17.12.2010 | 16:08
Samfögnum Jóni Ásgeir.
Það er ekki annað en hægt að samgleðjast Jóni Ásgeir & Co vegna hraklegs endis bjarmalandsfarar slitastjórnar Glitnis til New York. Þarna átti að beita fantabrögðum við að lögsækja fólk í öðru landi og hjá öðrum dómstólum en þar sem brotin voru framin.
Þetta fantabragð gagnaðist Jóni Ólafssyni um árið. Þetta fantabragð má nota gegn hverjum sem er, í því skini að gera viðkomandi gjaldþrota og þar með ófæran um að verja sig. Þarf ekkert að hafa að gera með réttlæti, heldur einungis það tjón sem fjársterkur ákærandi telur sig hafa orðið fyrir.
Þetta mál opinberar enn betur aumingjaskap ráðamanna að ekki skuli einn af þeim sem komu Íslandi á hausinn hafa verið dregin fyrir dómstóla á Íslandi. Það lýsir spillingunni vel í slitastjórnum og skilanefnum gömlu bankanna að þeir skulu hafa valið þessa aðferð.
Því er það fagnaðarefni að þeim hafi verið hafnað. Því hver veit hvenær ofurlauna hyskinu dettur í hug að draga Jón og Gunnu fyrir erlenda dómstóla vegna vanefnda á stökkbreyttum íslenskum húsnæðislánum. Allavega vefst kostnaðurinn ekki fyrir.
![]() |
375 milljóna málsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2010 | 09:44
Þarf Breta til?
Einu sinni var það svo að það nægði að Bretar réðust gegn hagsmunum Íslendinga til að stjórnmálamenn stæðu saman. Það var í þá gömlu góðu daga þegar landhelgin fór úr 3 mílum í 200.
Nú er öldin önnur ríkisstjórnin klauf þjóðina með ESB aðildarumsókn, þar sem VG gekk á bak orða sinna við kjósendur. Eins taka stjórnmálamenn í mál að greiða ólögvarða icesave kröfur í andstöðu við sína þjóð.
Þarf Breta til að benda á um hvað málið snýst?
![]() |
Hefnd fyrir Evrópumálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)