Teknir í bólinu.

 

Ríkisstjórn Írlands hefur verið treg til að trúa því að aðstoð Evrópusambandsins og AGS reisi við efnahag landsins.  Enda er sennilegra að Írskur almenningur eigi eftir að vera tekin í karphúsið, nú er komið að honum að verða fyrir eignaupptöku í þágu bankaelítunnar að hætti AGS.  Sennilega hefði ekki verið verra kostur fyrir Íra að leita á náðir Hells Angels eða Mafíunnar.

Bankar eru sagðir súrefni atvinnulífsins; hversu oft hefur þessi bábilja ekki verið básúnuð í fréttatímum fjölmiðlanna.  Staðreyndum hefur verið snúið við svo bankarnir fái að nærast á viðskiptavinum sínum í gegnum þessa mýtu.  Með óendanlegum vöxtum og vaxta vöxtum þannig að fáir sleppa við að lifa á lánum.  Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings.  Bankarnir eru í besta falli súrefni raðgjaldþrota fyrirtækja s.s. fjölmiðla sem reknir eru út í eitt í skiptum fyrir áróður ríkisstjórna, banka og stór fyrirtækja á kostnað heilbrigðrar skynsemi. 

Skattar eru notaðir til að greiða skuldir ríkisins við fjármagnseigendur sem urðu til þegar sömu aðilar tæmdu banka og sjóði innanfrá.  Nú er svo komið að fjármálkerfi sem þótti eðlilegt  um1960 að hefði í sinn hlut 5% af efnahagslegum vexti er farið að taka til sín um 40% af vexti hagkerfisins.  Þegar bankarnir hafa verið tæmdir reglulega innanfrá af eigendum sínum, er þegnunum gert að endurreisa þá með skattfé frá ríkinu.  Þeir síðan réttir fyrri eigendum á silfurfati með einkavæðingu.  Þetta er talið nauðsynlegt svo að bankarnir geti áfram verið súrefnið fyrir raðgjaldþrota fyrirtæki.  Eru til meiri öfugmæli?

Staðan er orðin þannig að hinn almenni borgari þarf í reynd að taka lán, til að borga sér laun og borga skatta.  Fjármálakerfið hefur leitt til nútíma þrælahalds.  Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.

 


mbl.is Samþykkt að veita Írum efnahagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Magnús þannig er þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Benedikta E

Írarnir hefðu átt að leita upplýsinga og ráðgjafar hjá fótgönguliðinu á Austurvelli og fá innsýn í ölmusubiðraðir hjálparsamtaka hér í höfuðborginni Reykjavík.

Benedikta E, 21.11.2010 kl. 23:44

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það komu tveir Írar til mín í haust til að kaupa af mér lopapeysur fyrir veturinn, fljúgandi á þyrlu frá Grænlandi.  Þeir flugu svo til Írlands með millilendingu í Skotlandi.  Þeir spurðu um ástandið á Íslandi og voru ekki bjartsýnir með framtíðina á Írlandi. 

Það er rétt hjá ykkur "þannig er þetta" og kannski gagnast "Austurvöllur" Írum þó svo lítil merki séu um að Íslenskir stjórnmálamenn taki sönsum.  Allavega held ég að flestar þjóðir sem eru að upplifa þessar hremmingar skynji glæpi bankakerfisins og mútuþægni stjórnmálamannanna.

Magnús Sigurðsson, 22.11.2010 kl. 00:02

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvað hafa Hells Angels og Mafían gert þér?

Ekki tæmdu þeir bankana eða mergsugu þjóðina -

Það er sama hver á í hlut það er ljótt að bera einhverja saman við AGS og ESB.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.11.2010 kl. 14:53

5 identicon

Sæll Magnús!
Við erum fjórar stelpur í Ferðamálafræði í Menntaskólanum á Akureyri og við erum að gera verkefni um tónlistarhátíðina Bræðsluna. Google gaf okkur upp vefslóðina að blogginu þínu og færslu sem þú skrifaðir um hátíðina. Í þeirri færslu voru virkilega fínar myndir, ein af Borgarfirði eystri og önnur af fjórum tónlistarmönnum sem hafa spilað á hátíðinni. Við vorum að velta fyrir okkur hvort þú gætir gefið okkur leyfi fyrir því að nota þær myndir í verkefninu?
Kveðja, Ásdís Helga, Katharina, Petra og Þórey Sif.

Ásdís Helga (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband