Fasismi fjórfokksins.

Það hefur verið athygliert að fylgjast með umræðunni um iceasave og undirskriftasöfnunina um þjóðaratkvæði undanfarna daga.  Þetta virðist vera mikið hitamál á milli þjóðarinnar og fjórflokksins og harðasta fylgisfólks hans.  Menn hafa komið fram í Kastljósi tvö kvöld í röð og reynt að gera lítið úr kjósum.is. 

Í fyrrakvöld fór þáttarstjórnandi Kastljóssins á kostum með því að nefna þúsundir færri undirskriftir en voru komnar og jagaðist við annan viðmælanda vegna  viðtalsbúts við Lee Buqet sem átti að vera hinn eini sannleikur í málinu, en lét hinn viðmælandann í friði með þá skoðun að skynsamlegast væri að íslenskur almenningur ábyrgðist skuldir gjaldþrota einkabanka.  Í gærkveldi var svo últra Samspillingarbloggari frá Svíþjóð fengin til að lýsa reynslu sinni af svindl tilraunum sínum á Kjósum.is.

Á vefmiðlinum Eyjunni tók nýr stjórnandi af skarið þann 16. febrúar og lokaði fyrir athugasemdakerfið, daginn sem dómur var upphveðinn gegn níumenningunum og icesave var samþykkt á alþingi.  Síðan hafa byrst hver áróðursfréttin og skrif pistlahöfunda Eyjunnar þar sem látið er að því liggja að það sé verið að svindla á þjóðinni með því að safna undirskriftum til forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eftir að hafa tekið púlsinn á athugasemdakerfi Eyjunnar undanfarið ár, kæmi mér ekki á óvart að hún gæti kallað sig Eyðieyjan ef aftur verður opnað fyrir athugasemdir. 

Á Bylgjunni í morgunn voru svo einhverji vafasömustu fjölmiðlagúrúar landsins fengnir til að gefa álit á fréttum vikunnar, þar sem undirskrifta söfnun kjósum.is átti hug þeirra allan.  Það kom ekki á óvart að þessir fánaberar hrunsins fylltust vandlætingu á þeirri ósvífni að vera á móti icesave3 með því að hvetja saklausa borgara þessa lands til nota heilabúið til að taka afstöðu.  Þessi vika hefur sýnt svo ekki verður um villst að fjórflokkurinn notar áhrif sín til fulls og hikar ekki við að beita fasískum meðulum.  En hvað gerir forsetinn?


mbl.is Afhentu forsetanum undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Held að þessi söfnun og aðrar álika safnanir séu mun réttari og auðvelt að sannreyna kennitölur með samkeyrslu við þjóðskrá. Einnig er auðvelt að sjá með uppsöfnun á ip tölum hvort eitthvað óeðlileg skráning sé í gangi.

Gamlar undirskriftasafnanir voru örugglega ekki eins fullkomnar og auðvelt að sannreyna. Skráning á blöð og hver sem var gat bullað eitthvað nafn kennitölu og heimilisfangi og örugglega hending ef það uppgötvaðist.

Reyndar ótrúlegt að fylgjast með þessu ferli við að reyna að gera lítið úr þessari söfnun og maður spyr sig " Af hverju má þetta ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu "

Einnig undarlegt hvernig þessar kosningar á Alþingi fóru í sambandi við allt þetta mál. Eins og niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. 

GAZZI11, 18.2.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Gazzi, á alþingi er eins og niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram og það ekki einu sinni heldur þrisvar.  Við skulum átta okkur á því að alþingi hefur þrisvar samþykkt að ábyrgjast sama höfuðstólinn á kostnað íslenskra skattgreiðenda, þar sem gjaldþrota einkabanki skuldar innistæðu eigendum

Magnús Sigurðsson, 18.2.2011 kl. 12:21

3 Smámynd: GAZZI11

Mín túlkun á orðavali forsetans í hádeginu er að hann muni ekki setja þetta í þjóðaratkvæði.

GAZZI11, 18.2.2011 kl. 13:20

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er smeykur um að svo verði, en var það reyndar líka síðast.  Hinsvegar held ég að forsetinn viti að ef hann setur þetta mál ekki í þjóðaratkvæði hefur ekki einungis orðið aðskilnaður milli þings og þjóðar heldur hefur hann þá sjálfur skipað sér í lið gegn þjóðinni.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband