Markaðs einokun byggð á hræðsluáróðri.

 

Þó svo ljóst sé að matvæli eiga eftir að verða verðmæt í framtíðinni þá er kannski fulllangt gengið að tengja það sérstaklega veðurfarsbreytingum vegna hlýnunar jarðar með því að segja að í faramtíðinni muni þær hafa veruleg áhrif á umhverfi plánetunnar m.a. með flóðum, stækkandi eyðimörkum og hækkandi hitastigi. 

Þetta segir kannski meira en ótal orð um öfga málflutning Sir John Beddington  og þær áherslur sem eru uppi um að keyra í gegn áætlun um erfðabreitt matvæli.  Sem eru keyrð áfram af einkaleyfis einokun á matvælaframleiðslu í þágu Monsanto og álíka fyrirtækja, en ekki göfugri hugsjón til að finna leiðir við að brauðfæða mannkynið.

Vissulega er matvælaöryggi fyrir alla göfugt markmið en þar á mikið frekar við hið fonkveðna að hver verði sjálfum sér nógur.  Sem byggist ekki upp á ósjálfbærum framleiðsluferlum og löngum flutningsleiðum á matvælum.  Það var athygliverð grein sem birtist í Fréttablaðinu um daginn eftir Valgarð Egilsson lækni um matvælaöryggi.  Þessi grein gefur mikið betri sín á um hvað matvælaöryggi snýst.

En endilega kynnið ykkur Monsanto ef þið viljið fræðast um erfðabreitt matvæli.

 


mbl.is Heimurinn þarf erfðabreytt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér grefur gröf.

Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með samþykki fleiri þingmanna sem hafa verið á móti í þessu grundvallarmáli hingað til, um það hvort réttlætanlegt sé að setja skuldir gjaldþrota einkabanka á ábyrgð almennings.  Það sem kemur á óvart að 1% lægri vextir skulu duga til þess.

Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun verður, standur þjóðin frammi fyrir þeim kostum, að taka hyskið af launaskrá, eða lifa sjálf við stórskert lífskjör.  Að samþykkja icesave verður dýr lexía því er nauðsynlegt að þjóðin fái að segja sitt álit, þjóðaratkvæði takk.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband