Þjóðaratkvæði takk.

En situr gráa kerlingin og spinnur sinn lygavef.  Nú á að hafa verið erlendur sérfræðingur og þekktur stjórnarandstæðingur í samninganefndinni til að gefa samningnum trúverðugleika um að  vera betri en fyrri samningar, 1% lægri vextir, eins og málið snúist um það. 

Þessi nefnd sat ekki á smningafundum við að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar.  Það er alltaf að koma betur í ljós að hún sat á samráðsfundum með Bretum og Hollendingum um það hvernig væri hægt að troða skuldum gjaldþrota einkabanka upp á almenning með sjónhverfingum.


mbl.is Áttum kost á Icesave-samningi í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum stjórnmálamenn í meðferð.

Gnarrinn er að hitta naglann á höfuðið.  Við höldum úti sendiráðum um allan heim og 63 þingmönnum t.d. eru Svisslendingar með 30 þingmenn og færri sendiráð en við þó þeir telji 7 milljónir.  

Þarf að setja upp meðferðarstofnun að hætti SÁÁ til að gera stjórnmálamönnum eftirfarandi ljóst?

Skuldsetning er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í lántökum.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með því að öðlast lánstraust.  En skuldsetningin fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; hún slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunveruleikann án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi skuldsetning mun margfalda vandamálin. 

Þessi texti er fengin að láni úr Tuttugu og fjögurra stunda bókinni sem er ætluð félögum í AA í þeirri lífstefnu að lifa einn dag í einu.  Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á textanum, þar sem orðið áfengi og drykkja  kom fyrir var orðunum skuldsetning, lán og lánstraust sett í staðinn.

Frumtextinn er svona;

Áfengi er veikleiki okkar.  Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í áfengi.  Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með drykkju.  En áfengið fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; það slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum.  Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunverulegt líf án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi áfengisneysla margfaldar vandamálin.  Hef ég náð valdi yfir óstöðugum tilfinningum mínum?

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggja skuldir.

 

Það fer lítið fyrir raunhæfum aðgerðum til að ná endum saman í ríkisfjármálunum.  Mitt á milli umræðna um fjárlagafrumvarpið boðaði ríkisstjórnin breytingar á stjórnaráðinu sem fólu m.a. í sér að ráðherrar gætu ráðið fleiri aðstoðarmenn.  Þessu liði er þrátt fyrir gjaldþrot Íslands fyrirmunað að skera niður sjálft sig. 

Leiksýninguna á alþingi skipa 63 þingmenn á ofurlaunum sem hlaupa út og suður í vinsældaleit og mótmæla því að farið sé gegn almannahagsmunum.  Þrátt fyrir það verða keyrð í gegn fjárlög þar sem ekki er tekið á meini útblásinnar stjórnsýslu, á sama hátt og þjóðin situr uppi með glæpsamlegt bankakerfi auk IMF, ESB aðildarumsókn og icesave samninga, þvert gegn vilja hennar.  Til þessara vildarvina og gæluverkefna renna hundruð milljarða ár hvert í andstöðu við þjóðina.

Þó við viljum trúa því að ríkinu sé ætlað að gæta jafnræðis meðal þegnanna, þá er því ætlað að flokka þá og hafa að tekjulind.  Þetta er gert sífellt bíræfnari hátt.  Óendanlegar reglur hafa verið settar um hvernig samskipti fólks skulu vera.  Hvert viðvik, greiði eða velvild í samskiptum fólks skal verðleggja í gegnum vinnu og gefa upp til skatts. 

Innræting ríkisins er svo öflug að við trúum því að við fáum réttláta skiptingu gæðanna og við sjálf séum höfundar kerfisins.  Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til glæpamanna sem brutu öll siðferðisviðmið.  Staðan er orðin þannig að almenningi er gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta.


mbl.is Útgjöld hækka um 9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartir dagar á landinu bláa.

IMG 0793

 

Veðrið hefur verið fallegt undanfarnar vikur, birta skammdegisins eins og hún fallegust getur orðið á landinu bláa.

 

IMG 0789    IMG 0784    IMG 0813    IMG 0804

Klikka á mynd til að stækka.

 

 


Bloggfærslur 15. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband