verið tekið.
http://www.youtube.com/watch?v=vTP3DH5YQhc&feature=player_embedded
Hér er umfjöllun úr erlendum fjölmiðlum.
"Einn lesandi ritstjórnargreinar blaðsins Independent, sem birtist í gær, tekur í sama streng. Hann segir að Icesave-skuld Íslands sé 16 þúsund dalir á hvert mannsbarn, jafnvirði 2,2 milljóna króna. Eftir fyrri heimsstyrjöld hafi Þjóðverjum verið gert að greiða 269 milljarðar gullmarka í stríðsskaðabætur en sú upphæð var síðar lækkuð í 132 milljarða marka og jafnframt gert ráð fyrir, að aðeins um 50 milljarðar yrðu greiddar. Lesandinn segir, að 132 milljarðar gullmarka svari til 200 milljarða dala á núverandi gengi. Þýska þjóðin hafi talið 60 milljónir manna og því hafi skaðabæturnar numið 3300 dölum á mann, jafnvirði 417 þúsunda króna. Þjóðverjar séu nú fyrst að ljúka greiðslu skuldarinnar, 90 árum eftir að fyrri heimsstyrjöld lauk.
Niðurstaða: Íslenska þjóðin þarf að greiða fimm sinnum meira fyrir að fremja þann glæp að búa í landi með stórt eftirlitslaust fjármálakerfi en Þýskalandi var gert að greiða fyrir að hefja stríð þar sem fimm milljónir manna létu lífið og stór hluti af Belgíu og Frakklandi var lagður í rúst," segir lesandinn."
"Ég held í fyrsta lagi að Brown hafi verið geggjaður þegar hann ákvað að skattgreiðendur ættu að greiða fyrir innistæður á reikningum Kaupþings og Landsbankans og ég sé enga ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að endurgreiða" ríkissjóði," skrifar Vicki Woods dálkahöfundur hjá breska blaðinu Telegraph á vef blaðsins í dag."
"Fyrrum forsetaframbjóðandinn Lyndon H. LaRouche, sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gær undir yfirskriftinni hugrakka Ísland". Þar lýsir hann yfir því hvað hann sé stoltur af Íslandi og forseta Íslands. Hagfræðingurinn LaRouche, sem er níræðisaldri, á að hafa spáð því árið 2006 að Ísland yrði gjalþrota.
LaRouche var áberandi í bandarískum stjórnmálum enda hefur hann boðið sig fram í átta skipti án árangurs."
![]() |
60% andvíg Icesave-lögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 24.1.2010 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)