Húrra fyrir Heimavarnaliðinu!

Eftir fall þriðja ríkisins og eftir að hafa lifað við áralangan áróður nasista höfðu margir Þjóðverjar þetta að segja;

Fyrst bönnuðu þeir stéttarfélögin og ég var ekki í þeim svo ég gerði ekkert.

Svo tóku þeir kommúnistana og ég var ekki kommúnisti svo ég gerði ekkert.

Svo tóku þeir gyðingana og ég var ekki gyðingur svo ég gerði ekkert

Svo komu þeir eftir mér, þá var engin eftir til að verja mig.

 

Látum þetta ekki verða eftirmæli okkar;

Fyrst gengu þeir að þeim sem ekki stóðu í skilum með bílalánin, en þar sem ég var ekki með bílalán varðaði mig ekkert um það.

Svo gengu þeir að þeim sem ekki réðu við húsnæðislánin en þar sem ég réði við mitt snerti það mig ekki.

Svo gengu þeir að þeim sem höfðu misst vinnuna og gátu ekki staðið í skilum með skuldir sínar, en þar sem ég hafði vinnu kom mér það ekki við.

Svo fóru þeir fram á að ég léti svo stóran hluta tekna minna í skatta að ég var verr settur en þrællinn, þá var enginn eftir til að verja mig. 

 

Sýnum að við stöndum saman með Heimavarnaliðinu við að verja heimilin fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna.  Því versta martröð peningakerfisins er synjun okkar um greiðslu stökkbreyttra skulda, synjun okkar á að borga snarhækkaða skatta, synjun okkar á að yfirgefa heimili okkar þó svo sýslumaður og lánastofnanir fari fram á það.  Kerfið getur ekki staðist ef þetta er gert af fjöldanum. 


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband