Sér grefur gröf.

Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með samþykki fleiri þingmanna sem hafa verið á móti í þessu grundvallarmáli hingað til, um það hvort réttlætanlegt sé að setja skuldir gjaldþrota einkabanka á ábyrgð almennings.  Það sem kemur á óvart að 1% lægri vextir skulu duga til þess.

Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun verður, standur þjóðin frammi fyrir þeim kostum, að taka hyskið af launaskrá, eða lifa sjálf við stórskert lífskjör.  Að samþykkja icesave verður dýr lexía því er nauðsynlegt að þjóðin fái að segja sitt álit, þjóðaratkvæði takk.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér, það er óábyrgt að setja þetta á herðar okkar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.1.2011 kl. 16:14

2 Smámynd: Elle_

ICESAVE mun fara í gegnum gungulegt alþingi, en þau munu aldrei komast upp með kúgunina gegn þjóðinni.  Við vorum líka búin að segja NEI.  

Elle_, 23.1.2011 kl. 22:09

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Stuðningur við Icesave-stjórnina er að trosna upp, því að stöðugt fleirrum verður ljós sviksemi hennar við hagsmuni Íslendinga. Ljóst er orðið að nýgjasti Icesave-klafinn mun verða stöðvaður í Alþingi, eða í þjóðaratkvæði. Líklega mun meirihluti þingmanna skilja að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að fella Icesave-samninga-III, eða vísa málinu beint í þjóðaratkvæði.

 

Því hafa Vinstri-grænir ákveðið, að órólega deild VG verði leyst upp. Það er þess vegna sem Ögmundur tekur nú á honum stóra sínum við blekkingar-leikinn. Ekki er lengur það borð fyrir báru að Ögmundur geti þóttst vera að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Vinstri-grænir standa uppi kviknaktir í öllum sínum ömurleika.

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/24/leiksyning-i-bodi-vinstri-graenna/  

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2011 kl. 15:50

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Líklega mun meirihluti þingmanna skilja að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að fella Icesave-samninga-III, eða vísa málinu beint í þjóðaratkvæði."

Loftur á bjatsýni þín sér engin takmörk?

Magnús Sigurðsson, 24.1.2011 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband