26.1.2011 | 07:45
Að trúa á Darwin.
Það er greinilega ekki til vinsælda að trúa ekki á Darwin. Það fékk stjörnufræðingurinn Martin Gaskell að reyna þegar háskólinn í Kentucky hafnaði honum um starf forstöðumanns nýrrar rannsóknarstofu á trúarlegum forsendum.
Fyrir það eitt virðist honum hafa verið hafnað, að greina frá því á fyrirlestrum hjá hópum trúaðra háskólanema að hann ætti í engum erfiðleikum með að samræma biblíuna við þróunarkenninguna en það væru hins vegar meiriháttar gallar á kenningunni. Þá mælti hann með við nemendurna að þeir læsu sér til í verkum gagnrýnenda þróunarkenningarinnar.
Það þarf hvorki að lesa Biblíuna, Buddha eða nokkur trúarrit yfir höfuð til að getað tekið undir með sjónarmiðum Gaskell um að á þróunarkenningunni eru meiri háttar ágallar, til þess er nóg að líta í eigið hjarta. Þessi afstaða Kentukcy háskóla sínir hverskonar trúarbrögð akademísk vísindi geta verið, þegar þeir eru útilokaðir frá starfi sem mæla með við nemendurna að þeir lesi sér til í verkum gagnrýnenda þróunarkenningarinnar. Með því er verið að útiloka aðra þekkingu en akademíunni er þóknanleg.
![]() |
Sköpunarsinni fær bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)