18.2.2011 | 22:59
"Business as usual"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2011 | 12:40
Einfalt mál.
Forsetinn hefur marglýst því yfir á erlendri grund að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið í icesave og hlotið fyrir það heimsathygli. Nú er að standa við stóru orðin.
![]() |
Erfitt og flókið mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2011 | 11:51
Fasismi fjórfokksins.
Það hefur verið athygliert að fylgjast með umræðunni um iceasave og undirskriftasöfnunina um þjóðaratkvæði undanfarna daga. Þetta virðist vera mikið hitamál á milli þjóðarinnar og fjórflokksins og harðasta fylgisfólks hans. Menn hafa komið fram í Kastljósi tvö kvöld í röð og reynt að gera lítið úr kjósum.is.
Í fyrrakvöld fór þáttarstjórnandi Kastljóssins á kostum með því að nefna þúsundir færri undirskriftir en voru komnar og jagaðist við annan viðmælanda vegna viðtalsbúts við Lee Buqet sem átti að vera hinn eini sannleikur í málinu, en lét hinn viðmælandann í friði með þá skoðun að skynsamlegast væri að íslenskur almenningur ábyrgðist skuldir gjaldþrota einkabanka. Í gærkveldi var svo últra Samspillingarbloggari frá Svíþjóð fengin til að lýsa reynslu sinni af svindl tilraunum sínum á Kjósum.is.
Á vefmiðlinum Eyjunni tók nýr stjórnandi af skarið þann 16. febrúar og lokaði fyrir athugasemdakerfið, daginn sem dómur var upphveðinn gegn níumenningunum og icesave var samþykkt á alþingi. Síðan hafa byrst hver áróðursfréttin og skrif pistlahöfunda Eyjunnar þar sem látið er að því liggja að það sé verið að svindla á þjóðinni með því að safna undirskriftum til forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir að hafa tekið púlsinn á athugasemdakerfi Eyjunnar undanfarið ár, kæmi mér ekki á óvart að hún gæti kallað sig Eyðieyjan ef aftur verður opnað fyrir athugasemdir.
Á Bylgjunni í morgunn voru svo einhverji vafasömustu fjölmiðlagúrúar landsins fengnir til að gefa álit á fréttum vikunnar, þar sem undirskrifta söfnun kjósum.is átti hug þeirra allan. Það kom ekki á óvart að þessir fánaberar hrunsins fylltust vandlætingu á þeirri ósvífni að vera á móti icesave3 með því að hvetja saklausa borgara þessa lands til nota heilabúið til að taka afstöðu. Þessi vika hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjórflokkurinn notar áhrif sín til fulls og hikar ekki við að beita fasískum meðulum. En hvað gerir forsetinn?
![]() |
Afhentu forsetanum undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)