28.8.2010 | 21:44
Veit Castro sínu viti?
Allir sem hafa kynnt sér atburðina 11.09.2001 vita að það eru tvær sögur á kreiki um orsakir þessara atburða. Sú opinbera er útgáfa Bush stjórnarinnar um að Muslimskir öfgamenn séu ábyrgir fyrir þessum hryðjuverkum. þessi útgáfa hefur alla tíð verið studd rökum ríkisstjórna sem hafa farið með stríð á hendur öðrum þjóðum með þeim afleiðingum að hryðjuverkið sjálft 9-11 bliknar í samanburði við þau voðaverk sem síðan hafa verið unnin.
Hin útgáfan af orsökum þessara atburða er sú að vantað hafi ástæðu sem alamenningsálitið gæti samþykkt til að ráðist á þann heimshluta sem Afganistan og Írak tilheyra. Því hafi hryðjuverkin 09.11.2001 sem gerð voru í nafni Osama bin Laden og al-Qaida í raun verið gerð af voldugum öflum innan hins viðurkennda stjórnkerfis.
Það einkennilega er að að opinbera útgáfan virðist vera það eina sem vestrænir fjölmiðlar eru tilbúnir til að fjalla um, jafnvel þó margir meinbugir séu á þeirri útgáfu og sýnt hafi verið fram á að margt í þeirra atburðarás fáist trauðla staðist. Frekar en að leggjast í rannsóknarblaðamennsku hafa "mainstream" fjölmiðlar heimsins kosið að flokka allt undir "samsæriskenningar" sem ekki fylgir hinum opinbera sannleika.
![]() |
Castro telur Bin Laden og Bush í samvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)