21.11.2010 | 22:31
Teknir í bólinu.
Ríkisstjórn Írlands hefur verið treg til að trúa því að aðstoð Evrópusambandsins og AGS reisi við efnahag landsins. Enda er sennilegra að Írskur almenningur eigi eftir að vera tekin í karphúsið, nú er komið að honum að verða fyrir eignaupptöku í þágu bankaelítunnar að hætti AGS. Sennilega hefði ekki verið verra kostur fyrir Íra að leita á náðir Hells Angels eða Mafíunnar.
Bankar eru sagðir súrefni atvinnulífsins; hversu oft hefur þessi bábilja ekki verið básúnuð í fréttatímum fjölmiðlanna. Staðreyndum hefur verið snúið við svo bankarnir fái að nærast á viðskiptavinum sínum í gegnum þessa mýtu. Með óendanlegum vöxtum og vaxta vöxtum þannig að fáir sleppa við að lifa á lánum. Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Bankarnir eru í besta falli súrefni raðgjaldþrota fyrirtækja s.s. fjölmiðla sem reknir eru út í eitt í skiptum fyrir áróður ríkisstjórna, banka og stór fyrirtækja á kostnað heilbrigðrar skynsemi.
Skattar eru notaðir til að greiða skuldir ríkisins við fjármagnseigendur sem urðu til þegar sömu aðilar tæmdu banka og sjóði innanfrá. Nú er svo komið að fjármálkerfi sem þótti eðlilegt um1960 að hefði í sinn hlut 5% af efnahagslegum vexti er farið að taka til sín um 40% af vexti hagkerfisins. Þegar bankarnir hafa verið tæmdir reglulega innanfrá af eigendum sínum, er þegnunum gert að endurreisa þá með skattfé frá ríkinu. Þeir síðan réttir fyrri eigendum á silfurfati með einkavæðingu. Þetta er talið nauðsynlegt svo að bankarnir geti áfram verið súrefnið fyrir raðgjaldþrota fyrirtæki. Eru til meiri öfugmæli?
Staðan er orðin þannig að hinn almenni borgari þarf í reynd að taka lán, til að borga sér laun og borga skatta. Fjármálakerfið hefur leitt til nútíma þrælahalds. Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.
![]() |
Samþykkt að veita Írum efnahagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 22.11.2010 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)