20.12.2010 | 22:07
Hæstiréttur í vanda.
Það er sniðugt að skipta um nafn á fyrirtæki Landsbankanum til heiðurs, Nábítur, böðla og illir andar ehf = NBI. Það er algengara að fara leið Landsbankans, halda nafninu, skipta um kennitölu og svína á litla manninum.
Það vekur furðu að Lýsing skuli vera með málarekstur. Þar ætti að vera búið að hreinsa út og setja inn sálfræðinga í að reyna að telja brotaþolana inn á sanngjarna lausn. Forsvarsmenn Lýsingar ættu ekki að ganga lausir eftir að hafa verið dæmdir fyrir að reka ólöglega lánastafsemi.
Ef svo dómurinn er lesin sést hvað hæstiréttur er kominn út í mikla endaleysis útreikninga við að reikna út vexti sem hvorki lántakandi né lánveitandi skrifuðu undir. Þessi dómur er í takt við skáldlegt nafnið á járnabindingafyrirtæki "Nábítur, böðlar og illir andar".
![]() |
Sigur kom nábítum ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2010 | 10:01
Þvættingur.
"Augljóst dæmi er í litlum opnum hagkerfum þar sem vaxtahækkun til að vinna á móti bólu á fasteigna- eða hlutabréfamarkaði getur á sama tíma ýtt undir bólu á gjaldeyrismarkaði. Að lokum er ljóst að ekki er hægt að nota vaxtatækið eitt til að tryggja bæði verðstöðugleika og fjármálalegan stöðugleika. Til þess þurfa seðlabankar fleiri stjórntæki. Umræðan undanfarið hefur því að hluta snúist um hvaða viðbótartæki sé hægt að láta seðlabanka í té til þess að ná þessum markmiðum," segir í skýrslu Seðlabanka Íslands."
Það var möguleikinn á að fara fram hjá stýrivöxtum Seðlabanka Íslands með því að taka erlend lán, sem blés upp íslensku bóluna. Það sem fólk vissi ekki var að lánastarfsemi íslenskra banka bundna við erlenda minnt var ólögleg allan tímann. En það vissu starfsmenn Seðlabankans.
![]() |
Kreppan leiddi í ljós ágalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2010 | 09:10
Stalín býr ekki hér.
Það kemur ekkert á óvart að leiksýningin í kringum atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarpið hafi verið skipulögð fyrirfram. Það sem kemur meira á óvart er hversu fáir virðast hafa tekið þátt í samráðinu. En það kemur sennilega til af því að afstaða annarra þingmanna hefur verið kristaltær. Engin annar var á móti frumvarpinu hvar í flokki sem hann stóð.
Þegar Alþingi greiddi atkvæði um ESB aðildarumsókn var samráðið flóknara þá þurftu stjórnarandstöðu þingmenn að hlaupa undir bagga með VG. Í atkvæðagreiðslunni um icesave lögin fyrir tæpu ári síðan var sett upp margföld atkvæðagreiðsla, samningurinn / þjóðaratkvæðagreiðsla osfv, þannig að þingmenn VG gátu verið á móti sitt á hvað og samt komið icesave óskapnaðinum í gegnum þingið.
Staðreyndin er sú að fjórflokkurinn þorir ekki með nokkru móti út í kosningar þess vegna verður boðið upp á leiksýningar við Austurvöll áfram á nýju ári.
![]() |
Samráð um hjásetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)